Öryggissveitir Venesúela hafi myrt hundruð á síðustu árum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. júní 2018 18:02 Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. Vísir/Getty Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Í henni eru lýsingar af gerræðislegum aðgerðum öryggissveitarinnar frá síðustu þremur árum. Sveitarnir, sem oftast athafnað sig í fátækari hverfum landsins, hafi ráðist til atlögu gegn fólki af handahófi, að því er segir í skýrslu. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, um umfang og afleiðingar aðgerða öryggissveita Venesúela, kemur fram að enn hafi enginn verið dreginn til ábyrgðar fyrir framgöngu lögreglunnar í fátækari hverfum sem gefi þá til kynna að lög og reglur séu virtar að vettugi í landinu. Að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins gefa ráðamenn í Venesúela lítið fyrir skýrsluna og segja staðhæfingar skýrslunnar vera lygar.Skýrslan byggir á frásögnum hundrað og fimmtíu vitna og aðstandenda.Vísir/GettyÍ skýrslunni segir að liðsmenn öryggissveitarinnar, sem hafi myrt saklausa borgara, hafi tengst samtökum sem bera heitið „Aðgerðir til handa frelsunar fólksins“ sem er framtak til höfuðs glæpagengjum í Venesúela. Talið er að liðsmennirnir hafi myrt hátt í 500 manns síðan í júlí 2015 til þess að sýna að yfirvöldum hafi orðið ágengt í baráttunni gegn glæpum í landinu. Liðsmönnunum er gefið að sök að hafa hróflað við sönnungargögnum á vettvangi og látið líta svo út sem fórnarlömbin hafi dáið í skotbardaga við lögregluyfirvöld. Fulltrúum Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinaður aðgangur að Venesúela. Skýrslan byggir á frásögnum hundrað og fimmtíu vitna og aðstandenda.Hann var manneskja, ekki hundurEin þeirra sem sagði frá reynslu sinni var amma manns sem var myrtur í lögreglurassíu í mars á þessu ári. Hún segir frá því að fimmtíu svartklæddir liðsmenn öryggissveitarinnar hafi ruðst inn á heimili þeirra og handtekið 23 ára sonarson sinn sem lá sofandi þegar liðsmenn báru að garði. Þeir teimdu manninn með sér út fyrir húsið og stuttu síðar heyrði fjölskyldan skothvelli. Eftir réttarmeinarrannsókn kom það í ljós að hann hefði fengið á sig tvö skot í bringuna og að hann hefði þá einnig hlotið alvarlegt höfuðhögg. „Í lögreglurannsókn er sagt að sonarsonur minn hefði borið skotvopn og að hann hafi skotið á öryggissveitina, sem er hrein hlygi. Ég krefst réttlætis. Hann var manneskja, ekki hundur,“ segir konan. Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01 Sautján ungmenni létust í troðningi á skemmtistað Upptök atviksins eru rakin til táragassprengju sem sprengd var í kjölfar ryskinga milli manna á staðnum. 16. júní 2018 18:21 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Í henni eru lýsingar af gerræðislegum aðgerðum öryggissveitarinnar frá síðustu þremur árum. Sveitarnir, sem oftast athafnað sig í fátækari hverfum landsins, hafi ráðist til atlögu gegn fólki af handahófi, að því er segir í skýrslu. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, um umfang og afleiðingar aðgerða öryggissveita Venesúela, kemur fram að enn hafi enginn verið dreginn til ábyrgðar fyrir framgöngu lögreglunnar í fátækari hverfum sem gefi þá til kynna að lög og reglur séu virtar að vettugi í landinu. Að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins gefa ráðamenn í Venesúela lítið fyrir skýrsluna og segja staðhæfingar skýrslunnar vera lygar.Skýrslan byggir á frásögnum hundrað og fimmtíu vitna og aðstandenda.Vísir/GettyÍ skýrslunni segir að liðsmenn öryggissveitarinnar, sem hafi myrt saklausa borgara, hafi tengst samtökum sem bera heitið „Aðgerðir til handa frelsunar fólksins“ sem er framtak til höfuðs glæpagengjum í Venesúela. Talið er að liðsmennirnir hafi myrt hátt í 500 manns síðan í júlí 2015 til þess að sýna að yfirvöldum hafi orðið ágengt í baráttunni gegn glæpum í landinu. Liðsmönnunum er gefið að sök að hafa hróflað við sönnungargögnum á vettvangi og látið líta svo út sem fórnarlömbin hafi dáið í skotbardaga við lögregluyfirvöld. Fulltrúum Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinaður aðgangur að Venesúela. Skýrslan byggir á frásögnum hundrað og fimmtíu vitna og aðstandenda.Hann var manneskja, ekki hundurEin þeirra sem sagði frá reynslu sinni var amma manns sem var myrtur í lögreglurassíu í mars á þessu ári. Hún segir frá því að fimmtíu svartklæddir liðsmenn öryggissveitarinnar hafi ruðst inn á heimili þeirra og handtekið 23 ára sonarson sinn sem lá sofandi þegar liðsmenn báru að garði. Þeir teimdu manninn með sér út fyrir húsið og stuttu síðar heyrði fjölskyldan skothvelli. Eftir réttarmeinarrannsókn kom það í ljós að hann hefði fengið á sig tvö skot í bringuna og að hann hefði þá einnig hlotið alvarlegt höfuðhögg. „Í lögreglurannsókn er sagt að sonarsonur minn hefði borið skotvopn og að hann hafi skotið á öryggissveitina, sem er hrein hlygi. Ég krefst réttlætis. Hann var manneskja, ekki hundur,“ segir konan.
Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01 Sautján ungmenni létust í troðningi á skemmtistað Upptök atviksins eru rakin til táragassprengju sem sprengd var í kjölfar ryskinga milli manna á staðnum. 16. júní 2018 18:21 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30
Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. 22. maí 2018 12:01
Sautján ungmenni létust í troðningi á skemmtistað Upptök atviksins eru rakin til táragassprengju sem sprengd var í kjölfar ryskinga milli manna á staðnum. 16. júní 2018 18:21