Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2018 14:45 Arkady Babchenko er á lífi. vísir/ap Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. Babchenko birtist á blaðamannafundi hjá úkraínsku lögreglunni í dag en forsætisráðherra Úkraínu hafði sagt að Rússar hefðu fyrirskipað morðið. Fjöldi blaðamanna var mættur á fundinn til þess að fá fregnir af framgangi rannsóknar lögreglu á morðinu, en Babchenko hefur verið gagnrýninn á Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, og ríkisstjórn hans. Ekki var hins vegar um eiginlegt morð að ræða heldur segir Vasyl Hrytsak, yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar, að morðið hafi verið sett á svið í tengslum við rannsókn lögregluyfirvalda á morðhótunum sem Babchenko hefur fengið. Meira en mánuður hafði farið í að skipuleggja sviðsetningu morðsins og hefur einn verið handtekinn í tengslum við aðgerðina. Kona Babchenko hafði lýst því að maður hennar hefði verið skotinn í bakið þegar þau yfirgáfu íbúðina sína í Kænugarði, blaðamaðurinn hafði ekki sagt konu sinni að um setja ætti morðið á svið. „Ég bið konuna mína innilegrar afsökunar,“ segir Babchenko. Babchenko flúði frá Rússlandi í fyrra eftir að hafa fengið hótanir í kjölfar færslu sem hann setti á samfélagmiðla. Blaðamenn og aðrir sem gagnrýnt hafa rússnesk yfirvöld hafa á undanförnum árum verið myrtir í Kænugarði en morðin eru óupplýst.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sjá meira
Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. Babchenko birtist á blaðamannafundi hjá úkraínsku lögreglunni í dag en forsætisráðherra Úkraínu hafði sagt að Rússar hefðu fyrirskipað morðið. Fjöldi blaðamanna var mættur á fundinn til þess að fá fregnir af framgangi rannsóknar lögreglu á morðinu, en Babchenko hefur verið gagnrýninn á Vladimir Pútín, Rússlandsforseta, og ríkisstjórn hans. Ekki var hins vegar um eiginlegt morð að ræða heldur segir Vasyl Hrytsak, yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar, að morðið hafi verið sett á svið í tengslum við rannsókn lögregluyfirvalda á morðhótunum sem Babchenko hefur fengið. Meira en mánuður hafði farið í að skipuleggja sviðsetningu morðsins og hefur einn verið handtekinn í tengslum við aðgerðina. Kona Babchenko hafði lýst því að maður hennar hefði verið skotinn í bakið þegar þau yfirgáfu íbúðina sína í Kænugarði, blaðamaðurinn hafði ekki sagt konu sinni að um setja ætti morðið á svið. „Ég bið konuna mína innilegrar afsökunar,“ segir Babchenko. Babchenko flúði frá Rússlandi í fyrra eftir að hafa fengið hótanir í kjölfar færslu sem hann setti á samfélagmiðla. Blaðamenn og aðrir sem gagnrýnt hafa rússnesk yfirvöld hafa á undanförnum árum verið myrtir í Kænugarði en morðin eru óupplýst.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sjá meira
Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10
Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05