Skjávarpavesen ástæðan fyrir fýlu Heimis Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 18. júní 2018 09:30 Heimir hefur verið í banastuði þegar íslenskir blaðamenn hafa hitt á hann hér ytra. Hér þakkar hann stuðninginn í leikslok í Moskvu. Vísir/Vilhelm Það vakti athygli á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn gegn Argentínu að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari talaði um að hann hefði farið í fýlu daginn á undan. Heimir kom inn á þetta í síðustu spurningunni á fundinum þar sem hann var spurður hvernig gengi að halda einbeitingunni á stóra sviðinu í Rússlandi. Heimir svaraði því þannig að undirbúningurinn hefði staðið það lengi yfir og það væri nógu margt fólk í kringum teymið sem vissi út í hvað liðið væri að fara. „Það eru engar reddingar á síðustu stundu. Það er allt mjög vel skipulagt,“ sagði Heimir og hrósaði þjálfarateyminu, sjúkraþjálfurunum, njósnurum og stuðningsnetinu allt í kring. „Ég fór í smá fýlu í gær en það voru menn sem pikkuðu mig upp og hristu mig,“ sagði Heimir til marks um hvernig menn stæðu saman. Allir íslensku blaðamennirnir veltu fyrir sér af hverju hvað hefði gerst og Sindri Sverrisson, blaðamaður á Morgunblaðinu, spurði Heimi út í það í gær. „Þegar spennan er að byggjast upp þá eru það oft litlir hlutir sem verða til þess að pirra mann. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé allt á hreinu og allt undirbúið. Það var einhver skjávarpi sem klikkaði, og mér fannst það ekki vera viðeigandi í aðdraganda leiks á HM að landsliðið væri með bilaðan skjávarpa,“ sagði Heimir en vildi ekki kenna neinum um skjávarpavesenið. „Þetta var ekkert vandamál eftir á, en þráðurinn er stuttur þegar það er mikið undir.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira
Það vakti athygli á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn gegn Argentínu að Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari talaði um að hann hefði farið í fýlu daginn á undan. Heimir kom inn á þetta í síðustu spurningunni á fundinum þar sem hann var spurður hvernig gengi að halda einbeitingunni á stóra sviðinu í Rússlandi. Heimir svaraði því þannig að undirbúningurinn hefði staðið það lengi yfir og það væri nógu margt fólk í kringum teymið sem vissi út í hvað liðið væri að fara. „Það eru engar reddingar á síðustu stundu. Það er allt mjög vel skipulagt,“ sagði Heimir og hrósaði þjálfarateyminu, sjúkraþjálfurunum, njósnurum og stuðningsnetinu allt í kring. „Ég fór í smá fýlu í gær en það voru menn sem pikkuðu mig upp og hristu mig,“ sagði Heimir til marks um hvernig menn stæðu saman. Allir íslensku blaðamennirnir veltu fyrir sér af hverju hvað hefði gerst og Sindri Sverrisson, blaðamaður á Morgunblaðinu, spurði Heimi út í það í gær. „Þegar spennan er að byggjast upp þá eru það oft litlir hlutir sem verða til þess að pirra mann. Þess vegna er svo mikilvægt að það sé allt á hreinu og allt undirbúið. Það var einhver skjávarpi sem klikkaði, og mér fannst það ekki vera viðeigandi í aðdraganda leiks á HM að landsliðið væri með bilaðan skjávarpa,“ sagði Heimir en vildi ekki kenna neinum um skjávarpavesenið. „Þetta var ekkert vandamál eftir á, en þráðurinn er stuttur þegar það er mikið undir.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Sjá meira