Eyðileggja skjöl um Gúlagið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júní 2018 09:30 Samkvæmt Medusa munu þessar aðgerðir hafa hrikalegar afleiðingar fyrir störf sagnfræðinga sem rannsaka hvað fram fór í Gúlaginu, umfang þess og afdrif fanga. Vísir/Getty Yfirvöld í Rússlandi fyrirskipuðu árið 2014 að eyðileggja skyldi skjöl sem tengdust sovéska Gúlaginu. Þetta kemur fram í bréfi sem Róman Rómanov, framkvæmdastjóri Gúlagsafnsins í Moskvu, sendi Vladímír Pútín forseta og Míkhaíl Fedotov, formanni mannréttindaráðs Rússlands. Lettnesk-rússneski miðillinn Medusa fjallaði um málið í gær og sagði að Sovétríkin hefðu geymt skjöl um skráningu fanga sem létu lífið í Gúlaginu en skjölunum hafi verið fargað ef fangar lifðu vistina af. Þeir fangar sem lifðu vistina af fengu svo sérstakt skírteini um vistina og meðal annars þau skírteini eru rússnesk yfirvöld nú sögð eyðileggja. Samkvæmt Medusa munu þessar aðgerðir hafa hrikalegar afleiðingar fyrir störf sagnfræðinga sem rannsaka hvað fram fór í Gúlaginu, umfang þess og afdrif fanga. Þá verði erfiðara fyrir Rússa að komast að því hvað varð um ættingja sína sem sendir voru í Gúlagið. Alexander Makejev, sem sér um skjalsafn Gúlagsafnsins, sagði við Interfax í gær að hann hefði uppgötvað hina leynilegu skipun og komst einnig að því að nú þegar hefði slíkum skjölum verið eytt í Magadan-héraði, þar sem einar stærstu fangabúðir Sovétríkjanna voru. Fedotov sagði í viðtali við Kommersant að hann myndi rannsaka málið sérstaklega. „Þetta er grundvallaratriði. Við erum að tala um sögufölsun. Þegar skjölin eru til staðar er nær ómögulegt að falsa þau en þegar engin skjöl eru til staðar er hægt að segja hvað sem maður vill,“ sagði Fedotov. Vladímír Sjírínovskí, formaður þjóðernishyggjuflokksins Frjálslyndra demókrata, gagnrýndi aðgerðirnar í gær og sagði að upplýsingar sem þessar ætti að opinbera, þeim ætti ekki að eyða. Rússar ættu að vita sannleikann um fortíð ríkisins. – þea Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Yfirvöld í Rússlandi fyrirskipuðu árið 2014 að eyðileggja skyldi skjöl sem tengdust sovéska Gúlaginu. Þetta kemur fram í bréfi sem Róman Rómanov, framkvæmdastjóri Gúlagsafnsins í Moskvu, sendi Vladímír Pútín forseta og Míkhaíl Fedotov, formanni mannréttindaráðs Rússlands. Lettnesk-rússneski miðillinn Medusa fjallaði um málið í gær og sagði að Sovétríkin hefðu geymt skjöl um skráningu fanga sem létu lífið í Gúlaginu en skjölunum hafi verið fargað ef fangar lifðu vistina af. Þeir fangar sem lifðu vistina af fengu svo sérstakt skírteini um vistina og meðal annars þau skírteini eru rússnesk yfirvöld nú sögð eyðileggja. Samkvæmt Medusa munu þessar aðgerðir hafa hrikalegar afleiðingar fyrir störf sagnfræðinga sem rannsaka hvað fram fór í Gúlaginu, umfang þess og afdrif fanga. Þá verði erfiðara fyrir Rússa að komast að því hvað varð um ættingja sína sem sendir voru í Gúlagið. Alexander Makejev, sem sér um skjalsafn Gúlagsafnsins, sagði við Interfax í gær að hann hefði uppgötvað hina leynilegu skipun og komst einnig að því að nú þegar hefði slíkum skjölum verið eytt í Magadan-héraði, þar sem einar stærstu fangabúðir Sovétríkjanna voru. Fedotov sagði í viðtali við Kommersant að hann myndi rannsaka málið sérstaklega. „Þetta er grundvallaratriði. Við erum að tala um sögufölsun. Þegar skjölin eru til staðar er nær ómögulegt að falsa þau en þegar engin skjöl eru til staðar er hægt að segja hvað sem maður vill,“ sagði Fedotov. Vladímír Sjírínovskí, formaður þjóðernishyggjuflokksins Frjálslyndra demókrata, gagnrýndi aðgerðirnar í gær og sagði að upplýsingar sem þessar ætti að opinbera, þeim ætti ekki að eyða. Rússar ættu að vita sannleikann um fortíð ríkisins. – þea
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira