Ólafía um miðjan hóp eftir fyrsta hringinn á PGA meistaramótinu Ísak Jasonar skrifar 28. júní 2018 20:00 Ólafía hefur leik í dag. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf í dag leik á þriðja risamóti ársins, KPMG PGA meistaramótinu, sem fer fram í Kildeer, Illinois. Ólafía lék fyrsta hringinn á 73 höggum eða höggi yfir pari og er jöfn í 86. sæti þegar fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik á fyrsta degi. Ólafía Þórunn fór frábærlega af stað í mótinu og var jöfn í öðru sæti eftir 4 holur þegar hún var á tveimur höggum undir pari. Hún gaf aðeins eftir á holum 8-11 þar sem hún fékk þrjá skolla og var þá komin á högg yfir pari í heildina. Ólafía fékk svo sjö pör í röð á lokakaflanum og kom sem fyrr segir inn á 73 höggum. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 86. sæti af 156 keppendum. Um 70 efstu keppendurnir komast áfram að tveimur hringjum loknum og verður hún því að halda vel á spöðunum á morgun, föstudag, þegar annar hringurinn fer fram. Bandarísku kylfingarnir Jaye Marie Green og Jessica Korda eru jafnar í forystu á 5 höggum undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Danielle Kang, lék fyrsta hringinn á höggi yfir pari og er jöfn Ólafíu í 86. sæti.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf í dag leik á þriðja risamóti ársins, KPMG PGA meistaramótinu, sem fer fram í Kildeer, Illinois. Ólafía lék fyrsta hringinn á 73 höggum eða höggi yfir pari og er jöfn í 86. sæti þegar fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik á fyrsta degi. Ólafía Þórunn fór frábærlega af stað í mótinu og var jöfn í öðru sæti eftir 4 holur þegar hún var á tveimur höggum undir pari. Hún gaf aðeins eftir á holum 8-11 þar sem hún fékk þrjá skolla og var þá komin á högg yfir pari í heildina. Ólafía fékk svo sjö pör í röð á lokakaflanum og kom sem fyrr segir inn á 73 höggum. Þegar fréttin er skrifuð er Ólafía jöfn í 86. sæti af 156 keppendum. Um 70 efstu keppendurnir komast áfram að tveimur hringjum loknum og verður hún því að halda vel á spöðunum á morgun, föstudag, þegar annar hringurinn fer fram. Bandarísku kylfingarnir Jaye Marie Green og Jessica Korda eru jafnar í forystu á 5 höggum undir pari. Sigurvegari síðasta árs, Danielle Kang, lék fyrsta hringinn á höggi yfir pari og er jöfn Ólafíu í 86. sæti.Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira