Finnst fínt að rétta kyndilinn til annara Benedikt Bóas skrifar 8. júní 2018 06:00 Valli var hress og kátur í veislunni í gær. Eðlilega. Það er alltaf gaman að eiga afmæli, hvað þá stórafmæli. Vísir/Sigtryggur „Næstu 50 árin verða ekki síður fjölbreytt og jafnvel fjölbreyttari þó hlutverk manns breytist. Trúlega fer ég meira að leiðbeina en að gera – eins fjölskyldulega séð, en ég verð afi í desember,“ segir Valgeir Magnússon, sem landsmenn þekkja undir nafninu Valli Sport eða Valli Pipar. Valli fagnaði 50 ára afmæli sínu á föstudaginn fyrir viku og bauð til sín sínu nánasta fólki og fjölskyldu. Alls mættu 50 manns til hans. En ekki hvað. Í gær var svo slegið upp veislu á auglýsingastofunni Pipar/TBWA þar sem Valli er stjórnarformaður. Þar voru vinnufélagar hans mættir en þeir eru um 100 þar sem Valli er með puttana í Ghostlamp og Nordic Angling auk Pipars/TBWA. „Venjulegur dagur hljómar þannig að ég vakna snemma og hleypi hundunum út og passa að hvolpurinn sé ekki búinn að gera þarfir sínar innandyra. Svo fer ég yfir helstu fréttir og er yfirleitt mættur í vinnu um átta.“„Þá liggja fyrir verkefni dagsins, hvort sem það eru fundir, að skrifa texta í auglýsingu, sjá um hlutafjárútboð, semja við skrifstofu í Dúbaí eða kenna einhverjum í Los Angeles hvernig á að nota áhrifavalda í auglýsingum.“ „Ég lifi fjölbreyttu lífi. Ég get fengið símtal frá tónlistarmanni sem vantar texta við lag og þá sest ég inn á kaffihús og skrifa texta, svo er ég að klára mína þriðju skáldsögu. Ef ég þarf að ná jarðtengingu fer ég á kajak og sigli seglskútu eða smíða eitthvað. Fer jafnvel til Hríseyjar þar sem við eigum hús og erum að koma af stað eggjabúi.“ Valli hætti sem framkvæmdastjóri hjá Pipar fyrir um 18 mánuðum og rétti Guð- mundi Pálssyni kyndilinn. „Ég held að það sé mikilvægt að geta fundið fólk sem getur gert hluti betur en maður sjálfur. Hæfileikarnir til að fara af stað eru ekkert endilega þeir hæfileikar sem þarf þegar það þarf að halda sjó. Ég held að ég sé góður að rétta kyndilinn áfram og breytast í leiðbeinanda frekar en stjórnanda.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Sjá meira
„Næstu 50 árin verða ekki síður fjölbreytt og jafnvel fjölbreyttari þó hlutverk manns breytist. Trúlega fer ég meira að leiðbeina en að gera – eins fjölskyldulega séð, en ég verð afi í desember,“ segir Valgeir Magnússon, sem landsmenn þekkja undir nafninu Valli Sport eða Valli Pipar. Valli fagnaði 50 ára afmæli sínu á föstudaginn fyrir viku og bauð til sín sínu nánasta fólki og fjölskyldu. Alls mættu 50 manns til hans. En ekki hvað. Í gær var svo slegið upp veislu á auglýsingastofunni Pipar/TBWA þar sem Valli er stjórnarformaður. Þar voru vinnufélagar hans mættir en þeir eru um 100 þar sem Valli er með puttana í Ghostlamp og Nordic Angling auk Pipars/TBWA. „Venjulegur dagur hljómar þannig að ég vakna snemma og hleypi hundunum út og passa að hvolpurinn sé ekki búinn að gera þarfir sínar innandyra. Svo fer ég yfir helstu fréttir og er yfirleitt mættur í vinnu um átta.“„Þá liggja fyrir verkefni dagsins, hvort sem það eru fundir, að skrifa texta í auglýsingu, sjá um hlutafjárútboð, semja við skrifstofu í Dúbaí eða kenna einhverjum í Los Angeles hvernig á að nota áhrifavalda í auglýsingum.“ „Ég lifi fjölbreyttu lífi. Ég get fengið símtal frá tónlistarmanni sem vantar texta við lag og þá sest ég inn á kaffihús og skrifa texta, svo er ég að klára mína þriðju skáldsögu. Ef ég þarf að ná jarðtengingu fer ég á kajak og sigli seglskútu eða smíða eitthvað. Fer jafnvel til Hríseyjar þar sem við eigum hús og erum að koma af stað eggjabúi.“ Valli hætti sem framkvæmdastjóri hjá Pipar fyrir um 18 mánuðum og rétti Guð- mundi Pálssyni kyndilinn. „Ég held að það sé mikilvægt að geta fundið fólk sem getur gert hluti betur en maður sjálfur. Hæfileikarnir til að fara af stað eru ekkert endilega þeir hæfileikar sem þarf þegar það þarf að halda sjó. Ég held að ég sé góður að rétta kyndilinn áfram og breytast í leiðbeinanda frekar en stjórnanda.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Sjá meira