Lars: Sérstakt að koma hingað aftur Hjörvar Ólafsson skrifar 1. júní 2018 07:30 Lars á blaðamananfundinum í gær. fréttablaðið/ Lars Lagerbäck er mættur hingað til lands með lærisveina sína hjá norska karlalandsliðinu í knattspyrnu, en Noregur mætir Íslandi í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem hann er andstæðingur íslenska liðsins síðan hann hætti störfum hjá liðinu eftir Evrópumótið árið 2016. Lars rifjaði upp gamla tíma frá Íslandi þegar hann ræddi við blaðamenn á blaðamannafundi fyrir æfingu norska liðsins í gær. „Það er vissulega sérstakt að koma hingað aftur eftir góða tíma hér. Ég þekki alla leikmenn hins liðsins, þjálfarateymi andstæðingsins og þá sem vinna í kringum liðið afar vel og það gefur þessum leik sérstakan blæ. Ísland mun ávallt eiga stað í mínu hjarta, en nú er ég hér sem þjálfari Noregs og verð að sýna fagmennsku í því starfi." „Ég mun reyna að hitta á Heimi utan þéttrar dagskrár hjá okkur báðum, en annars verður þetta bara hefðbundinn undirbúningur. Við Heimir erum reglulega í sambandi, en það fer hins vegar eftir því hversu mikið er að gera hjá hvorum um sig hversu títt við ræðum saman og svo hve lengi við spjöllum saman,“ sagði Lars. „Mér eru minnisstæðastir leikirnir tveir gegn Hollandi í undankeppni EM 2016 þar sem við unnum hollenska liðið einkar sannfærandi í báðum leikjunum, án þess að þeir næðu skapa mörg teljandi færi. Svo kemur leikurinn gegn Englandi í 16 liða úrslitum á EM að sjálfsögðu fljótt upp í hugann þegar ég er beðinn um að rifja upp tíma minn við stjórnvölinn hjá Íslandi, en ég held að það sé besti leikur íslenska liðsins undir minni stjórn Ég hef aldrei tapað fyrir Englandi á þjálfaraferli mínum og mér þykir vænt um þá staðreynd,“ sagði Lars. „Ég tel að íslenska liðið eigi ágætis möguleika á HM í sumar, en það verður að hafa það í huga að liðið er í erfiðum riðli og því verður að gera raunhæfar væntingar til þess. Þó svo að liðið mæti til leiks sem minni spámaður þá myndi ég aldrei afskrifa það að það nái góðum árangri." „Það er lykilatriði fyrir liðið að Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson verði komnir í gott form þegar á mótið kemur. Það veikir liðið vissulega að Kolbeinn Sigþórsson sé meiddur, en liðið sýndi það hins vegar í undankeppninni að liðið getur vel plumað sig án hans. Ég ætla ekki að fara til Rússlands og vera á meðal áhorfenda á HM, mun þess í stað horfa á leikina í sjónvarpi. Þannig næ að horfa á fleiri leiki en ég gæti ef ég væri á svæðinu,“ sagði Lars. Leikurinn á morgun er næst síðasti leikur íslenska liðsins fyrir fyrsta leik liðsins í lokakeppni HM, en liðið mætir Gana, einnig á Laugardalsvelli, á fimmtudaginn í lokaleik sínum fyrir leikinn gegn Argentínu sem fram fer í Moskvu 16. júní." Það verður sérstök stund að sjá Lars ganga inn á Laugardalsvöllinn og setjast í varamannaskýli andstæðinganna og segja andstæðingum íslenska liðsins fyrir verkum. Þegar á hólminn verður komið mun hins vegar athyglin beinast að leikmönnum liðanna sem vonandi sýna góða frammistöðu inni á vellinum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Lars Lagerbäck er mættur hingað til lands með lærisveina sína hjá norska karlalandsliðinu í knattspyrnu, en Noregur mætir Íslandi í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum á morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem hann er andstæðingur íslenska liðsins síðan hann hætti störfum hjá liðinu eftir Evrópumótið árið 2016. Lars rifjaði upp gamla tíma frá Íslandi þegar hann ræddi við blaðamenn á blaðamannafundi fyrir æfingu norska liðsins í gær. „Það er vissulega sérstakt að koma hingað aftur eftir góða tíma hér. Ég þekki alla leikmenn hins liðsins, þjálfarateymi andstæðingsins og þá sem vinna í kringum liðið afar vel og það gefur þessum leik sérstakan blæ. Ísland mun ávallt eiga stað í mínu hjarta, en nú er ég hér sem þjálfari Noregs og verð að sýna fagmennsku í því starfi." „Ég mun reyna að hitta á Heimi utan þéttrar dagskrár hjá okkur báðum, en annars verður þetta bara hefðbundinn undirbúningur. Við Heimir erum reglulega í sambandi, en það fer hins vegar eftir því hversu mikið er að gera hjá hvorum um sig hversu títt við ræðum saman og svo hve lengi við spjöllum saman,“ sagði Lars. „Mér eru minnisstæðastir leikirnir tveir gegn Hollandi í undankeppni EM 2016 þar sem við unnum hollenska liðið einkar sannfærandi í báðum leikjunum, án þess að þeir næðu skapa mörg teljandi færi. Svo kemur leikurinn gegn Englandi í 16 liða úrslitum á EM að sjálfsögðu fljótt upp í hugann þegar ég er beðinn um að rifja upp tíma minn við stjórnvölinn hjá Íslandi, en ég held að það sé besti leikur íslenska liðsins undir minni stjórn Ég hef aldrei tapað fyrir Englandi á þjálfaraferli mínum og mér þykir vænt um þá staðreynd,“ sagði Lars. „Ég tel að íslenska liðið eigi ágætis möguleika á HM í sumar, en það verður að hafa það í huga að liðið er í erfiðum riðli og því verður að gera raunhæfar væntingar til þess. Þó svo að liðið mæti til leiks sem minni spámaður þá myndi ég aldrei afskrifa það að það nái góðum árangri." „Það er lykilatriði fyrir liðið að Aron Einar Gunnarsson og Gylfi Þór Sigurðsson verði komnir í gott form þegar á mótið kemur. Það veikir liðið vissulega að Kolbeinn Sigþórsson sé meiddur, en liðið sýndi það hins vegar í undankeppninni að liðið getur vel plumað sig án hans. Ég ætla ekki að fara til Rússlands og vera á meðal áhorfenda á HM, mun þess í stað horfa á leikina í sjónvarpi. Þannig næ að horfa á fleiri leiki en ég gæti ef ég væri á svæðinu,“ sagði Lars. Leikurinn á morgun er næst síðasti leikur íslenska liðsins fyrir fyrsta leik liðsins í lokakeppni HM, en liðið mætir Gana, einnig á Laugardalsvelli, á fimmtudaginn í lokaleik sínum fyrir leikinn gegn Argentínu sem fram fer í Moskvu 16. júní." Það verður sérstök stund að sjá Lars ganga inn á Laugardalsvöllinn og setjast í varamannaskýli andstæðinganna og segja andstæðingum íslenska liðsins fyrir verkum. Þegar á hólminn verður komið mun hins vegar athyglin beinast að leikmönnum liðanna sem vonandi sýna góða frammistöðu inni á vellinum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira