Glæsileg byrjun hjá Ólafíu Þórunni Ísak Jasonarson skrifar 14. júní 2018 21:00 Ólafía og kylfusveinn hennar Ragnar Már Garðarsson á æfingahring á Opna bandaríska risamótinu á dögunum. vísir/friðrik Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á Mejer Classic mótinu á þremur höggum undir pari og er nálægt toppbaráttunni. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni og eru flestir af bestu kylfingum heims meðal keppenda. Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig í dag og hafði hægt um sig til að byrja með. Eftir sex holur var hún á höggi yfir pari en þá tók við frábær kafli þar sem hún lék næstu sex holur á þremur höggum undir pari. Ólafía var svo á höggi undir pari áður en hún fékk frábæran örn á næst síðustu holu dagsins og endaði hringinn á þremur höggum undir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 21. sæti, einungis fimm höggum á eftir efstu kylfingum. Hún hefur verið nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn í síðustu mótum en á morgun komast um 70 efstu kylfingarnir áfram. Miðað við spilamennsku hennar í dag verður að teljast líklegt að hún komist áfram. Kelly Shon og So Yeon Ryu fóru best af stað í mótinu en þær eru jafnar í forystu á 8 höggum undir pari. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á Mejer Classic mótinu á þremur höggum undir pari og er nálægt toppbaráttunni. Mótið er hluti af LPGA mótaröðinni og eru flestir af bestu kylfingum heims meðal keppenda. Ólafía Þórunn hóf leik á 10. teig í dag og hafði hægt um sig til að byrja með. Eftir sex holur var hún á höggi yfir pari en þá tók við frábær kafli þar sem hún lék næstu sex holur á þremur höggum undir pari. Ólafía var svo á höggi undir pari áður en hún fékk frábæran örn á næst síðustu holu dagsins og endaði hringinn á þremur höggum undir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 21. sæti, einungis fimm höggum á eftir efstu kylfingum. Hún hefur verið nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn í síðustu mótum en á morgun komast um 70 efstu kylfingarnir áfram. Miðað við spilamennsku hennar í dag verður að teljast líklegt að hún komist áfram. Kelly Shon og So Yeon Ryu fóru best af stað í mótinu en þær eru jafnar í forystu á 8 höggum undir pari. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira