Málgagn Kim í hart við CNN og Fox News Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. maí 2018 06:00 Kim Yong-chol hershöfðingi kom til Bandaríkjanna í gær. Vísir/getty Bandaríkjamenn áttuðu sig á að ekki væri hægt að reiða sig á hernaðarmátt og þvingunaraðgerðir til þess að ná fram kjarnorkuafvopnun í Norður-Kóreu. Þetta skrifar Ri Hak Nam í leiðara norðurkóreska ríkisdagblaðsins Rodong Sinmun. Blaðið er málgagn einræðisstjórnar Kim Jong-un. Sagði Ri það rangt, eins og Bandaríkjaforseti hefur haldið fram, að Norður-Kórea hafi beðið um leiðtogafundinn sem til stóð að fram færi í Singapúr þann 12. júní. Bandaríkjamenn hafi sjálfir beðið um hann. Ri gagnrýndi bandarísku miðlana Fox News, CBS og CNN fyrir að fá til sín bandaríska embættismenn sem héldu því fram að Bandaríkin myndu veita Norður-Kóreu þróunaraðstoð ef ríkið sýndi fram á kjarnorkuafvopnun. „Þetta er kjaftæði frá þessum vanhæfu fjölmiðlum á spena valdhafans.“ „Alþjóðasamfélagið veit að þær miklu breytingar í samskiptum ríkjanna voru Norður-Kóreu að þakka. Við höfum aldrei búist við þróunaraðstoð á móti. Bandarískir miðlar ættu að hætta að bulla,“ hélt Ri fram. Þrátt fyrir deilutón í leiðara málgagnsins halda Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn áfram að vinna að því að koma á leiðtogafundinum í Singapúr sem Trump aflýsti. Suðurkóreski miðillinn Chosun Ilbo greindi frá að sendinefndir ríkjanna hefðu hist í landamærabænum Panmunjom um helgina. Enn væri langt í land. „Bandaríkin eru á því að ekki sé hægt að tryggja öryggi einræðisstjórnarinnar eða létta á þvingunum fyrr en algerri kjarnorkuafvopnun hefur verið náð fram,“ sagði í frétt Chosun Ilbo. Kyodo News greindi hins vegar frá því að yfirvöld í Pjongjang væru ekki tilbúin að senda tuttugu kjarnorkusprengjur úr landi til að sýna að ríkið sé tilbúið að afvopnast varanlega, líkt og miðillinn segir Bandaríkin fara fram á. Ljóst er að nokkur vilji er fyrir því að viðræðurnar fari fram. Kim sendi einn helsta ráðgjafa sinn, hershöfðingjann Kim Yong-chol, til Bandaríkjanna til viðræðna við Bandaríkjastjórn. Trump sagði á Twitter að hann hefði sett saman „stórkostlegt lið“ til að ræða við Norður-Kóreu. Heimsókn hershöfðingjans bæri þess merki að Norður-Kórea væri að bregðast rétt við bréfinu sem Trump sendi fyrir helgi þar sem hann tilkynnti Kim að viðræðunum væri aflýst. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Bandarískir stjórnarerindrekar komnir til Norður-Kóreu til skrafs og ráðagerða Hópur bandarískra stjórnarerindreka flaug til Norður-Kóreu í morgun til að aðstoða við skipulagningu leiðtogafundar sem enn er óljóst hvort verður af. Til stóð að Trump Bandaríkjaforseti myndi þinga með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í Singapúr þann tólfta næsta mánaðar. 28. maí 2018 14:58 Kim Jong-un sagður staðráðinn í að láta verða af leiðtogafundinum Viðræður milli ríkjanna gætu verið hafnar á ný eftir að leiðtogi Norður-Kóreu lýsti yfir vonbrigðum með yfirlýsingu Bandaríkjaforseta þar sem hann aflýsti fundinum. 27. maí 2018 16:58 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Bandaríkjamenn áttuðu sig á að ekki væri hægt að reiða sig á hernaðarmátt og þvingunaraðgerðir til þess að ná fram kjarnorkuafvopnun í Norður-Kóreu. Þetta skrifar Ri Hak Nam í leiðara norðurkóreska ríkisdagblaðsins Rodong Sinmun. Blaðið er málgagn einræðisstjórnar Kim Jong-un. Sagði Ri það rangt, eins og Bandaríkjaforseti hefur haldið fram, að Norður-Kórea hafi beðið um leiðtogafundinn sem til stóð að fram færi í Singapúr þann 12. júní. Bandaríkjamenn hafi sjálfir beðið um hann. Ri gagnrýndi bandarísku miðlana Fox News, CBS og CNN fyrir að fá til sín bandaríska embættismenn sem héldu því fram að Bandaríkin myndu veita Norður-Kóreu þróunaraðstoð ef ríkið sýndi fram á kjarnorkuafvopnun. „Þetta er kjaftæði frá þessum vanhæfu fjölmiðlum á spena valdhafans.“ „Alþjóðasamfélagið veit að þær miklu breytingar í samskiptum ríkjanna voru Norður-Kóreu að þakka. Við höfum aldrei búist við þróunaraðstoð á móti. Bandarískir miðlar ættu að hætta að bulla,“ hélt Ri fram. Þrátt fyrir deilutón í leiðara málgagnsins halda Bandaríkjamenn og Norður-Kóreumenn áfram að vinna að því að koma á leiðtogafundinum í Singapúr sem Trump aflýsti. Suðurkóreski miðillinn Chosun Ilbo greindi frá að sendinefndir ríkjanna hefðu hist í landamærabænum Panmunjom um helgina. Enn væri langt í land. „Bandaríkin eru á því að ekki sé hægt að tryggja öryggi einræðisstjórnarinnar eða létta á þvingunum fyrr en algerri kjarnorkuafvopnun hefur verið náð fram,“ sagði í frétt Chosun Ilbo. Kyodo News greindi hins vegar frá því að yfirvöld í Pjongjang væru ekki tilbúin að senda tuttugu kjarnorkusprengjur úr landi til að sýna að ríkið sé tilbúið að afvopnast varanlega, líkt og miðillinn segir Bandaríkin fara fram á. Ljóst er að nokkur vilji er fyrir því að viðræðurnar fari fram. Kim sendi einn helsta ráðgjafa sinn, hershöfðingjann Kim Yong-chol, til Bandaríkjanna til viðræðna við Bandaríkjastjórn. Trump sagði á Twitter að hann hefði sett saman „stórkostlegt lið“ til að ræða við Norður-Kóreu. Heimsókn hershöfðingjans bæri þess merki að Norður-Kórea væri að bregðast rétt við bréfinu sem Trump sendi fyrir helgi þar sem hann tilkynnti Kim að viðræðunum væri aflýst.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Tengdar fréttir Bandarískir stjórnarerindrekar komnir til Norður-Kóreu til skrafs og ráðagerða Hópur bandarískra stjórnarerindreka flaug til Norður-Kóreu í morgun til að aðstoða við skipulagningu leiðtogafundar sem enn er óljóst hvort verður af. Til stóð að Trump Bandaríkjaforseti myndi þinga með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í Singapúr þann tólfta næsta mánaðar. 28. maí 2018 14:58 Kim Jong-un sagður staðráðinn í að láta verða af leiðtogafundinum Viðræður milli ríkjanna gætu verið hafnar á ný eftir að leiðtogi Norður-Kóreu lýsti yfir vonbrigðum með yfirlýsingu Bandaríkjaforseta þar sem hann aflýsti fundinum. 27. maí 2018 16:58 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Bandarískir stjórnarerindrekar komnir til Norður-Kóreu til skrafs og ráðagerða Hópur bandarískra stjórnarerindreka flaug til Norður-Kóreu í morgun til að aðstoða við skipulagningu leiðtogafundar sem enn er óljóst hvort verður af. Til stóð að Trump Bandaríkjaforseti myndi þinga með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, í Singapúr þann tólfta næsta mánaðar. 28. maí 2018 14:58
Kim Jong-un sagður staðráðinn í að láta verða af leiðtogafundinum Viðræður milli ríkjanna gætu verið hafnar á ný eftir að leiðtogi Norður-Kóreu lýsti yfir vonbrigðum með yfirlýsingu Bandaríkjaforseta þar sem hann aflýsti fundinum. 27. maí 2018 16:58