Hótel Reykjavík Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 14. júní 2018 10:00 Myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur er happafengur fyrir þá sem vilja umfram allt að Reykjavík breytist ekki í mengandi bílaborg. Það er yfirlýst markmið meirihlutans að setja gangandi og hjólandi vegfarendur í forgang. Hann hyggst styrkja almenningssamgöngur og hluti af þeirri áætlun er hin margumtalaða borgarlína, en andstaðan við hana var eitt af því furðulegasta í kosningabaráttunni. Gleðileg er síðan sú ákvörðun að gera Laugaveginn að göngugötu. Það mun auka sjarma miðborgarinnar til muna – og veitir sannarlega ekki af! Þannig virðist hinn nýi meirihluti að mörgu leyti vera á réttri leið. Fyrrverandi meirihluti í borginni gerði reyndar margt ágætt en það var mikill ljóður á ráði hans að þótt hann vildi umfram allt forða því að Reykjavík yrði mengandi bílaborg þá virtist hann lítið sem ekkert vilja aðhafast til að koma í veg fyrir að hún yrði að hótelborg. Miðborg Reykjavíkur á að vera aðlaðandi og þau sjarmerandi svæði sem þar finnast eiga að fá að standa óáreitt fyrir gráðugum peningamönnum sem fá dollaraglampa í augun ef þeir sjá auðan reit og þrá ekkert heitar en að planta þar niður hóteli. Það þurfa ekki að vera hótel á nánast hverju einasta götuhorni í Reykjavík, en gamla meirihlutanum gekk afar illa að skilja það. En batnandi manni er best að lifa og nú hefur nýtt afl, Viðreisn, gengið til liðs við gamla meirihlutann. Vonandi gengur Viðreisn til þessa samstarfs með áherslur sem miða að því að vernda fallega reiti þannig að gráðugir verktakar og fjárfestar leggi ekki undir sig höfuðborgina í meira mæli en þegar er orðið. Nýjum meirihluta borgarstjórnar skal óskað velfarnaðar. Um leið er honum ráðlagt að tölta út úr Ráðhúsinu og fara í spássitúr um miðbæinn. Það væri til dæmis hægt að skoða Landssímareitinn og eiga þar hljóða stund þar sem hver og einn borgarfulltrúi myndi spyrja sig þeirrar samviskuspurningar hvort hann vilji að á þeim góða stað verði enn eitt hótelið, eins og áform eru um. Margir hafa orðið til að gagnrýna þessi áform harðlega, meðal annars vegna þess að þarna er að finna Víkurgarð, hinn forna kirkjugarð Reykvíkinga, en hótelbygging á þessum stað mun þrengja verulega að honum og raska friðhelgi hans. Gagnrýnendur telja að Víkurgarð verði að vernda eins og kostur er, og segja annað jafngilda stórslysi. Ætli meirihlutinn í borginni að gegna hlutverki sínu með sóma verður hann að bera einhverja virðingu fyrir sögulegri og menningarlegri arfleifð Reykjavíkur. Öðruvísi getur hann ekki borið höfuðið hátt. En jafnvel þótt öllum sögulegum rökum sé vísað á bug, þá myndi hótel á þessum stað vera skelfileg skemmdarstarfsemi. Reykvíkingar hafa ekkert að gera við borgarstjórn sem leggur blessun sína yfir eyðileggingu á þessum söguhelga stað í hjarta höfuðborgarinnar. Nýr meirihluti má ekki loka sig inni í Ráðhúsinu. Hann verður að fara út og horfa í kringum sig. Það er ekki langt að fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur er happafengur fyrir þá sem vilja umfram allt að Reykjavík breytist ekki í mengandi bílaborg. Það er yfirlýst markmið meirihlutans að setja gangandi og hjólandi vegfarendur í forgang. Hann hyggst styrkja almenningssamgöngur og hluti af þeirri áætlun er hin margumtalaða borgarlína, en andstaðan við hana var eitt af því furðulegasta í kosningabaráttunni. Gleðileg er síðan sú ákvörðun að gera Laugaveginn að göngugötu. Það mun auka sjarma miðborgarinnar til muna – og veitir sannarlega ekki af! Þannig virðist hinn nýi meirihluti að mörgu leyti vera á réttri leið. Fyrrverandi meirihluti í borginni gerði reyndar margt ágætt en það var mikill ljóður á ráði hans að þótt hann vildi umfram allt forða því að Reykjavík yrði mengandi bílaborg þá virtist hann lítið sem ekkert vilja aðhafast til að koma í veg fyrir að hún yrði að hótelborg. Miðborg Reykjavíkur á að vera aðlaðandi og þau sjarmerandi svæði sem þar finnast eiga að fá að standa óáreitt fyrir gráðugum peningamönnum sem fá dollaraglampa í augun ef þeir sjá auðan reit og þrá ekkert heitar en að planta þar niður hóteli. Það þurfa ekki að vera hótel á nánast hverju einasta götuhorni í Reykjavík, en gamla meirihlutanum gekk afar illa að skilja það. En batnandi manni er best að lifa og nú hefur nýtt afl, Viðreisn, gengið til liðs við gamla meirihlutann. Vonandi gengur Viðreisn til þessa samstarfs með áherslur sem miða að því að vernda fallega reiti þannig að gráðugir verktakar og fjárfestar leggi ekki undir sig höfuðborgina í meira mæli en þegar er orðið. Nýjum meirihluta borgarstjórnar skal óskað velfarnaðar. Um leið er honum ráðlagt að tölta út úr Ráðhúsinu og fara í spássitúr um miðbæinn. Það væri til dæmis hægt að skoða Landssímareitinn og eiga þar hljóða stund þar sem hver og einn borgarfulltrúi myndi spyrja sig þeirrar samviskuspurningar hvort hann vilji að á þeim góða stað verði enn eitt hótelið, eins og áform eru um. Margir hafa orðið til að gagnrýna þessi áform harðlega, meðal annars vegna þess að þarna er að finna Víkurgarð, hinn forna kirkjugarð Reykvíkinga, en hótelbygging á þessum stað mun þrengja verulega að honum og raska friðhelgi hans. Gagnrýnendur telja að Víkurgarð verði að vernda eins og kostur er, og segja annað jafngilda stórslysi. Ætli meirihlutinn í borginni að gegna hlutverki sínu með sóma verður hann að bera einhverja virðingu fyrir sögulegri og menningarlegri arfleifð Reykjavíkur. Öðruvísi getur hann ekki borið höfuðið hátt. En jafnvel þótt öllum sögulegum rökum sé vísað á bug, þá myndi hótel á þessum stað vera skelfileg skemmdarstarfsemi. Reykvíkingar hafa ekkert að gera við borgarstjórn sem leggur blessun sína yfir eyðileggingu á þessum söguhelga stað í hjarta höfuðborgarinnar. Nýr meirihluti má ekki loka sig inni í Ráðhúsinu. Hann verður að fara út og horfa í kringum sig. Það er ekki langt að fara.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar