Geggjuð taktísk breyting ef Ísland hefði skorað á undan Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 23. júní 2018 11:00 Heimir Hallgrímsson er búinn að horfa á leikinn tvisvar sinnum aftur. vísir/vilhelm „Maður er bara þreyttur en ég sofnaði vel. Við borðuðum þegar að við lentum og flestir fóru bara beint í háttinn,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, um gærkvöldið hjá strákunum en þeir flugu beint til Kabardinka eftir 2-0 tapið á móti Nígeríu. Heimir seinkaði æfingunni í dag um eina klukkustund til að gefa mönnum aðeins meiri hvíld. Sjálfur hefur hann haft nóg að gera eins og að horfa á leikinn aftur. „Ég er búinn að horfa á hann nánast tvisvar sinnum og eins og alltaf þegar að maður horfir á tapleik er upplifunin betri þannig en þegar að maður horfir á leikinn á vellinum,“ segir Heimir.Ahmed Musa skorar annað mark Nígeríu.vísir/vilhelmFljótari en við „Þetta var kaflaskiptur leikur. Fyrri hálfleikurinn var góður. Við fórum inn með það plan að þeir myndu opna sig þegar að það liði á leikinn en svo ná þeir þessu marki við upphaf fyrri hálfleiks og það breytir leikmyndinni. Þá þurftum við að koma framar á völlinn og spila leikinn upp í hendurnar á Nígeríu.“ Nígeríumenn máttu eiginlega ekki komast í stöðuna 1-0 því það voru þeir sem voru í leit að marki. Þegar að það kom gat nígeríska liðið spilað eins og það vildi. „Þeirra styrkleiki eru skyndisóknir og þar með gátu þeir spilað upp á sinn styrkleika. Það var vont fyrir okkur. Þegar að við leggjum saman þessi lið hlið við hlið þá eru þeir fljótari en við að hlaupa. Aðstæður hentuðu þeim líka betur,“ segir Heimir.Gylfi Þór Sigurðsson fékk besta tækifæri íslenska liðsins í leiknum þegar hann klúðraði vítaspyrnu.Vísir/GettyStundum og stundum ekki Eyjamaðurinn skipti í 4-4-2 í gær og hefur fengið bágt fyrir sumstaðar eftir að svo vel gekk í 4-4-1-1 eða 4-5-1 á móti Argentínu. Hann bendir á að 4-4-2 hefur oft reynst íslenska liðinu vel og sér ekki eftir breytingunni. „Þegar að þú tapar leik hugsa maður hvað hefði mátt gera öðruvísi. Ef við hefðum skorað fyrsta markið hefði þetta verið geggjuð taktísk breyting. Stundum gengur það upp og stundum ekki. Það er þannig í lífinu að þú verður að taka ákvarðanir og þessi leikaðferð hefur hentað okkur mjög vel oft áður. Þetta gekk ekki í gær og þannig er bara lífið,“ segir Heimir Hallgrímsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28 Króatar hvíla stjörnur sem eru á barmi leikbanns á móti Íslandi Íslenska liðið kemst hjá því að mæta allavega einum ef ekki tveimur af bestu miðjumönnum heims. 23. júní 2018 10:00 Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
„Maður er bara þreyttur en ég sofnaði vel. Við borðuðum þegar að við lentum og flestir fóru bara beint í háttinn,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, um gærkvöldið hjá strákunum en þeir flugu beint til Kabardinka eftir 2-0 tapið á móti Nígeríu. Heimir seinkaði æfingunni í dag um eina klukkustund til að gefa mönnum aðeins meiri hvíld. Sjálfur hefur hann haft nóg að gera eins og að horfa á leikinn aftur. „Ég er búinn að horfa á hann nánast tvisvar sinnum og eins og alltaf þegar að maður horfir á tapleik er upplifunin betri þannig en þegar að maður horfir á leikinn á vellinum,“ segir Heimir.Ahmed Musa skorar annað mark Nígeríu.vísir/vilhelmFljótari en við „Þetta var kaflaskiptur leikur. Fyrri hálfleikurinn var góður. Við fórum inn með það plan að þeir myndu opna sig þegar að það liði á leikinn en svo ná þeir þessu marki við upphaf fyrri hálfleiks og það breytir leikmyndinni. Þá þurftum við að koma framar á völlinn og spila leikinn upp í hendurnar á Nígeríu.“ Nígeríumenn máttu eiginlega ekki komast í stöðuna 1-0 því það voru þeir sem voru í leit að marki. Þegar að það kom gat nígeríska liðið spilað eins og það vildi. „Þeirra styrkleiki eru skyndisóknir og þar með gátu þeir spilað upp á sinn styrkleika. Það var vont fyrir okkur. Þegar að við leggjum saman þessi lið hlið við hlið þá eru þeir fljótari en við að hlaupa. Aðstæður hentuðu þeim líka betur,“ segir Heimir.Gylfi Þór Sigurðsson fékk besta tækifæri íslenska liðsins í leiknum þegar hann klúðraði vítaspyrnu.Vísir/GettyStundum og stundum ekki Eyjamaðurinn skipti í 4-4-2 í gær og hefur fengið bágt fyrir sumstaðar eftir að svo vel gekk í 4-4-1-1 eða 4-5-1 á móti Argentínu. Hann bendir á að 4-4-2 hefur oft reynst íslenska liðinu vel og sér ekki eftir breytingunni. „Þegar að þú tapar leik hugsa maður hvað hefði mátt gera öðruvísi. Ef við hefðum skorað fyrsta markið hefði þetta verið geggjuð taktísk breyting. Stundum gengur það upp og stundum ekki. Það er þannig í lífinu að þú verður að taka ákvarðanir og þessi leikaðferð hefur hentað okkur mjög vel oft áður. Þetta gekk ekki í gær og þannig er bara lífið,“ segir Heimir Hallgrímsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28 Króatar hvíla stjörnur sem eru á barmi leikbanns á móti Íslandi Íslenska liðið kemst hjá því að mæta allavega einum ef ekki tveimur af bestu miðjumönnum heims. 23. júní 2018 10:00 Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Nígerískir rapparar gerðu grín að Hannesi og Heimi Rappararnir Natural Born Spitta og Chapter II fóru á kostum í uppgjöri á leiknum í gær. 23. júní 2018 09:28
Króatar hvíla stjörnur sem eru á barmi leikbanns á móti Íslandi Íslenska liðið kemst hjá því að mæta allavega einum ef ekki tveimur af bestu miðjumönnum heims. 23. júní 2018 10:00
Heimir: Sögðum við Ragga að hann héti Pelé Ragnar Sigurðsson svaf vel en man ekki neitt eftir leiknum. 23. júní 2018 09:16