Gummi Gumm: Ég er algjörlega kominn í gírinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. júní 2018 14:46 Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Litháen á föstudaginn í fyrri leik liðsins í umspili um sæti á HM 2019 sem fram fer í Danmörku og Þýskalandi á næsta ári. Seinni leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni 13. júní en sigurvegarinn fær farseðilinn á næsta stórmót.Guðmundur Guðmundsson valdi í dag 16 manna hóp sem ferðast út á fimmtudaginn og spilar fyrri leikinn en hann valdi upphaflega 30 til æfinga í síðasta mánuði. Litháen er ekki risi í bransanum en þeir sem að þekkja Guðmund Guðmundsson vita að hann virðir mótherjann meira en nokkur annar maður og það verður ekkert gefið eftir í þessu einvígi. „Þetta er ekkert þekktasta landslið heims en við erum búnir að skoða þá vel og við sjáum að þeir eru með mjög frambærilegt lið. Verkefnið er mjög mikilvægt því við viljum komast inn á næsta HM í Danmörku í Þýskalandi,“ segir Guðmundur.Hópurinn sem Guðmundur valdi.mynd/hsíMikilvægir leikir „Við vitum að við þurfum að spila mjög vel. Þetta er erfiður útivöllur. Litháar hafa spilað vel á heimavelli, til dæmis á móti Noregi og Frakklandi og eru því með sjálfstraust.“ Guðmundur hefur sagt oft eftir að hann tók við liðinu að það taki um þrjú ár að koma þessu „nýja“ liði upp í hæstu hæðir og því hlýtur að vera rosalega mikilvægt að missa ekki út stórmót í þeirri þróun. „Þetta er mjög mikilvægt. Við erum á tímamótum sem lið því það er svo gríðarleg endurnýjun í liðinu. Þarna eru að stíga sín fyrstu skref ungir leikmenn og aðrir sem hafa ekki spilað með landsliðinu í nokkur ár. Þetta er verkefni sem við þurfum að leysa. Það er spennandi en líka krefjandi,“ segir Guðmundur. „Við áttum okkur á því að við þurfum að hafa fyrir sigri í hverjum einasta leik. Það er ekkert gefið fyrirfram í þessu.“Gummi Gumm er kominn í gírinnvísirÍ gírnum næstu vikuna Landsliðsþjálfarinn hefur ekki getað hætt að brosa eftir að hann tók við liðinu í þriðja sinn fyrr á árinu en hann meðal annars virkilega ánægður með frammistöðu strákanna á æfingamótinu í Noregi í mars. Nú eru aftur á móti gríðarlega mikilvægir leikir framundan og þá er það bara harkan sex. „Ég er bara kominn algjörlega í gírinn og einbeitingin er 100 prósent á þetta verkefni. Ég er vanur því að vilja brosa eftir leikina,“ segir Guðmundur og brosir breitt. „Ég nýt þess að starfa með leikmönnunum og liðinu. Æfingarnar í síðustu viku voru algjörlega stórkostlegar þannig vonandi skilar það sér bara inn í leikina. Ég er kominn í minn einbeitingargír og mun halda honum fram yfir síðari leikinnm,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 6. júní 2018 13:47 Enginn Íslandsmeistari í landsliðshópi Guðmundar Eyjamenn unnu þrefalt í handboltanum vetur og fóru alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppninni en enginn leikmaður liðsins er samt í A-landsliðinu sem er að fara að mæta Litháen í umspilsleikjum um sæti á HM 2019. 6. júní 2018 13:56 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Litháen á föstudaginn í fyrri leik liðsins í umspili um sæti á HM 2019 sem fram fer í Danmörku og Þýskalandi á næsta ári. Seinni leikurinn fer fram í Laugardalshöllinni 13. júní en sigurvegarinn fær farseðilinn á næsta stórmót.Guðmundur Guðmundsson valdi í dag 16 manna hóp sem ferðast út á fimmtudaginn og spilar fyrri leikinn en hann valdi upphaflega 30 til æfinga í síðasta mánuði. Litháen er ekki risi í bransanum en þeir sem að þekkja Guðmund Guðmundsson vita að hann virðir mótherjann meira en nokkur annar maður og það verður ekkert gefið eftir í þessu einvígi. „Þetta er ekkert þekktasta landslið heims en við erum búnir að skoða þá vel og við sjáum að þeir eru með mjög frambærilegt lið. Verkefnið er mjög mikilvægt því við viljum komast inn á næsta HM í Danmörku í Þýskalandi,“ segir Guðmundur.Hópurinn sem Guðmundur valdi.mynd/hsíMikilvægir leikir „Við vitum að við þurfum að spila mjög vel. Þetta er erfiður útivöllur. Litháar hafa spilað vel á heimavelli, til dæmis á móti Noregi og Frakklandi og eru því með sjálfstraust.“ Guðmundur hefur sagt oft eftir að hann tók við liðinu að það taki um þrjú ár að koma þessu „nýja“ liði upp í hæstu hæðir og því hlýtur að vera rosalega mikilvægt að missa ekki út stórmót í þeirri þróun. „Þetta er mjög mikilvægt. Við erum á tímamótum sem lið því það er svo gríðarleg endurnýjun í liðinu. Þarna eru að stíga sín fyrstu skref ungir leikmenn og aðrir sem hafa ekki spilað með landsliðinu í nokkur ár. Þetta er verkefni sem við þurfum að leysa. Það er spennandi en líka krefjandi,“ segir Guðmundur. „Við áttum okkur á því að við þurfum að hafa fyrir sigri í hverjum einasta leik. Það er ekkert gefið fyrirfram í þessu.“Gummi Gumm er kominn í gírinnvísirÍ gírnum næstu vikuna Landsliðsþjálfarinn hefur ekki getað hætt að brosa eftir að hann tók við liðinu í þriðja sinn fyrr á árinu en hann meðal annars virkilega ánægður með frammistöðu strákanna á æfingamótinu í Noregi í mars. Nú eru aftur á móti gríðarlega mikilvægir leikir framundan og þá er það bara harkan sex. „Ég er bara kominn algjörlega í gírinn og einbeitingin er 100 prósent á þetta verkefni. Ég er vanur því að vilja brosa eftir leikina,“ segir Guðmundur og brosir breitt. „Ég nýt þess að starfa með leikmönnunum og liðinu. Æfingarnar í síðustu viku voru algjörlega stórkostlegar þannig vonandi skilar það sér bara inn í leikina. Ég er kominn í minn einbeitingargír og mun halda honum fram yfir síðari leikinnm,“ segir Guðmundur Guðmundsson. Allt viðtalið má sjá hér að ofan.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 6. júní 2018 13:47 Enginn Íslandsmeistari í landsliðshópi Guðmundar Eyjamenn unnu þrefalt í handboltanum vetur og fóru alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppninni en enginn leikmaður liðsins er samt í A-landsliðinu sem er að fara að mæta Litháen í umspilsleikjum um sæti á HM 2019. 6. júní 2018 13:56 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Guðmundur búinn að velja þá sem fara með til Litháen: Aron ekki með Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sextán manna leikmannahóp sinn fyrir umspilsleiki á móti Litháen en í boði er sæti á HM í Danmörku og Þýskalandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 6. júní 2018 13:47
Enginn Íslandsmeistari í landsliðshópi Guðmundar Eyjamenn unnu þrefalt í handboltanum vetur og fóru alla leið í undanúrslitin í Evrópukeppninni en enginn leikmaður liðsins er samt í A-landsliðinu sem er að fara að mæta Litháen í umspilsleikjum um sæti á HM 2019. 6. júní 2018 13:56