Einræðisherra í ímyndarherferð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. júní 2018 10:00 Fréttastofur vítt og breitt um heiminn munu í dag birta sögulegar myndir af leiðtogafundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu. Niðurstaða fundarins mun hafa mikið að segja um framtíðaröryggi heimsbyggðarinnar. Þegar þjóðarleiðtogar, sem byggja þjóðaröryggisstefnu sína að hluta til eða alfarið á fælingarmætti kjarnorkustríðs, mæta til viðræðna á jafnræðisgrundvelli getur það vart haft annað en jákvæðar afleiðingar. Á þessum sögulegu fréttamyndum í dag sjáum við tvo leiðtoga takast í hendur og brosa. Annar er nýkominn frá fundi G7 ríkjanna í Kanada, þar sem hann efldi tilraunir sínar til að útrýma því bandalagi sem hefur á síðustu áratugum stuðlað að einhverjum mestu framförum í mannkynssögunni. Hinn er Suryong Norður-Kóreumanna, einræðisherra Lýðræðislega alþýðulýðveldisins Kóreu. Hann er æðsti leiðtogi ríkis sem knúið er áfram af altækri innrætingarvél, sem hefur það eina markmið að neyða þegna sína til hlýðni og undirgefni ásamt því að efla persónudýrkun á leiðtoganum mikla. Í allri umræðu um Norður-Kóreu er mikilvægt að halda til haga þeim hrottalegu ofbeldisverkum sem stjórnvöld þar fremja á þegnum sínum. Norðurkóreska ríkið hefur steypt þegnum sínum í hungursneyð og um leið barið á þeim með hugmyndafræðilegri innrætingu, árið tvö þúsund og fjórtán voru rúmlega hundrað þúsund Norður-Kóreumenn í haldi í útrýmingarbúðum vegna skoðana sinna, fangar eru ítrekað barðir til óbóta, nauðgað og drepnir. Dæmi eru um að konur af „óæðri“ stéttum séu látnar gangast undir þvingaðar fóstureyðingar. Þessi voðaverk eru ekki aðeins dæmi um tilfallandi villimennsku norðurkóreska ríkisins, heldur eru þessir daglegu glæpir gegn mannlegri reisn grundvallarforsenda norðurkóreska stjórnmálakerfisins. Þetta kerfi byggir á því að stjórna hverju einasta atriði í lífi þegnanna með stöðugu eftirliti, innrætingu, ofbeldi, eða ótta við ofbeldi. Kim Jong-un hefur á síðustu misserum staðið í afar vel heppnaðri ímyndarherferð. Leiðtogafundurinn með Trump er liður í þessari áætlun og hann færir Kim Jong-un nær markmiði sínu að tryggja Norður-Kóreu stöðu á hinum alþjóðlega vettvangi. Okkur ber siðferðileg skylda til að krefja þennan nýja þátttakanda á sviði alþjóða stjórnmála um viðurkenningu á brotum sínum, frelsun þeirra sem hann hefur fangelsað, og ófrávíkjanlegt loforð um að þeim 25 milljónum manna sem þjást undir honum verði tryggð sjálfsögð mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Fréttastofur vítt og breitt um heiminn munu í dag birta sögulegar myndir af leiðtogafundi Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu. Niðurstaða fundarins mun hafa mikið að segja um framtíðaröryggi heimsbyggðarinnar. Þegar þjóðarleiðtogar, sem byggja þjóðaröryggisstefnu sína að hluta til eða alfarið á fælingarmætti kjarnorkustríðs, mæta til viðræðna á jafnræðisgrundvelli getur það vart haft annað en jákvæðar afleiðingar. Á þessum sögulegu fréttamyndum í dag sjáum við tvo leiðtoga takast í hendur og brosa. Annar er nýkominn frá fundi G7 ríkjanna í Kanada, þar sem hann efldi tilraunir sínar til að útrýma því bandalagi sem hefur á síðustu áratugum stuðlað að einhverjum mestu framförum í mannkynssögunni. Hinn er Suryong Norður-Kóreumanna, einræðisherra Lýðræðislega alþýðulýðveldisins Kóreu. Hann er æðsti leiðtogi ríkis sem knúið er áfram af altækri innrætingarvél, sem hefur það eina markmið að neyða þegna sína til hlýðni og undirgefni ásamt því að efla persónudýrkun á leiðtoganum mikla. Í allri umræðu um Norður-Kóreu er mikilvægt að halda til haga þeim hrottalegu ofbeldisverkum sem stjórnvöld þar fremja á þegnum sínum. Norðurkóreska ríkið hefur steypt þegnum sínum í hungursneyð og um leið barið á þeim með hugmyndafræðilegri innrætingu, árið tvö þúsund og fjórtán voru rúmlega hundrað þúsund Norður-Kóreumenn í haldi í útrýmingarbúðum vegna skoðana sinna, fangar eru ítrekað barðir til óbóta, nauðgað og drepnir. Dæmi eru um að konur af „óæðri“ stéttum séu látnar gangast undir þvingaðar fóstureyðingar. Þessi voðaverk eru ekki aðeins dæmi um tilfallandi villimennsku norðurkóreska ríkisins, heldur eru þessir daglegu glæpir gegn mannlegri reisn grundvallarforsenda norðurkóreska stjórnmálakerfisins. Þetta kerfi byggir á því að stjórna hverju einasta atriði í lífi þegnanna með stöðugu eftirliti, innrætingu, ofbeldi, eða ótta við ofbeldi. Kim Jong-un hefur á síðustu misserum staðið í afar vel heppnaðri ímyndarherferð. Leiðtogafundurinn með Trump er liður í þessari áætlun og hann færir Kim Jong-un nær markmiði sínu að tryggja Norður-Kóreu stöðu á hinum alþjóðlega vettvangi. Okkur ber siðferðileg skylda til að krefja þennan nýja þátttakanda á sviði alþjóða stjórnmála um viðurkenningu á brotum sínum, frelsun þeirra sem hann hefur fangelsað, og ófrávíkjanlegt loforð um að þeim 25 milljónum manna sem þjást undir honum verði tryggð sjálfsögð mannréttindi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar