Sumarmessan: Var Alfreð að uppljóstra framherjafélaganum gegn Nígeríu? Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. júní 2018 11:30 Björn Bergmann kom inn á í leiknum gegn Argentínu. Byrjar hann gegn Nígeríu? vísir/vilhelm Mikið hefur verið rætt um það hvernig Heimir Hallgrímsson mun stilla íslenska landsliðinu upp gegn Nígeríu í dag. Ljóst er að Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með vegna meiðsla og þá hafa einhverjir spáð fyrir um breytingu á leikskipulagi.Tómas Þór Þórðarson skrifaði skemmtilega pælingu í gær þar sem hann vill sjá Heimi fara í 4-4-2 og taka „Eskifjarðarvaltarann“ á þetta, sjá liðið stilla upp eins og gegn Tyrkjum ytra í undankeppninni. Færi svo að Heimir færi þá leið þyrfti Heimir að setja annan framherja upp með Alfreð Finnbogasyni. Jón Daði Böðvarsson var fremstur með Alfreð gegn Tyrkjum og hann hefur verið fastamaður í byrjunarliði Íslands svo flestir veðja líklega á að sjá Selfyssinginn frammi. Alfreð gaf þó ágæta vísbendingu um það að Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson yrði félagi hans frammi en ekki Jón Daði. Alfreð setti myndband á Instastory í gær af æfingu á vellinum í Volgograd. Þar má sjá hann og Björn Bergmann saman fremsta. „Hvað þýðir þetta?“ spurði Benedikt Valsson í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Aron Jóhannsson, leikmaður Werder Bremen og bandaríska landsliðsins, var í setti í gær og þurfti að svara fyrir þetta. „Það er oft þannig að daginn fyrir leik eru menn sem gætu spilað saman paraðir saman á æfingunni. Þeir eru að finna smá tengingu daginn fyrir leik,“ sagði Aron. Hann bætti þó við að „ég gæti alveg trúað því líka að þetta hafi verið eina markið hans á æfingunni og hann sé að sýna okkur það bara.“ Það kemur í ljós um klukkan tvö í dag hvert byrjunarlið Heimis verður, leikur Íslands og Nígeríu hefst svo klukkan 15:00 að íslenskum tíma á Volgograd Arena og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um það hvernig Heimir Hallgrímsson mun stilla íslenska landsliðinu upp gegn Nígeríu í dag. Ljóst er að Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með vegna meiðsla og þá hafa einhverjir spáð fyrir um breytingu á leikskipulagi.Tómas Þór Þórðarson skrifaði skemmtilega pælingu í gær þar sem hann vill sjá Heimi fara í 4-4-2 og taka „Eskifjarðarvaltarann“ á þetta, sjá liðið stilla upp eins og gegn Tyrkjum ytra í undankeppninni. Færi svo að Heimir færi þá leið þyrfti Heimir að setja annan framherja upp með Alfreð Finnbogasyni. Jón Daði Böðvarsson var fremstur með Alfreð gegn Tyrkjum og hann hefur verið fastamaður í byrjunarliði Íslands svo flestir veðja líklega á að sjá Selfyssinginn frammi. Alfreð gaf þó ágæta vísbendingu um það að Skagamaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson yrði félagi hans frammi en ekki Jón Daði. Alfreð setti myndband á Instastory í gær af æfingu á vellinum í Volgograd. Þar má sjá hann og Björn Bergmann saman fremsta. „Hvað þýðir þetta?“ spurði Benedikt Valsson í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Aron Jóhannsson, leikmaður Werder Bremen og bandaríska landsliðsins, var í setti í gær og þurfti að svara fyrir þetta. „Það er oft þannig að daginn fyrir leik eru menn sem gætu spilað saman paraðir saman á æfingunni. Þeir eru að finna smá tengingu daginn fyrir leik,“ sagði Aron. Hann bætti þó við að „ég gæti alveg trúað því líka að þetta hafi verið eina markið hans á æfingunni og hann sé að sýna okkur það bara.“ Það kemur í ljós um klukkan tvö í dag hvert byrjunarlið Heimis verður, leikur Íslands og Nígeríu hefst svo klukkan 15:00 að íslenskum tíma á Volgograd Arena og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira