Kýldur í magann en boðar energí og trú Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 23. júní 2018 17:45 Emil Hallfreðsson í fjólubláu varamannavesti hvetur sína menn áfram í leikslok í gær. Menn voru langt niðri eins og íslenska þjóðin. Vísir/Getty Að eiga stórleik, mögulega sinn besta leik með íslenska landsliðinu gegn Argentínu í fyrsta leik á HM í fótbolta. Fyllast sjálfstrausti og líða stórkostlega. Fá svo skilaboðin að þú ert á bekknum í næsta leik. Kemur ekkert við sögu. Kjaftshögg, kýldur í magann. Þau voru örlög Emils Hallfreðssonar. Hafnfirðingurinn var í frábærum gír í Moskvu, náði ró á bolta þegar á þurfti að halda og braut niður fjölmargar sóknir þeirra frá Suður-Ameríku. Hann var að vonum svekktur þegar blaðamaður ræddi við hann eftir 2-0 tapið gegn Nígeríu í Volgograd í gær. „Já, manni finnst náttúrulega aldrei gaman að vera á bekknum,“ sagði Emil. Emil ásamt fjölskyldunni eftir jafnteflið gegn Argentínu. Þá var auðvelt að vera til en nú reynir á strákana hvernig þeir bregðast við mótlætinu.Vísir/Vilhelm Trúaður og flytur inn vín Emil Hallfreðsson er ekki hinn týpíski íslenski landsliðsmaður. Hann snerti lengi vel ekki áfengi fyrr en hann fór að huga að víninnflutningi með eiginkonu sinni Ásu Reginsdóttur. Hann er trúaður fjölskyldufaðir, yfirvegaður og hefur tekið ástfóstri við Ítalíu eftir tæpan áratug í landi pítsu og pasta. Emil er einn þeirra landsliðsmanna sem hefur oft fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu. Lengi vel var honum plantað á vinstri kantinn, þar sem hann er örvfættur, en honum líður þó langbest á miðjunni. Hann fékk skammir fyrir tveimur árum eftir 1-1 jafntefli gegn Ungverjum í Marseille. Vildu sumir meina að hann hefði sofið á verðinum í aðdraganda jöfnunarmarks Ungverja undir lokin. Emil með boltann í Moskvu. Javier Mascherano liggur í valnum og fyrirliðarnir Aron Einar og Messi fylgjast með Hafnfirðingnum.Vísir/Vilhelm Enginn of stór fyrir bekkinn Enginn hélt vatni yfir frammistöðu hans gegn Argentínu, hvort sem er hans helstu gagnrýnendur eða stuðningsmenn. Hann var frábær, sem var mikilvægt. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði var að spila sinn fyrsta leik í sjö vikur og fullkomlega óvíst hvernig framlag hans yrði. Emil var frábær og uppskar sæti á varamannabekknum. „Við erum bara þannig lið að það er enginn of stór til að fara á bekkinn. Því miður þurfti ég að gera það í þetta skiptið,“ sagði Emil eftir leik. „Þetta var planað held ég í smá tíma að við yrðum með tvo framherja. Auðvitað var fúlt að verða ekki fyrir valinu að spila þennan leik,“ sagði Emil og nefndi fína frammistöðu í leiknum á undan. Þess vegna hafi bekkjarsetan verið sérstaklega sár. Emil á æfingasvæði landsliðsins ásamt starfsfólki KSÍ, Sebastian Boxleitner fitnessþjálfara og Arnóri Ingva Traustasyni, Austurríkisbana.Vísir/Vilhelm Aldrei kom kallið „Jú jú, vissulega. Hann tók mig ekki úr liðinu því hann var ósáttur með mig. Það er alveg á hreinu. Ég þurfti að taka þetta á mig. Þeir ákváðu að spila öðruvísi leikkerfi, það var upplagt, ég varð að taka því,“ sagði Emil. Hann hafi verið tilbúinn á bekknum ef á þyrfti að halda. Kallið kom aldrei. Aron Einar spilaði nánast til loka og góð og gild spurning hvort ekki hafi þurft að gera breytingu fyrr. Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson náðu ekki að tengja saman í síðari hálfleik. Hefði mátt setja Emil inn fyrir annan þeirra, þétta miðjuna og gefa Gylfa meira pláss til að skapa eitthvað. Kannski, það er auðvelt að vera vitur eftir á. „Það er ótrúlega auðvelt að tala eftir leiki, segja hvað vantaði og hvað mátti fara betur. Ég veit það ekki nákvæmlega,“ sagði Emil. Nígeríumenn hafi unnið fleiri seinni bolta, það komi fyrst upp í kollinn. Emil Hallfreðsson í golfi á Korpúlfsstöðum á fallegum degi í maí. Með honum eru Magnús Gylfason og Jóhann Berg Guðmundsson.Vísir/Vilhelm Enginn möguleiki með depurð og neikvæðni „Það var ekki sami kraftur í seinni hálfleik og hefur oft verið hjá okkur. Það var hiti, þetta var aldrei að fara að verða auðveldur leikur. Nígería er með hörkulið. Þetta var bara erfiður dagur. Ég á erfitt með að segja hvað fór úrskeiðis ef ég á að segja alveg eins og er.“ Hann er ekki sá eini sem klórar sér í hausnum. Eftir flottan fyrri hálfleik þar sem Nígeríumenn komust hvorki lönd né strönd á meðan við nýttum ekki yfirburðina hrundi allt í þeim seinni. Loksins kom mark eftir fast leikatriði Íslands, en það var mark í andlitið. Örlögin eru úr höndum Íslands. „Við verðum að horfa á þetta þannig núna að það er enn þá séns. Við verðum að gefa því svolitla orku, vera jákvæðir og trúa. Við getum enn þá farið upp úr riðlinum,“ sagði Emil. Energí og trú, eins og Stuðmenn sungu. Emil ætti að vita allt um trú enda strangtrúaður, ræktar sína trú í Fíladelfíukirkjunni heima og segir öllum frá sem vilja heyra. „Við verðum að hugsa jákvætt. Ef við ætlum að fara í einhverja neikvæðni og depurð þá erum við aldrei að fara upp úr þessum riðli. Ég ætla að trúa því þangað til annað kemur í ljós.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Að eiga stórleik, mögulega sinn besta leik með íslenska landsliðinu gegn Argentínu í fyrsta leik á HM í fótbolta. Fyllast sjálfstrausti og líða stórkostlega. Fá svo skilaboðin að þú ert á bekknum í næsta leik. Kemur ekkert við sögu. Kjaftshögg, kýldur í magann. Þau voru örlög Emils Hallfreðssonar. Hafnfirðingurinn var í frábærum gír í Moskvu, náði ró á bolta þegar á þurfti að halda og braut niður fjölmargar sóknir þeirra frá Suður-Ameríku. Hann var að vonum svekktur þegar blaðamaður ræddi við hann eftir 2-0 tapið gegn Nígeríu í Volgograd í gær. „Já, manni finnst náttúrulega aldrei gaman að vera á bekknum,“ sagði Emil. Emil ásamt fjölskyldunni eftir jafnteflið gegn Argentínu. Þá var auðvelt að vera til en nú reynir á strákana hvernig þeir bregðast við mótlætinu.Vísir/Vilhelm Trúaður og flytur inn vín Emil Hallfreðsson er ekki hinn týpíski íslenski landsliðsmaður. Hann snerti lengi vel ekki áfengi fyrr en hann fór að huga að víninnflutningi með eiginkonu sinni Ásu Reginsdóttur. Hann er trúaður fjölskyldufaðir, yfirvegaður og hefur tekið ástfóstri við Ítalíu eftir tæpan áratug í landi pítsu og pasta. Emil er einn þeirra landsliðsmanna sem hefur oft fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína með landsliðinu. Lengi vel var honum plantað á vinstri kantinn, þar sem hann er örvfættur, en honum líður þó langbest á miðjunni. Hann fékk skammir fyrir tveimur árum eftir 1-1 jafntefli gegn Ungverjum í Marseille. Vildu sumir meina að hann hefði sofið á verðinum í aðdraganda jöfnunarmarks Ungverja undir lokin. Emil með boltann í Moskvu. Javier Mascherano liggur í valnum og fyrirliðarnir Aron Einar og Messi fylgjast með Hafnfirðingnum.Vísir/Vilhelm Enginn of stór fyrir bekkinn Enginn hélt vatni yfir frammistöðu hans gegn Argentínu, hvort sem er hans helstu gagnrýnendur eða stuðningsmenn. Hann var frábær, sem var mikilvægt. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði var að spila sinn fyrsta leik í sjö vikur og fullkomlega óvíst hvernig framlag hans yrði. Emil var frábær og uppskar sæti á varamannabekknum. „Við erum bara þannig lið að það er enginn of stór til að fara á bekkinn. Því miður þurfti ég að gera það í þetta skiptið,“ sagði Emil eftir leik. „Þetta var planað held ég í smá tíma að við yrðum með tvo framherja. Auðvitað var fúlt að verða ekki fyrir valinu að spila þennan leik,“ sagði Emil og nefndi fína frammistöðu í leiknum á undan. Þess vegna hafi bekkjarsetan verið sérstaklega sár. Emil á æfingasvæði landsliðsins ásamt starfsfólki KSÍ, Sebastian Boxleitner fitnessþjálfara og Arnóri Ingva Traustasyni, Austurríkisbana.Vísir/Vilhelm Aldrei kom kallið „Jú jú, vissulega. Hann tók mig ekki úr liðinu því hann var ósáttur með mig. Það er alveg á hreinu. Ég þurfti að taka þetta á mig. Þeir ákváðu að spila öðruvísi leikkerfi, það var upplagt, ég varð að taka því,“ sagði Emil. Hann hafi verið tilbúinn á bekknum ef á þyrfti að halda. Kallið kom aldrei. Aron Einar spilaði nánast til loka og góð og gild spurning hvort ekki hafi þurft að gera breytingu fyrr. Alfreð Finnbogason og Jón Daði Böðvarsson náðu ekki að tengja saman í síðari hálfleik. Hefði mátt setja Emil inn fyrir annan þeirra, þétta miðjuna og gefa Gylfa meira pláss til að skapa eitthvað. Kannski, það er auðvelt að vera vitur eftir á. „Það er ótrúlega auðvelt að tala eftir leiki, segja hvað vantaði og hvað mátti fara betur. Ég veit það ekki nákvæmlega,“ sagði Emil. Nígeríumenn hafi unnið fleiri seinni bolta, það komi fyrst upp í kollinn. Emil Hallfreðsson í golfi á Korpúlfsstöðum á fallegum degi í maí. Með honum eru Magnús Gylfason og Jóhann Berg Guðmundsson.Vísir/Vilhelm Enginn möguleiki með depurð og neikvæðni „Það var ekki sami kraftur í seinni hálfleik og hefur oft verið hjá okkur. Það var hiti, þetta var aldrei að fara að verða auðveldur leikur. Nígería er með hörkulið. Þetta var bara erfiður dagur. Ég á erfitt með að segja hvað fór úrskeiðis ef ég á að segja alveg eins og er.“ Hann er ekki sá eini sem klórar sér í hausnum. Eftir flottan fyrri hálfleik þar sem Nígeríumenn komust hvorki lönd né strönd á meðan við nýttum ekki yfirburðina hrundi allt í þeim seinni. Loksins kom mark eftir fast leikatriði Íslands, en það var mark í andlitið. Örlögin eru úr höndum Íslands. „Við verðum að horfa á þetta þannig núna að það er enn þá séns. Við verðum að gefa því svolitla orku, vera jákvæðir og trúa. Við getum enn þá farið upp úr riðlinum,“ sagði Emil. Energí og trú, eins og Stuðmenn sungu. Emil ætti að vita allt um trú enda strangtrúaður, ræktar sína trú í Fíladelfíukirkjunni heima og segir öllum frá sem vilja heyra. „Við verðum að hugsa jákvætt. Ef við ætlum að fara í einhverja neikvæðni og depurð þá erum við aldrei að fara upp úr þessum riðli. Ég ætla að trúa því þangað til annað kemur í ljós.“Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira