Afar viðburðarík vika hjá Kjartani Henry Hjörvar Ólafsson skrifar 23. maí 2018 10:00 Kjartan Henry fagnar marki með Horsens vísir/getty Síðustu dagar hafa verið mikil rússíbanareið hjá Kjartani Henry Finnbogasyni, framherja danska úrvalsdeildarliðsins Horsens. Kjartan Henry spilaði sinn síðasta heimaleik fyrir lið sitt á föstudagskvöldið þar sem hann skoraði tvö mörk á lokamínútum leiksins og gerði Bröndby skráveifu í titilbaráttu liðsins. Um það bil 6.000 stuðningsmenn Bröndby gerðu sér ferð á heimavöll Horsens sem tekur um það bil 10.000 manns og það ætlaði allt um koll að keyra þegar dómari leiksins flautaði leikinn af. Stuðningsmenn Bröndby létu ófriðlega og kalla þurfti til sjúkrabíla til þess að koma slösuðu fólki til hjálpar vegna óláta stuðningsmannanna. „Þetta var ofboðslega skrýtinn leikur fyrir mig og það var allur tilfinningaskalinn þetta föstudagskvöldið. Fyrst og fremst var ég ánægður með að skora og aðstoða liðið mitt við að ná í stig. Okkur var svo kippt niður á jörðina strax eftir leik og það var svakalegt að sjá þessa slæmu hegðun stuðningsmanna Bröndby,“ segir Kjartan Henry um atburðarásina. Horsens heimsótti svo Midtjylland í lokaumferð deildarinnar á mánudagskvöldið, en sigur Midtjylland í þeim leik þýddi að liðið varð danskur meistari á kostnað Bröndby sem hafði verið í lykilstöðu í toppbaráttunni framan af móti. Eftir þann leik hefur tvenns konar áreiti herjað á Kjartan Henry og fjölskyldu hans. „Stuðningsmenn Bröndby hata mig og hafa sent mér afar ósmekkleg skilaboð. Þeir kenna okkur um hvernig fór og telja að mörkin mín hafi hrifsað frá þeim titilinn. Þetta er orðið vel þreytt og það verður gott að koma heim í frí frá þessu. Stuðningsmenn FC Köbenhavn eru hins vegar hæstánægðir með mig og ég var rétt í þessu að taka við körfu með kexi, ostum og rauðvíni sem verður fínt að dreypa á í fríinu,“ segir Kjartan Henry sposkur. Tilkynnt hefur verið að Kjartan Henry hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Horsens, í bili í það minnsta. Kjartan Henry segist búast við því að spila áfram í Danmörku og hann myndi helst vilja spila og búa áfram á Jótlandi. Þar líði honum og fjölskyldunni afar vel og hann hafi sýnt það og sannað undanfarnar tvær leiktíðir að hann geti staðið sig í efstu deild í Danmörku. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Fleiri fréttir Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið mikil rússíbanareið hjá Kjartani Henry Finnbogasyni, framherja danska úrvalsdeildarliðsins Horsens. Kjartan Henry spilaði sinn síðasta heimaleik fyrir lið sitt á föstudagskvöldið þar sem hann skoraði tvö mörk á lokamínútum leiksins og gerði Bröndby skráveifu í titilbaráttu liðsins. Um það bil 6.000 stuðningsmenn Bröndby gerðu sér ferð á heimavöll Horsens sem tekur um það bil 10.000 manns og það ætlaði allt um koll að keyra þegar dómari leiksins flautaði leikinn af. Stuðningsmenn Bröndby létu ófriðlega og kalla þurfti til sjúkrabíla til þess að koma slösuðu fólki til hjálpar vegna óláta stuðningsmannanna. „Þetta var ofboðslega skrýtinn leikur fyrir mig og það var allur tilfinningaskalinn þetta föstudagskvöldið. Fyrst og fremst var ég ánægður með að skora og aðstoða liðið mitt við að ná í stig. Okkur var svo kippt niður á jörðina strax eftir leik og það var svakalegt að sjá þessa slæmu hegðun stuðningsmanna Bröndby,“ segir Kjartan Henry um atburðarásina. Horsens heimsótti svo Midtjylland í lokaumferð deildarinnar á mánudagskvöldið, en sigur Midtjylland í þeim leik þýddi að liðið varð danskur meistari á kostnað Bröndby sem hafði verið í lykilstöðu í toppbaráttunni framan af móti. Eftir þann leik hefur tvenns konar áreiti herjað á Kjartan Henry og fjölskyldu hans. „Stuðningsmenn Bröndby hata mig og hafa sent mér afar ósmekkleg skilaboð. Þeir kenna okkur um hvernig fór og telja að mörkin mín hafi hrifsað frá þeim titilinn. Þetta er orðið vel þreytt og það verður gott að koma heim í frí frá þessu. Stuðningsmenn FC Köbenhavn eru hins vegar hæstánægðir með mig og ég var rétt í þessu að taka við körfu með kexi, ostum og rauðvíni sem verður fínt að dreypa á í fríinu,“ segir Kjartan Henry sposkur. Tilkynnt hefur verið að Kjartan Henry hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Horsens, í bili í það minnsta. Kjartan Henry segist búast við því að spila áfram í Danmörku og hann myndi helst vilja spila og búa áfram á Jótlandi. Þar líði honum og fjölskyldunni afar vel og hann hafi sýnt það og sannað undanfarnar tvær leiktíðir að hann geti staðið sig í efstu deild í Danmörku.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Fleiri fréttir Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Sjá meira