Nígeríumenn misstu af hundruðum þúsunda með tapinu gegn Króatíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. júní 2018 12:00 Niðurlútir Nígeríumenn eftir leikinn við Króatíu Vísir/getty Nígeríumenn, sem eru næstu andstæðingar Íslands á HM, töpuðu ekki aðeins stigum með því að tapa opnunarleik þeirra við Króata heldur einnig stórum fjárhæðum. Liðið missti af yfir 300 þúsund bandarískum dollurum í bónusgreiðslum með tapinu en leikurinn fór 2-0 fyrir Króata. Talsmaður nígeríska knattspyrnusambandsins staðfesti það við fréttastofuna CNN að sambandið hefði samþykkt 10 þúsund dollara bónusgreiðslur handa hverjum leikmanni fyrir að vinna leikinn. Sögusagnir voru á kreiki í Nígeríu um að ráðherra íþróttamála hefði hækkað bónusgreiðslurnar um fimm þúsund dollara á hvern leikmann fyrir leikinn gegn Íslandi en sá orðrómur er ekki á rökum reistur og voru bónusgreiðslurnar aðeins fyrir fyrsta leikinn. Þá ætlaði styrktaraðilinn Aiteo að greiða liðinu 50 þúsund dollara fyrir sigur gegn Króatíu. Forseti nígeríska þingsins lofaði liðinu 50 þúsund dollara fyrir hvern sigurleik svo þar á liðið enn möguleika á smá pening með sigri gegn Íslandi eða Argentínu, en þó ljóst að tapið í fyrsta leiknum var mjög dýrkeypt. Bónusgreiðslur eru ekki eitthvað sem er nýtt af nálinni í nígeríska liðinu og hafa valdið miklum usla. Í kringum HM 2014 og Álfukeppnina 2013 fóru leikmenn Nígeríu í verkfall því þeir fengu ekki borgaðar út bónusgreiðslur sem þeim hafði verið lofað. Nígeríska ríkisstjórnin þurfti að senda mann með tösku fulla af peningum til Brasilíu árið 2014, kvöldið fyrir leik Nígeríu og Frakklands, svo leikmenn myndu aflýsa verkfalli sínu og spila leikinn. Stjórnvöld í Nígeríu segjast hafa lært sína lexíu og öll peningamál hafi verið á hreinu fyrir mótið í Rússlandi. Ísland og Nígería eigast við í öðrum leik riðlakeppninnar á morgun, föstudag, klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Sjá meira
Nígeríumenn, sem eru næstu andstæðingar Íslands á HM, töpuðu ekki aðeins stigum með því að tapa opnunarleik þeirra við Króata heldur einnig stórum fjárhæðum. Liðið missti af yfir 300 þúsund bandarískum dollurum í bónusgreiðslum með tapinu en leikurinn fór 2-0 fyrir Króata. Talsmaður nígeríska knattspyrnusambandsins staðfesti það við fréttastofuna CNN að sambandið hefði samþykkt 10 þúsund dollara bónusgreiðslur handa hverjum leikmanni fyrir að vinna leikinn. Sögusagnir voru á kreiki í Nígeríu um að ráðherra íþróttamála hefði hækkað bónusgreiðslurnar um fimm þúsund dollara á hvern leikmann fyrir leikinn gegn Íslandi en sá orðrómur er ekki á rökum reistur og voru bónusgreiðslurnar aðeins fyrir fyrsta leikinn. Þá ætlaði styrktaraðilinn Aiteo að greiða liðinu 50 þúsund dollara fyrir sigur gegn Króatíu. Forseti nígeríska þingsins lofaði liðinu 50 þúsund dollara fyrir hvern sigurleik svo þar á liðið enn möguleika á smá pening með sigri gegn Íslandi eða Argentínu, en þó ljóst að tapið í fyrsta leiknum var mjög dýrkeypt. Bónusgreiðslur eru ekki eitthvað sem er nýtt af nálinni í nígeríska liðinu og hafa valdið miklum usla. Í kringum HM 2014 og Álfukeppnina 2013 fóru leikmenn Nígeríu í verkfall því þeir fengu ekki borgaðar út bónusgreiðslur sem þeim hafði verið lofað. Nígeríska ríkisstjórnin þurfti að senda mann með tösku fulla af peningum til Brasilíu árið 2014, kvöldið fyrir leik Nígeríu og Frakklands, svo leikmenn myndu aflýsa verkfalli sínu og spila leikinn. Stjórnvöld í Nígeríu segjast hafa lært sína lexíu og öll peningamál hafi verið á hreinu fyrir mótið í Rússlandi. Ísland og Nígería eigast við í öðrum leik riðlakeppninnar á morgun, föstudag, klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: PSG - Arsenal | Tekst Skyttunum að skjótast áfram? Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Sjá meira