Aron: Eigum að vinna svona lið með stærri mun á heimavelli Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Laugardalshöll skrifar 13. júní 2018 23:06 Aron skoraði fimm mörk í kvöld vísir/ernir Ísland er komið á HM 2019 í handbolta eftir 34-31 sigur á Litháum í Laugardalshöll. Aron Pálmarsson sagðist finna fyrir létti í leikslok að hafa klárað verkefnið. „Þetta var erfitt, en þetta tókst. Þvílíkur léttir,“ sagði Aron eftir leikinn. Hvernig var tilfinningin þegar dómarinn flautaði til leiksloka? „Hún var góð. Þegar það voru tvær mínútur eftir þá vissi maður að þetta var komið og það var gríðarlegur léttir. Þetta var mjög erfitt og mér fannst við gera okkur erfitt fyrir.“ „Vorum að klikka mikið á dauðafærum og við hefðum átt að vera búnir að klára þetta. Þeir eru drullu seigir og svo voru þeir að skora skítamörk, úr blokkinni inn og Bjöggi var í þeim. Það er svolítið vont að fá það upp á hausinn en við sýndum karakter og héldum þetta út. Auðvitað áttum við að fara áfram í gegnum þetta lið.“ Íslenska liðið gerði Litháunum frekar auðvelt fyrir með því að hleypa inn auðveldum mörkum og voru oft á tíðum hálf klaufalegir í vörninni. „Mér fannst við vera með þá sóknarlega. Þeir komu framar í seinni og þá vorum við með smá tvist í okkar kerfum sem gekk fullkomlega upp. Við vorum alltaf að opna þá og klikka á dauðafærum sem eru byrjendamistök sem við eigum ekki að gera.“ „Að sama skapi þá skorum við yfir þrjátíu mörk sem er allt í lagi en mér finnst við eiga að vinna svona lið á heimavelli með stærri mun. En mér er alveg sama, við erum komnir á HM.“ Ísland hefur aðeins misst af einu stórmóti á þessari öld, að undanskildum Ólympíuleikum, en það er alltaf jafn sætt að komast þangað inn. „Þetta er alltaf, sérstaklega svona leikir, smá léttir en maður getur ekki tekið þessu sem sjálfsögðum hlut að komast inn á þessi mót. Maður er þakklátur fyrir það og ég er ánægður með að við þurfum að halda þessum standard. Megum ekki vera að detta niður og ég er ánægður með „professionalismann“ í okkur í kringum allt, nýju leikmennina og starfsfólkið.“ „Það á bara að vera eðlilegt fyrir íslenskan handbolta að vera með landslið á stórmótum.“ Strákarnir fara nú í sumarfrí, en verður Aron ekki með augun á skjánum á laugardaginn þegar hinir „strákarnir okkar“ mæta Argentínu á HM í fótbolta? „Klárlega. Ég verð „all in“ á HM. Fer reyndar ekki á HM en ég fylgist með strákunum og verð þeirra aðal stuðningsmaður,“ sagði Aron Pálmarsson. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Sjá meira
Ísland er komið á HM 2019 í handbolta eftir 34-31 sigur á Litháum í Laugardalshöll. Aron Pálmarsson sagðist finna fyrir létti í leikslok að hafa klárað verkefnið. „Þetta var erfitt, en þetta tókst. Þvílíkur léttir,“ sagði Aron eftir leikinn. Hvernig var tilfinningin þegar dómarinn flautaði til leiksloka? „Hún var góð. Þegar það voru tvær mínútur eftir þá vissi maður að þetta var komið og það var gríðarlegur léttir. Þetta var mjög erfitt og mér fannst við gera okkur erfitt fyrir.“ „Vorum að klikka mikið á dauðafærum og við hefðum átt að vera búnir að klára þetta. Þeir eru drullu seigir og svo voru þeir að skora skítamörk, úr blokkinni inn og Bjöggi var í þeim. Það er svolítið vont að fá það upp á hausinn en við sýndum karakter og héldum þetta út. Auðvitað áttum við að fara áfram í gegnum þetta lið.“ Íslenska liðið gerði Litháunum frekar auðvelt fyrir með því að hleypa inn auðveldum mörkum og voru oft á tíðum hálf klaufalegir í vörninni. „Mér fannst við vera með þá sóknarlega. Þeir komu framar í seinni og þá vorum við með smá tvist í okkar kerfum sem gekk fullkomlega upp. Við vorum alltaf að opna þá og klikka á dauðafærum sem eru byrjendamistök sem við eigum ekki að gera.“ „Að sama skapi þá skorum við yfir þrjátíu mörk sem er allt í lagi en mér finnst við eiga að vinna svona lið á heimavelli með stærri mun. En mér er alveg sama, við erum komnir á HM.“ Ísland hefur aðeins misst af einu stórmóti á þessari öld, að undanskildum Ólympíuleikum, en það er alltaf jafn sætt að komast þangað inn. „Þetta er alltaf, sérstaklega svona leikir, smá léttir en maður getur ekki tekið þessu sem sjálfsögðum hlut að komast inn á þessi mót. Maður er þakklátur fyrir það og ég er ánægður með að við þurfum að halda þessum standard. Megum ekki vera að detta niður og ég er ánægður með „professionalismann“ í okkur í kringum allt, nýju leikmennina og starfsfólkið.“ „Það á bara að vera eðlilegt fyrir íslenskan handbolta að vera með landslið á stórmótum.“ Strákarnir fara nú í sumarfrí, en verður Aron ekki með augun á skjánum á laugardaginn þegar hinir „strákarnir okkar“ mæta Argentínu á HM í fótbolta? „Klárlega. Ég verð „all in“ á HM. Fer reyndar ekki á HM en ég fylgist með strákunum og verð þeirra aðal stuðningsmaður,“ sagði Aron Pálmarsson.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Litháen 34-31 │Ísland á HM Ísland er komið á HM 2019 sem haldið verður í Þýskalandi og Danmörku eftir þriggja marka sigur á Litháen í Laugardalshöllinni í kvöld, 34-31. 13. júní 2018 21:30