Helgi: Ekkert í leik Argentínu sem kom á óvart Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júní 2018 16:14 Helgi og Heimir einbeittir fyrir leik í dag Vísir/getty Ísland náði í stig í fyrsta leik sínum á HM þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Argentínu. Helgi Kolviðsson, aðstorðarlandsliðsþjálfari, sagði ekkert í leik Argentínumanna koma á óvart. Starfslið landsliðsins er búið að liggja yfir myndböndum af Argentínumönnum og voru undirbúnir undir allt sem gerðist í leiknum. „Við erum búnir að hræra í þessu alla daga og það var ekkert sem kom okkur á óvart. Við vorum vel undirbúnir og getum sýnt strákunum mikið sem þeir [Argentínumenn] reyndu að gera en gátu ekki gert í leiknum en hafa gert undanfarið,“ sagði Helgi í viðtali við Tómas Þór Þórðarson úti í Moskvu. „Bara í gær vorum við að skoða trikk frá Messi fyrir utan teiginn, við sýndum strákunum það í morgun og náðum að setja Alfreð á það. Allur þessi undirbúningur gekk upp.“ En hvernig er stemmingin í klefanum eftir þessi frábæru úrslit? „Það eru bara rólegheit og menn eru yfirvegaðir. Frábært að ná þessum árangri en við erum meðvitaðir um það að þetta er bara fyrsti leikurinn.“ „Menn eru gjörsamlega búnir á því eftir leikinn og reyna að ná sér.“ Strákarnir voru mjög jarðbundnir eftir leikinn og rólegir í fögnuði sínum með íslensku stuðningsmönnunum. Helgi sagði það þó ekki vera eitthvað sem þjálfarateymið hafi lagt upp með. „Við erum búnir að leggja gríðarlega vinnu í þetta og vissum að þetta yrði erfitt. Við vorum ekkert að hlaupa húllum hæ, náðum í stig á HM í fyrsta leik sem er frábært en núna þarf bara að einbeita sér að næsta leik.“ Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur af velli í seinni hálfleik eftir að hafa fallið til jarðar einn og óáreittur. Það veit oft ekki á gott ef menn meiðast án þess að lenda í samstuði en Helgi gat ekki sagt til um alvarleika meiðslanna að svo stöddu. „Hann stífnaði upp ekki í neinni tæklingu svo við þurfum aðeins að skoða þetta. Kemur í ljós eftir tvo daga hvort þetta sé eitthvað sem hafi bara stífnað upp eða eitthvað meira. Við vonum það besta,“ sagði Helgi en Heimir Hallgrímsson staðfesti á blaðamannafundi eftir leikinn að Jóhann væri tognaður í kálfa. Ísland mætir Nígeríu í öðrum leik sínum þann 22. júní. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes spurði argentínskan blaðamann hvort hann væri frændi Cristiano Ronaldo Ég vann mikla heimavinnu, sagði Hannes um vítaspyrnuna sem allir eru að tala um. 16. júní 2018 15:33 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03 Alfreð: Augnablikið var draumi líkast Alfreð Finnbogason var að vonum ánægður eftir jafntefli Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM en Alfreð skoraði mark Íslendinga í leiknum. 16. júní 2018 15:17 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Sjá meira
Ísland náði í stig í fyrsta leik sínum á HM þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Argentínu. Helgi Kolviðsson, aðstorðarlandsliðsþjálfari, sagði ekkert í leik Argentínumanna koma á óvart. Starfslið landsliðsins er búið að liggja yfir myndböndum af Argentínumönnum og voru undirbúnir undir allt sem gerðist í leiknum. „Við erum búnir að hræra í þessu alla daga og það var ekkert sem kom okkur á óvart. Við vorum vel undirbúnir og getum sýnt strákunum mikið sem þeir [Argentínumenn] reyndu að gera en gátu ekki gert í leiknum en hafa gert undanfarið,“ sagði Helgi í viðtali við Tómas Þór Þórðarson úti í Moskvu. „Bara í gær vorum við að skoða trikk frá Messi fyrir utan teiginn, við sýndum strákunum það í morgun og náðum að setja Alfreð á það. Allur þessi undirbúningur gekk upp.“ En hvernig er stemmingin í klefanum eftir þessi frábæru úrslit? „Það eru bara rólegheit og menn eru yfirvegaðir. Frábært að ná þessum árangri en við erum meðvitaðir um það að þetta er bara fyrsti leikurinn.“ „Menn eru gjörsamlega búnir á því eftir leikinn og reyna að ná sér.“ Strákarnir voru mjög jarðbundnir eftir leikinn og rólegir í fögnuði sínum með íslensku stuðningsmönnunum. Helgi sagði það þó ekki vera eitthvað sem þjálfarateymið hafi lagt upp með. „Við erum búnir að leggja gríðarlega vinnu í þetta og vissum að þetta yrði erfitt. Við vorum ekkert að hlaupa húllum hæ, náðum í stig á HM í fyrsta leik sem er frábært en núna þarf bara að einbeita sér að næsta leik.“ Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur af velli í seinni hálfleik eftir að hafa fallið til jarðar einn og óáreittur. Það veit oft ekki á gott ef menn meiðast án þess að lenda í samstuði en Helgi gat ekki sagt til um alvarleika meiðslanna að svo stöddu. „Hann stífnaði upp ekki í neinni tæklingu svo við þurfum aðeins að skoða þetta. Kemur í ljós eftir tvo daga hvort þetta sé eitthvað sem hafi bara stífnað upp eða eitthvað meira. Við vonum það besta,“ sagði Helgi en Heimir Hallgrímsson staðfesti á blaðamannafundi eftir leikinn að Jóhann væri tognaður í kálfa. Ísland mætir Nígeríu í öðrum leik sínum þann 22. júní.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes spurði argentínskan blaðamann hvort hann væri frændi Cristiano Ronaldo Ég vann mikla heimavinnu, sagði Hannes um vítaspyrnuna sem allir eru að tala um. 16. júní 2018 15:33 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03 Alfreð: Augnablikið var draumi líkast Alfreð Finnbogason var að vonum ánægður eftir jafntefli Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM en Alfreð skoraði mark Íslendinga í leiknum. 16. júní 2018 15:17 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Fleiri fréttir Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Sjá meira
Hannes spurði argentínskan blaðamann hvort hann væri frændi Cristiano Ronaldo Ég vann mikla heimavinnu, sagði Hannes um vítaspyrnuna sem allir eru að tala um. 16. júní 2018 15:33
Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00
Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03
Alfreð: Augnablikið var draumi líkast Alfreð Finnbogason var að vonum ánægður eftir jafntefli Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM en Alfreð skoraði mark Íslendinga í leiknum. 16. júní 2018 15:17
Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn