Laxveiðin hefst á sunnudaginn Karl Lúðvíksson skrifar 23. maí 2018 10:26 Frá opnun Þjórsár í fyrra. Mynd: Iceland Outfitters Sú var tíðin að veiðisumarið hófst með opnun Norðurár og Blöndu sem gerði kapphlaupið um fyrsta laxinn oft æði spennandi. Nú verður það þannig að fyrsti laxinn verður líklega dreginn á land úr Þjórsá, nánar tiltekið á svæðinu við Urriðafoss en það var langaflahæsta veiðisvæðið í fyrra þegar taldir eru laxar á stöng en samtals veiddust 765 laxar þar á aðeins tvær stangir. Það var því ekki að sökum að spyrja en veiðileyfin á svæðið hafa selst afskaplega vel og eru fáar stangir eftir. Þetta er feykna skemmtilegt svæði og veiðin ekkert annað en frábær þó það sé nokkuð krefjandi. Síðan er gaman að segja frá því að nú verður tilraunaveiði á hinum bakkanum við Þjórsártún en eins og veiðimenn muna var Urriðafoss ekkert annað en tilraunasvæði þegar það byrjaði og þess vegna er ansi spennandi að sjá hvernig veiðin verður á hinum bakkanum. Það eru Iceland Outfitters sem selja leyfi í Urriðafoss og Þjórsártún. Norðurá og Blanda opna síðan í byrjun júní en þegar hafa laxar sýnt sig í Norðurá svo það er ljóst að laxinn er mættur. Mest lesið Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Fjórar stangir með 100 birtinga í Eldvatni Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði
Sú var tíðin að veiðisumarið hófst með opnun Norðurár og Blöndu sem gerði kapphlaupið um fyrsta laxinn oft æði spennandi. Nú verður það þannig að fyrsti laxinn verður líklega dreginn á land úr Þjórsá, nánar tiltekið á svæðinu við Urriðafoss en það var langaflahæsta veiðisvæðið í fyrra þegar taldir eru laxar á stöng en samtals veiddust 765 laxar þar á aðeins tvær stangir. Það var því ekki að sökum að spyrja en veiðileyfin á svæðið hafa selst afskaplega vel og eru fáar stangir eftir. Þetta er feykna skemmtilegt svæði og veiðin ekkert annað en frábær þó það sé nokkuð krefjandi. Síðan er gaman að segja frá því að nú verður tilraunaveiði á hinum bakkanum við Þjórsártún en eins og veiðimenn muna var Urriðafoss ekkert annað en tilraunasvæði þegar það byrjaði og þess vegna er ansi spennandi að sjá hvernig veiðin verður á hinum bakkanum. Það eru Iceland Outfitters sem selja leyfi í Urriðafoss og Þjórsártún. Norðurá og Blanda opna síðan í byrjun júní en þegar hafa laxar sýnt sig í Norðurá svo það er ljóst að laxinn er mættur.
Mest lesið Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Fjórar stangir með 100 birtinga í Eldvatni Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði