Sautján ríki stefna ríkisstjórn Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. júní 2018 06:35 Ríkin sautján segja í kærunni að engin breyting hafi orðið í málaflokknum þrátt fyrir undirritun forsetatilskipunarinnar fyrir viku. Vísir/Getty Sautján ríki Bandaríkjanna hafa kært ríkisstjórn Donalds Trumps vegna aðskilnaðar foreldra, sem koma ólöglega til landsins, frá börnum sínum. Ríkin sautján lúta flest stjórn Demókrataflokksins en í hópi þeirra sem standa að lögsókninni eru Washington, New York og Kalifornía. Kæra ríkjanna er á vef breska ríkisútvarpsins sögð vera fyrsta formlega tilraunin til að hnekkja hinni umdeildu aðskilnaðarstefnu bandarískra stjórnvalda fyrir dómstólum landsins. Stefnan hefur verið harðlega gagnrýnd á undanförnum vikum. Varð gagnrýnin meðal annars til þess að Bandaríkjaforseti undirritaði tilskipun sem kvað á um að aðskilnaðinum yrði hætt. Í kæru ríkjanna sautján segir hins vegar að ekkert hafi breyst við undirritunina. Vissulega hefur aðskilnaðinum verið tímabundið skotið á frest en það sé einfaldlega vegna húsnæðisskorts, eins og Vísir greindi frá á mánudag. Aðskilnaðarstefnunni hefur víða verið mótmælt, til að mynda fyrir utan Hvíta húsið í Washington DC.Vísir/gettyEnn sé verið að neita fólki um réttláta málsmeðferð, sem og réttinum á því að sækja um hæli. Í kæru ríkjanna er stefnu Bandaríkjastjórnar lýst sem „illri og ólölegri“ og að hún gangi í berhögg við það markmið ríkjanna að standa vörð um velferð barna. „Stefnan, sem og framganga ríkísstjórnarinnar, hefur valdið ríkjunum og íbúum þeirra miklum og beinum skaða,“ segir meðal annars í kærunni. Dómarar í San Diego í Kaliforníu úrskurðaði á dögunum að börn þyrftu aftur að vera komin í umsjá foreldra sinna innan 30 daga frá aðskilnaði. Þar að auki þyrftu stjórnvöld að koma börnum sem ekki hafa náð 5 ára aldri í hendur foreldra sinna innan tveggja vikna. Ríkin sem standa að stefnunni eru fyrrnefnd Washinton, New York og Kalifornía, ásamt Massachusetts, Delaware, Iowa, Illinois, Maryland, Minnesota, New Jersey, New Mexico, North Carolina, Oregon, Pennsylvania, Rhode Island, Vermont, Virginia sem og District of Columbia. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Sautján ríki Bandaríkjanna hafa kært ríkisstjórn Donalds Trumps vegna aðskilnaðar foreldra, sem koma ólöglega til landsins, frá börnum sínum. Ríkin sautján lúta flest stjórn Demókrataflokksins en í hópi þeirra sem standa að lögsókninni eru Washington, New York og Kalifornía. Kæra ríkjanna er á vef breska ríkisútvarpsins sögð vera fyrsta formlega tilraunin til að hnekkja hinni umdeildu aðskilnaðarstefnu bandarískra stjórnvalda fyrir dómstólum landsins. Stefnan hefur verið harðlega gagnrýnd á undanförnum vikum. Varð gagnrýnin meðal annars til þess að Bandaríkjaforseti undirritaði tilskipun sem kvað á um að aðskilnaðinum yrði hætt. Í kæru ríkjanna sautján segir hins vegar að ekkert hafi breyst við undirritunina. Vissulega hefur aðskilnaðinum verið tímabundið skotið á frest en það sé einfaldlega vegna húsnæðisskorts, eins og Vísir greindi frá á mánudag. Aðskilnaðarstefnunni hefur víða verið mótmælt, til að mynda fyrir utan Hvíta húsið í Washington DC.Vísir/gettyEnn sé verið að neita fólki um réttláta málsmeðferð, sem og réttinum á því að sækja um hæli. Í kæru ríkjanna er stefnu Bandaríkjastjórnar lýst sem „illri og ólölegri“ og að hún gangi í berhögg við það markmið ríkjanna að standa vörð um velferð barna. „Stefnan, sem og framganga ríkísstjórnarinnar, hefur valdið ríkjunum og íbúum þeirra miklum og beinum skaða,“ segir meðal annars í kærunni. Dómarar í San Diego í Kaliforníu úrskurðaði á dögunum að börn þyrftu aftur að vera komin í umsjá foreldra sinna innan 30 daga frá aðskilnaði. Þar að auki þyrftu stjórnvöld að koma börnum sem ekki hafa náð 5 ára aldri í hendur foreldra sinna innan tveggja vikna. Ríkin sem standa að stefnunni eru fyrrnefnd Washinton, New York og Kalifornía, ásamt Massachusetts, Delaware, Iowa, Illinois, Maryland, Minnesota, New Jersey, New Mexico, North Carolina, Oregon, Pennsylvania, Rhode Island, Vermont, Virginia sem og District of Columbia.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05 Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26 Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Bandarískir geðlæknar vita ekki hvernig þeir eiga að hjálpa börnunum Læknar, sem starfa hjá heilsugæslustöðvum í New York, og sem hafa unnið með börnunum, eru í auknum mæli farnir að gera sér grein fyrir alvarleika stöðunnar. 25. júní 2018 17:05
Verjandi segir skjólstæðingana ekki vita hvar börnin eru niðurkomin McMahon gagnrýnir stjórnvöld fyrir skort á upplýsingum. 25. júní 2018 12:26
Landamæraverðir hætta tímabundið að senda fjölskyldur í hendur saksóknara Stöðvunin er tímabundni á meðan landamæraeftirlitið og dómsmálaráðuneytið finna út úr því hvernig stofnanirnar geta haldið áfram að ákæra fólk sem kemur ólöglega til landsins án þess að taka börn þess af því. 25. júní 2018 21:35