Stóð Alþingi á haus í röngu máli? Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. júní 2018 07:00 Í síðustu viku gekk mikið á á Alþingi vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar um lækkun veiðigjalda. Snérist málið um 2-3 milljarða, sem létta átti af útgerðinni, einkum til hjálpar minni fyrirtækjum. Þar sem stærri fyrirtæki í sjávarútvegi eru rík og öflug, var þessi hugmynd og tillaga ríkisstjórnar – að lækka veiðigjöld yfir línuna – auðvitað út í hött, og viðbrögð stjórnarandstöðunnar skiljanleg. Þegar þetta deilumál er skoðað, lítur það svona út: Deilt var um 2-3 milljarða, hvort þeir ættu að fara til útgerðarinnar, í formi afsláttar, eða til ríkisins, í formi óbreyttra veiðigjalda. Í báðum tilvikum hefði féð farið til eyðslu eða fjárfestingar – varla sparnaðar – á vegum útgerðar eða ríkis hér innanlands. Á sama tíma hefði spurningin um það, hvort endanlega ætti að leyfa Hval hf að fara í nýjar langreyðaveiðar, átt að vera sterklega á dagskrá, en veiðar skyldu hefjast 10. júni. En þessu - mörgum sinnum stærra og þýðingarmeira máli fyrir land og þjóð, en veiðigjaldamálið - var þó vart gaumur gefinn. Nánast enginn áhugi, hvað þá þingtími fyrir það.En, um hvað snýst langreyðamálið? Ferðamennska er nú langstærsti og þýðingarmesti atvinnuvegur landsins. 43% gjaldeyristekna koma úr ferðaþjónustu og 25-30.000 manns vinna við hana. Tekjur af ferðaþjónustunni í fyrra voru 500 milljarðar. Á sama tíma er mönnum víða um heim orðið ljóst, að við eigum ekki nema þessa einu jörð, og, að við erum búin að ganga heiftarlega á lífríki hennar – dýr, náttúru, jarðveg, loft og lög. Í vaxandi mæli líta menn til þessara staðreynda við val sitt á vörum - ekki sízt matvælum - en þetta gildir líka um val á ákvörðunarstað fyrir sumarleyfi og önnur frí. Ráða vistræn sjónarmið; virðing við dýr, náttúru og lífríkið hjá þeim, sem heimsækja skal? Ef ekki, strika margir yfir slíkan ákvörðunarstað. Langreyðurin er næst stærsta spendýr jarðar, háþróuð dýrategund, sem lifir saman í fjölskyldum - þau kenna hverju öðru, gleðjast og hryggjast saman, rétt eins og við – og verða 90-100 ára. Hún er á lista IUCN yfir dýr í útrýmingarhættu, og eru flest ríki jarðar, um 190, aðilar að CITES-sáttmálanum, sem bannar verzlun með eða flutning á hvalaafurðum í lögsögu þeirra. Sala á hvalaafurðum er því nánast ómöguleg. Þetta vita menn í hinum vestræna heimi. Andúð og mótstaða við hvalaveiðar – ekki sízt veiðar á langreyði, sem engin önnur þjóð stundar – er því mikil og skilningur á veiðum enginn. Þetta fólk gerir ekkert með það, þó Hafró segi mönnum hér, að það sé nóg af langreyði hér á sumrin, heldur ekki með það, að langreyðurin eigi að vera „íslenzk auðlind“, enda veit það, að hvalir fæðast flestir við Vestur-Afríku, flakka svo um heimshöfin og eru því ekki „auðlind“ eins eða neins. Og, hvað með veiðiaðferðina? Hvað myndum við segja, ef Afríkubúar eltu uppi fíla, gíraffa og sebrahesta á skutultrukkum, skytu dýrin með kaðalskutli og drægju þau svo um holt og hæðir, hálf dauð og hálf lifandi, öskrandi af kvölum með stálkló skutuls tætandi innyfli, líffæri, vöðva og hold dýranna, og murkandi úr þeim lífið? Margur maðurinn, báðum megin Atlantshafs, lítur nákvæmalega svona á hvalveiðarnar, enda eru þær eins, nema framkvæmdar á sjávarspendýrum, í stað landspendýra. Fyrirhugaðar nýjar veiðar á langreyði væru því eitur í beinum margs ferðamannsins, og það með réttu. Þúsundir manna myndu setja rauðan kross á Ísland í sínum ferðaplönum. Þó samdráttur í ferðaþjónustu yrði ekki nema 5% vegna fyrirhugaðra langreyðaveiða, jafngilti það tekjutapi upp á 25 milljarða fyrir þjóðina á ári. Þessar tekjur væru innflæði inn í þjóðarbúið, ekki velta innan þess. 10 sinnum meira fé, en það sem veiðigjaldadeilan snérist um. Er þá skaði á ímynd og æru Íslendinga erlendis ótalinn.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku gekk mikið á á Alþingi vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar um lækkun veiðigjalda. Snérist málið um 2-3 milljarða, sem létta átti af útgerðinni, einkum til hjálpar minni fyrirtækjum. Þar sem stærri fyrirtæki í sjávarútvegi eru rík og öflug, var þessi hugmynd og tillaga ríkisstjórnar – að lækka veiðigjöld yfir línuna – auðvitað út í hött, og viðbrögð stjórnarandstöðunnar skiljanleg. Þegar þetta deilumál er skoðað, lítur það svona út: Deilt var um 2-3 milljarða, hvort þeir ættu að fara til útgerðarinnar, í formi afsláttar, eða til ríkisins, í formi óbreyttra veiðigjalda. Í báðum tilvikum hefði féð farið til eyðslu eða fjárfestingar – varla sparnaðar – á vegum útgerðar eða ríkis hér innanlands. Á sama tíma hefði spurningin um það, hvort endanlega ætti að leyfa Hval hf að fara í nýjar langreyðaveiðar, átt að vera sterklega á dagskrá, en veiðar skyldu hefjast 10. júni. En þessu - mörgum sinnum stærra og þýðingarmeira máli fyrir land og þjóð, en veiðigjaldamálið - var þó vart gaumur gefinn. Nánast enginn áhugi, hvað þá þingtími fyrir það.En, um hvað snýst langreyðamálið? Ferðamennska er nú langstærsti og þýðingarmesti atvinnuvegur landsins. 43% gjaldeyristekna koma úr ferðaþjónustu og 25-30.000 manns vinna við hana. Tekjur af ferðaþjónustunni í fyrra voru 500 milljarðar. Á sama tíma er mönnum víða um heim orðið ljóst, að við eigum ekki nema þessa einu jörð, og, að við erum búin að ganga heiftarlega á lífríki hennar – dýr, náttúru, jarðveg, loft og lög. Í vaxandi mæli líta menn til þessara staðreynda við val sitt á vörum - ekki sízt matvælum - en þetta gildir líka um val á ákvörðunarstað fyrir sumarleyfi og önnur frí. Ráða vistræn sjónarmið; virðing við dýr, náttúru og lífríkið hjá þeim, sem heimsækja skal? Ef ekki, strika margir yfir slíkan ákvörðunarstað. Langreyðurin er næst stærsta spendýr jarðar, háþróuð dýrategund, sem lifir saman í fjölskyldum - þau kenna hverju öðru, gleðjast og hryggjast saman, rétt eins og við – og verða 90-100 ára. Hún er á lista IUCN yfir dýr í útrýmingarhættu, og eru flest ríki jarðar, um 190, aðilar að CITES-sáttmálanum, sem bannar verzlun með eða flutning á hvalaafurðum í lögsögu þeirra. Sala á hvalaafurðum er því nánast ómöguleg. Þetta vita menn í hinum vestræna heimi. Andúð og mótstaða við hvalaveiðar – ekki sízt veiðar á langreyði, sem engin önnur þjóð stundar – er því mikil og skilningur á veiðum enginn. Þetta fólk gerir ekkert með það, þó Hafró segi mönnum hér, að það sé nóg af langreyði hér á sumrin, heldur ekki með það, að langreyðurin eigi að vera „íslenzk auðlind“, enda veit það, að hvalir fæðast flestir við Vestur-Afríku, flakka svo um heimshöfin og eru því ekki „auðlind“ eins eða neins. Og, hvað með veiðiaðferðina? Hvað myndum við segja, ef Afríkubúar eltu uppi fíla, gíraffa og sebrahesta á skutultrukkum, skytu dýrin með kaðalskutli og drægju þau svo um holt og hæðir, hálf dauð og hálf lifandi, öskrandi af kvölum með stálkló skutuls tætandi innyfli, líffæri, vöðva og hold dýranna, og murkandi úr þeim lífið? Margur maðurinn, báðum megin Atlantshafs, lítur nákvæmalega svona á hvalveiðarnar, enda eru þær eins, nema framkvæmdar á sjávarspendýrum, í stað landspendýra. Fyrirhugaðar nýjar veiðar á langreyði væru því eitur í beinum margs ferðamannsins, og það með réttu. Þúsundir manna myndu setja rauðan kross á Ísland í sínum ferðaplönum. Þó samdráttur í ferðaþjónustu yrði ekki nema 5% vegna fyrirhugaðra langreyðaveiða, jafngilti það tekjutapi upp á 25 milljarða fyrir þjóðina á ári. Þessar tekjur væru innflæði inn í þjóðarbúið, ekki velta innan þess. 10 sinnum meira fé, en það sem veiðigjaldadeilan snérist um. Er þá skaði á ímynd og æru Íslendinga erlendis ótalinn.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun