Glódís: Ákveðinn léttir að ná inn fyrsta markinu Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 11. júní 2018 20:30 Glódís fagnar fyrra marki sínu í kvöld. vísir/andri marinó Glódís Perla Viggósdóttir tryggði Íslandi toppsæti riðilsins í undankeppni HM 2019 í fótbolta með því að skora bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Slóveníu í Laugardalnum í kvöld. „Mér fannst við spila fínt í dag. Við vorum að mæta góðu liði sem voru taktískt góðar og voru með flott upplegg fyrir leikinn þannig að það var erfitt að brjóta þær niður. Gaman að fá að skora tvö mörk,“ sagði markaskorarinn Glódís Perla eftir leikinn. Íslenska liðið náði lítið að skapa sér í fyrri hálfleik og voru ekki mjög sannfærandi þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann. Þegar fyrra markið kom létti þó yfir liðinu og það fór að ganga betur. „Það var ákveðinn léttir að ná fyrsta markinu. Við vissum að við yrðum að vinna þennan leik ef við ætluðum að fá úrslitaleik hérna í september en nú erum við búnar að ná því og erum gríðarlega ánægðar með það.“ „Við vissum alveg sjálfar að við þurftum að gera betur,“ sagði Glódís aðspurð hvort Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hafi lesið aðeins yfir þeim í hálfleiknum. „Það voru ákveðnir áherslupunktar sem hann kom með sem við náðum að framkvæma miklu betur í seinni hálfleik og við áttum bara seinni hálfleikinn fannst mér.“ Ísland er nú á toppi riðilsins, stigi á undan Þjóðverjum, þegar tvær umferðir eru eftir af undankeppninni. Ísland mætir Þjóðverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sætið á Laugardalsvelli þann 1. september. „Algjör draumastaða. Gaman að vera efst í töflunni núna og ráða þessu. Þetta er í okkar höndum og ef við spilum vel á móti Þýskalandi þá getur allt gerst.“ „Þetta verða hörku leikir hérna í september sem við eigum eftir og við verðum að klára þá og koma okkur á HM,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir tryggði Íslandi toppsæti riðilsins í undankeppni HM 2019 í fótbolta með því að skora bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Slóveníu í Laugardalnum í kvöld. „Mér fannst við spila fínt í dag. Við vorum að mæta góðu liði sem voru taktískt góðar og voru með flott upplegg fyrir leikinn þannig að það var erfitt að brjóta þær niður. Gaman að fá að skora tvö mörk,“ sagði markaskorarinn Glódís Perla eftir leikinn. Íslenska liðið náði lítið að skapa sér í fyrri hálfleik og voru ekki mjög sannfærandi þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann. Þegar fyrra markið kom létti þó yfir liðinu og það fór að ganga betur. „Það var ákveðinn léttir að ná fyrsta markinu. Við vissum að við yrðum að vinna þennan leik ef við ætluðum að fá úrslitaleik hérna í september en nú erum við búnar að ná því og erum gríðarlega ánægðar með það.“ „Við vissum alveg sjálfar að við þurftum að gera betur,“ sagði Glódís aðspurð hvort Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, hafi lesið aðeins yfir þeim í hálfleiknum. „Það voru ákveðnir áherslupunktar sem hann kom með sem við náðum að framkvæma miklu betur í seinni hálfleik og við áttum bara seinni hálfleikinn fannst mér.“ Ísland er nú á toppi riðilsins, stigi á undan Þjóðverjum, þegar tvær umferðir eru eftir af undankeppninni. Ísland mætir Þjóðverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sætið á Laugardalsvelli þann 1. september. „Algjör draumastaða. Gaman að vera efst í töflunni núna og ráða þessu. Þetta er í okkar höndum og ef við spilum vel á móti Þýskalandi þá getur allt gerst.“ „Þetta verða hörku leikir hérna í september sem við eigum eftir og við verðum að klára þá og koma okkur á HM,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira