Fær að heyra það frá miklu fleirum en Maradona: „Hann veit ekki hvað hann er að gera“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2018 11:30 Jorge Sampaoli. Vísir/Getty Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, var skák á mát á móti íslenska landsliðinu á HM í fótbolta í Rússlandi og ekki batnaði staðan hans eftir stórtap í öðrum leiknum á móti Króatíu. Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona er ekki sá eini sem hefur verið drulla yfir Jorge Sampaoli síðustu daga enda hefur ráðaleysi argentínska þjálfarans kallað á mikla gagnrýni víðsvegar að. Einn af þeim sem hefur ekki sparað stóru orðin er Pablo Zabaleta sem á sínum tíma lék 58 landsleiki fyrir Argentínu og er einn þekktasti knattspyrnumaður argentínsku þjóðarinnar eftir tíu ár í enska boltanum.'Jorge Sampaoli doesn't know what he's doing' Argentina's under-pressure coach has come in for criticism from Pablo Zabaleta. More here https://t.co/1r4O8UlVzo#bbcworldcuppic.twitter.com/kz9uZg5S0b — BBC Sport (@BBCSport) June 25, 2018 Pablo Zabaleta var fengin til að tjá sig um argentínska landsliðið í útvarpsviðtali og þar leynist ekki lítið álit hans á argentínska landsliðsþjálfaranum. „Jorge Sampaoli gerði mistök þegar hann valdi hópinn. Hann klikkaði líka á uppstillingunni á móti Íslandi þegar hann spilaði með fjóra menn í vörn og tvo varnartengiliði að auki á móti liði sem var allan tímann í vörn,“ sagði Pablo Zabaleta í útvarpsviðtali hjá BBC Radio 5 Live. „Það vantar að búa eitthvað til í kringum Messi. Liðið er líka alltof lengi fram völlinn þegar menn vinna boltann. Í leiknum á móti Króatíu þá var komin þriggja manna vörn, nýir leikmenn og nýtt leikskipulag. Knattspyrnustjórinn veit ekkert hvað hann er að gera,“ sagði Zabaleta. „Við eigum samt ennþá möguleika. Nígería er með öflugt lið en nú þurfa leikmenn að mæta á svæðið. Miðað við gæðin sem við erum með framarlega á vellinum þá er hægt að búast við því að við skorum mörk,“ sagði Zabaleta. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
Jorge Sampaoli, þjálfari Argentínu, var skák á mát á móti íslenska landsliðinu á HM í fótbolta í Rússlandi og ekki batnaði staðan hans eftir stórtap í öðrum leiknum á móti Króatíu. Argentínska knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona er ekki sá eini sem hefur verið drulla yfir Jorge Sampaoli síðustu daga enda hefur ráðaleysi argentínska þjálfarans kallað á mikla gagnrýni víðsvegar að. Einn af þeim sem hefur ekki sparað stóru orðin er Pablo Zabaleta sem á sínum tíma lék 58 landsleiki fyrir Argentínu og er einn þekktasti knattspyrnumaður argentínsku þjóðarinnar eftir tíu ár í enska boltanum.'Jorge Sampaoli doesn't know what he's doing' Argentina's under-pressure coach has come in for criticism from Pablo Zabaleta. More here https://t.co/1r4O8UlVzo#bbcworldcuppic.twitter.com/kz9uZg5S0b — BBC Sport (@BBCSport) June 25, 2018 Pablo Zabaleta var fengin til að tjá sig um argentínska landsliðið í útvarpsviðtali og þar leynist ekki lítið álit hans á argentínska landsliðsþjálfaranum. „Jorge Sampaoli gerði mistök þegar hann valdi hópinn. Hann klikkaði líka á uppstillingunni á móti Íslandi þegar hann spilaði með fjóra menn í vörn og tvo varnartengiliði að auki á móti liði sem var allan tímann í vörn,“ sagði Pablo Zabaleta í útvarpsviðtali hjá BBC Radio 5 Live. „Það vantar að búa eitthvað til í kringum Messi. Liðið er líka alltof lengi fram völlinn þegar menn vinna boltann. Í leiknum á móti Króatíu þá var komin þriggja manna vörn, nýir leikmenn og nýtt leikskipulag. Knattspyrnustjórinn veit ekkert hvað hann er að gera,“ sagði Zabaleta. „Við eigum samt ennþá möguleika. Nígería er með öflugt lið en nú þurfa leikmenn að mæta á svæðið. Miðað við gæðin sem við erum með framarlega á vellinum þá er hægt að búast við því að við skorum mörk,“ sagði Zabaleta.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira