Þjálfari Króatíu: Tapið gegn Íslandi var sárt Henry Birgir Gunnarsson í Rostov við Don skrifar 25. júní 2018 16:33 Dalic er að gera flotta hluti með króatíska liðið. vísir/getty Króatar hafa alls ekki lagt síðasta leik sinn gegn Íslandi til hliðar en þá töpuðu Króatar eftirminnilega á Laugardalsvelli. „Ísland sendi okkur í umspilið en þetta er önnur keppni núna. Við erum komnir áfram en þeir eru að berjast fyrir lífi sínu. Við ætlum að vinna og það væri gaman að ná fram hefndum. Tapið síðast var sárt,“ sagði þjálfari Króata, Zlatko Dalic, á blaðamannafundi Króata nú síðdegis. „Við vitum allt um Ísland og þeir vita allt um okkur eftir leiki okkar síðustu ár. Það eru engin leyndarmál. Við vitum að við verðum að verjast löngu sendingunum þeirra sem og föstu leikatriðunum. Þar eru þeir mjög sterkir. Við berum virðingu fyrir íslenska liðinu sem er gott enda varð það í efsta sæti okkar riðils í undankeppninni.“ Dalic var talsvert spurður út í væl Argentínumanna yfir því að hann ætlaði sér að gera miklar breytingar á liðinu þar sem Króatar eru komnir áfram. „Við undirbúum okkur alltaf eins og ætlum alltaf að vinna. Við ætlum að halda toppsætinu sem við höfum unnið fyrir. Mér er alveg sama hvað önnur lið eru að segja. Við hugsum bara um okkur,“ sagði þjálfarinn en hann hefur litlar áhyggjur af því að meirihluti áhorfenda verði á bandi Íslands í leiknum. „Það héldu allir með Argentínu í síðasta leik og það truflaði okkur ekki neitt. Það vorum við sem enduðum á því að fagna. Við erum með reynslumikla menn sem spila fyrir framan stórar stúkur í hverri viku og láta svona ekki trufla sig.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tvö þúsund Íslendingar á fullum leikvanginum í Rostov Það verður fullur völlur er Ísland og Króatía mætast á Rostov leikvanginum í Rostov-On-Don á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 21 að staðartíma eða 18 að íslenskum tíma. 25. júní 2018 13:55 „Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“ Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. 25. júní 2018 11:04 „Ísland eyðilagði sumarfríið okkar“ Milan Badelj, leikmaður Króatíu, vill bæta upp fyrir tapið á móti Íslandi í Reykjavík. 25. júní 2018 16:26 Kínverjar skilja ekki að Íslendingar vilji vera í hitanum Kínverskir blaðamenn eru alveg undrandi á því að íslenska liðið kjósi að æfa alltaf í hádeginu í Rússlandi. 25. júní 2018 12:30 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Króatar hafa alls ekki lagt síðasta leik sinn gegn Íslandi til hliðar en þá töpuðu Króatar eftirminnilega á Laugardalsvelli. „Ísland sendi okkur í umspilið en þetta er önnur keppni núna. Við erum komnir áfram en þeir eru að berjast fyrir lífi sínu. Við ætlum að vinna og það væri gaman að ná fram hefndum. Tapið síðast var sárt,“ sagði þjálfari Króata, Zlatko Dalic, á blaðamannafundi Króata nú síðdegis. „Við vitum allt um Ísland og þeir vita allt um okkur eftir leiki okkar síðustu ár. Það eru engin leyndarmál. Við vitum að við verðum að verjast löngu sendingunum þeirra sem og föstu leikatriðunum. Þar eru þeir mjög sterkir. Við berum virðingu fyrir íslenska liðinu sem er gott enda varð það í efsta sæti okkar riðils í undankeppninni.“ Dalic var talsvert spurður út í væl Argentínumanna yfir því að hann ætlaði sér að gera miklar breytingar á liðinu þar sem Króatar eru komnir áfram. „Við undirbúum okkur alltaf eins og ætlum alltaf að vinna. Við ætlum að halda toppsætinu sem við höfum unnið fyrir. Mér er alveg sama hvað önnur lið eru að segja. Við hugsum bara um okkur,“ sagði þjálfarinn en hann hefur litlar áhyggjur af því að meirihluti áhorfenda verði á bandi Íslands í leiknum. „Það héldu allir með Argentínu í síðasta leik og það truflaði okkur ekki neitt. Það vorum við sem enduðum á því að fagna. Við erum með reynslumikla menn sem spila fyrir framan stórar stúkur í hverri viku og láta svona ekki trufla sig.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tvö þúsund Íslendingar á fullum leikvanginum í Rostov Það verður fullur völlur er Ísland og Króatía mætast á Rostov leikvanginum í Rostov-On-Don á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 21 að staðartíma eða 18 að íslenskum tíma. 25. júní 2018 13:55 „Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“ Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. 25. júní 2018 11:04 „Ísland eyðilagði sumarfríið okkar“ Milan Badelj, leikmaður Króatíu, vill bæta upp fyrir tapið á móti Íslandi í Reykjavík. 25. júní 2018 16:26 Kínverjar skilja ekki að Íslendingar vilji vera í hitanum Kínverskir blaðamenn eru alveg undrandi á því að íslenska liðið kjósi að æfa alltaf í hádeginu í Rússlandi. 25. júní 2018 12:30 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Tvö þúsund Íslendingar á fullum leikvanginum í Rostov Það verður fullur völlur er Ísland og Króatía mætast á Rostov leikvanginum í Rostov-On-Don á morgun. Flautað verður til leiks klukkan 21 að staðartíma eða 18 að íslenskum tíma. 25. júní 2018 13:55
„Verðum við á forsíðunni á Bleiku og bláu?“ Heimir Hallgrímsson gæti stýrt íslenska karlalandsliðinu í síðasta skipti á Rostov Arena á morgun þegar Ísland mætir Króatíu. 25. júní 2018 11:04
„Ísland eyðilagði sumarfríið okkar“ Milan Badelj, leikmaður Króatíu, vill bæta upp fyrir tapið á móti Íslandi í Reykjavík. 25. júní 2018 16:26
Kínverjar skilja ekki að Íslendingar vilji vera í hitanum Kínverskir blaðamenn eru alveg undrandi á því að íslenska liðið kjósi að æfa alltaf í hádeginu í Rússlandi. 25. júní 2018 12:30