Opnunin í Skjálfandafljóti lofar góðu Karl Lúðvíksson skrifar 19. júní 2018 11:34 Þeir eru vænir laxarnir í Skjálfandafljóti. Mynd: Iceland Outfitters Skjálfandafljót opnaði fyrir veiðimönnum í gær og það er óhætt að segja að byrjunin þar lofi góðu. Skjálfandafljót þykir vera eitt af mest spennandi veiðisvæðum norðan heiða enda umhverfið við veiðistaðina ægifagurt og áin krefjandi eftir því. Það er mjög sterkur stofn í ánni og uppistaðan í veiðinni er vænn tveggja ára lax. "Það komu 9 laxar á land í gær, gæti verið meira en við vorum ekki búin að fá fréttir frá seinnipartinum í Barnafelli, það komu 2 laxar í Barnafelli fh og 7 laxar á Austurbakka efri í gær, Opnunin lofar mjög góðu og verður spennandi að fylgjast með næstu daga" sagði Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters í samtali við Veiðivísi. Mest er veitt á tvíhendur og túpur en það er þó oft vel hægt að veiða á minni flugur og hitch hefur oft gefið laxa. Það er þó mælt með að nota sterkar stangir því það er ekkert spaug að eiga við væna laxa í straumþungum hyl í þessari mögnuðu á. Mest lesið Bleikjan mætt í þjóðgarðinn Veiði Góðar fréttir af sjóbirtingsslóðum Veiði Náði 16 punda nýgengnum hæng í fyrstu Blönduferðinni Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði Ágætis veiðitímabil á enda Veiði Gæsaveiðin er hafin Veiði Nú er tíminn fyrir smáflugurnar í laxveiðinni Veiði Mögnuð opnun í Litluá Veiði Kroppa upp bleikju í Vífilstaðavatni Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði
Skjálfandafljót opnaði fyrir veiðimönnum í gær og það er óhætt að segja að byrjunin þar lofi góðu. Skjálfandafljót þykir vera eitt af mest spennandi veiðisvæðum norðan heiða enda umhverfið við veiðistaðina ægifagurt og áin krefjandi eftir því. Það er mjög sterkur stofn í ánni og uppistaðan í veiðinni er vænn tveggja ára lax. "Það komu 9 laxar á land í gær, gæti verið meira en við vorum ekki búin að fá fréttir frá seinnipartinum í Barnafelli, það komu 2 laxar í Barnafelli fh og 7 laxar á Austurbakka efri í gær, Opnunin lofar mjög góðu og verður spennandi að fylgjast með næstu daga" sagði Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters í samtali við Veiðivísi. Mest er veitt á tvíhendur og túpur en það er þó oft vel hægt að veiða á minni flugur og hitch hefur oft gefið laxa. Það er þó mælt með að nota sterkar stangir því það er ekkert spaug að eiga við væna laxa í straumþungum hyl í þessari mögnuðu á.
Mest lesið Bleikjan mætt í þjóðgarðinn Veiði Góðar fréttir af sjóbirtingsslóðum Veiði Náði 16 punda nýgengnum hæng í fyrstu Blönduferðinni Veiði Flundra í Skorradalsvatni Veiði Ágætis veiðitímabil á enda Veiði Gæsaveiðin er hafin Veiði Nú er tíminn fyrir smáflugurnar í laxveiðinni Veiði Mögnuð opnun í Litluá Veiði Kroppa upp bleikju í Vífilstaðavatni Veiði Lokatölur úr flestum ánum komnar í hús Veiði