Jón Daði: Þurfum allir að eiga besta leik lífs okkar til að ná góðum úrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2018 18:25 Jón Daði Böðvarsson í skallabaráttu í leiknum í dag. Vísir/Vilhelm Jón Daði Böðvarsson kom inn í byrjunarlið íslenska liðsins en náði sér ekki á strik eins og fleiri leikmenn liðsins. Hann talaði um eftir leikinn að nú menn bara að setja alla einbeitingu á næsta leik. „Þetta eru bara vonbrigði og það er ekki hægt að lýsa því öðruvísi. Þetta var kjörið tækifæri til að koma okkur áfram en við klúðruðum því. Það er mikilvægt að gleyma þessu núna og einblína á næsta leik. Það er stutt á milli leikja og þetta fór bara eins og þetta fór,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. Íslensku strákarnir eru ekki lengur með örlög sín á HM í Rússlandi í sínum eigin höndum. „Við komum okkur ekki í kjörstöðu með þessum úrslitum en við þurfum bara að ná sigri gegn Króötum sem verður virkilega erfitt. Við verðum bara að gera það,“ sagði Jón Daði „Við töluðum um það í hálfleik að vera áfram á bensíngjöfinni eftir fínasta fyrri hálfleik. Eg allt hefði gengið upp þá áttum við þá að vera yfir í leiknum. Síðan ná þeir þessari skyndisókn eftir innkast frá okkur. Við vorum þá alltof opnir og þeir refsuðu. Þá varð þetta svolítið erfiðara,“ sagði Jón Daði „Síðan skora þeir þetta annað mark og þá er þetta virkilega brött brekka,“ sagði Jón Daði en lokaleikur íslenska liðsins verður á móti Króatíu, liði sem þeir þekkja vel. „Ég er bara spenntur fyrir Króatíuleiknum og það verður bara flottur leikur að fara í. Hann verður erfiður því við vitum að Króatar eru með heimsklassalið. Við sáum hvernig þeir fóru með Argentínumenn í síðasta leik,“ sagði Jón Daði. „Við allir ellefu leikmennirnir inn á vellinum þurfum að eiga besta leik lífs okkar til að ná góðum úrslitum. Við þurfum bara að einblína á okkur sjálfa og einbeita okkur að fullu að þessum leik,“ sagði Jón Daði „Persónulega fannst mér ég skila mínu frekar vel. Mér leið vel inn á vellinum og fannst ég vera ferskur og skila boltanum vel frá mér. Það var fínt að vera með Alfreð upp á topp og á öðrum degi hefði þetta dottið betur með okkur. Aðallega var það flott fyrir mig að fá mínútur,“ sagði Jón Daði. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson kom inn í byrjunarlið íslenska liðsins en náði sér ekki á strik eins og fleiri leikmenn liðsins. Hann talaði um eftir leikinn að nú menn bara að setja alla einbeitingu á næsta leik. „Þetta eru bara vonbrigði og það er ekki hægt að lýsa því öðruvísi. Þetta var kjörið tækifæri til að koma okkur áfram en við klúðruðum því. Það er mikilvægt að gleyma þessu núna og einblína á næsta leik. Það er stutt á milli leikja og þetta fór bara eins og þetta fór,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. Íslensku strákarnir eru ekki lengur með örlög sín á HM í Rússlandi í sínum eigin höndum. „Við komum okkur ekki í kjörstöðu með þessum úrslitum en við þurfum bara að ná sigri gegn Króötum sem verður virkilega erfitt. Við verðum bara að gera það,“ sagði Jón Daði „Við töluðum um það í hálfleik að vera áfram á bensíngjöfinni eftir fínasta fyrri hálfleik. Eg allt hefði gengið upp þá áttum við þá að vera yfir í leiknum. Síðan ná þeir þessari skyndisókn eftir innkast frá okkur. Við vorum þá alltof opnir og þeir refsuðu. Þá varð þetta svolítið erfiðara,“ sagði Jón Daði „Síðan skora þeir þetta annað mark og þá er þetta virkilega brött brekka,“ sagði Jón Daði en lokaleikur íslenska liðsins verður á móti Króatíu, liði sem þeir þekkja vel. „Ég er bara spenntur fyrir Króatíuleiknum og það verður bara flottur leikur að fara í. Hann verður erfiður því við vitum að Króatar eru með heimsklassalið. Við sáum hvernig þeir fóru með Argentínumenn í síðasta leik,“ sagði Jón Daði. „Við allir ellefu leikmennirnir inn á vellinum þurfum að eiga besta leik lífs okkar til að ná góðum úrslitum. Við þurfum bara að einblína á okkur sjálfa og einbeita okkur að fullu að þessum leik,“ sagði Jón Daði „Persónulega fannst mér ég skila mínu frekar vel. Mér leið vel inn á vellinum og fannst ég vera ferskur og skila boltanum vel frá mér. Það var fínt að vera með Alfreð upp á topp og á öðrum degi hefði þetta dottið betur með okkur. Aðallega var það flott fyrir mig að fá mínútur,“ sagði Jón Daði.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira