Eiður Smári spáir í 16-liða úrslitin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2018 13:30 Eiður Smári Guðjohnsen á EM 2016. Vísir/Getty Útsláttarkeppni HM í Rússlandi hefst í dag með tveimur leikjum í 16-liða úrslitunum. Eiður Smári Guðjohnsen spáir mikilli markaveislu í leikjunum átta sem fram undan eru. Eiður Smári skrifaði blogg fyrir veðmálasíðuna 188bet þar sem hann fer yfir hvað hann heldur að gerist í 16-liða úrslitunum.Frakkland - Argentína 1-2: „X-faktorinn hefur ekki verið til staðar í franska liðinu til þessa í mótinu. Hæfileikarnir eru til staðar, þeir hafa bara ekki sést á vellinum. Hvað Argentínu varðar þá var þetta risa stór sigur hjá þeim á þriðjudag og þó ég hafi áhyggjur af þeim varnarlega þá er skriðþunginn með þeim.“Úrúgvæ - Portúgal 1-0: „Úrúgvæ lítur vel út. Þeir eru líkamlega sterkt lið og hættulegir andstæðingnum. Þrír sigrar og ekki fengið mark á sig, ég held þeir klári þennan leik. Fyrir utan Cristiano Ronaldo er Portúgal með venjulegt lið og hann getur ekki klárað þennan leik einn.“Spánn - Rússland 2-0: „Þeir hafa ekki verið upp á sitt besta en það er samt margt sem maður getur dáðst að í spænska liðinu. Þeir eru ekki eins líkamlega sterkir og önnur lið en þeir eru frábærlega breytilegt og hratt lið. Rússar hafa komið á óvart en ég held að tap þeirra gegn Úrúgvæ hafi sprengt blöðruna.“Króatía - Danmörk 3-1: „Króatar hafa heillað mig meira en nokkuð annað lið í mótinu. Ég hef fylgst vel með þeim þar sem þeir voru í riðli Íslands og það er margt sem heillar. Með Luka Modric og Ivan Rakitic við stjórnvöllinn á miðjunni eru þeir með mjög mikið jafnvægi og ættu að vera of sterkir fyrir þetta danska lið.“Brasilía - Mexíkó 2-2: „Mexíkó voru frábærir gegn Þýskalandi í fyrsta leiknum og ef þeir mæta aftur eins í þennan leik þá gæti þetta orðið frábær leikur. Þrátt fyrir að Brasilía hafi ekki heillað ennþá, þá veistu að þeir geta skipt um gír þegar hlutirnir fara að skipta meira máli.“Belgía - Japan 2-0: „Belgar eru með of mikil gæði fyrir þetta duglega japanska lið og ég sé fram á nokkuð auðveldan sigur. Það er frábært að horfa á þá og 8-liða úrslitin bíða.“Svíþjóð - Sviss 0-0: „Vörnin er lykillinn hér og ég býst við mjög taktískum leik. Ég dáðist að því hvernig Sviss kom til baka gegn Serbum og sú þrautsegja gæti verið nóg til þess að koma þeim áfram.“Kólumbía - England 1-1: „England hefur heillað mig. Þeir virka ferskir, fullir af orku og virðast hafa gaman af þessu. Gareth Southgate stýrir liðinu mjög vel og þetta boðar gott. Kólumbía er með góða leikmenn innanborðs og það gladdi mig að sjá þá fara áfram. Ef þeir hefðu ekki fengið þetta rauða spjald snemma leiks gegn Japan þá hefðu þeir líklega farið áfram með þrjá sigra. Þessi leikur gæti farið alla leið og kannski munu Englendingar loksins vinna vítaspyrnukeppni.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann og sjá hvað gerist“ Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Sjá meira
Útsláttarkeppni HM í Rússlandi hefst í dag með tveimur leikjum í 16-liða úrslitunum. Eiður Smári Guðjohnsen spáir mikilli markaveislu í leikjunum átta sem fram undan eru. Eiður Smári skrifaði blogg fyrir veðmálasíðuna 188bet þar sem hann fer yfir hvað hann heldur að gerist í 16-liða úrslitunum.Frakkland - Argentína 1-2: „X-faktorinn hefur ekki verið til staðar í franska liðinu til þessa í mótinu. Hæfileikarnir eru til staðar, þeir hafa bara ekki sést á vellinum. Hvað Argentínu varðar þá var þetta risa stór sigur hjá þeim á þriðjudag og þó ég hafi áhyggjur af þeim varnarlega þá er skriðþunginn með þeim.“Úrúgvæ - Portúgal 1-0: „Úrúgvæ lítur vel út. Þeir eru líkamlega sterkt lið og hættulegir andstæðingnum. Þrír sigrar og ekki fengið mark á sig, ég held þeir klári þennan leik. Fyrir utan Cristiano Ronaldo er Portúgal með venjulegt lið og hann getur ekki klárað þennan leik einn.“Spánn - Rússland 2-0: „Þeir hafa ekki verið upp á sitt besta en það er samt margt sem maður getur dáðst að í spænska liðinu. Þeir eru ekki eins líkamlega sterkir og önnur lið en þeir eru frábærlega breytilegt og hratt lið. Rússar hafa komið á óvart en ég held að tap þeirra gegn Úrúgvæ hafi sprengt blöðruna.“Króatía - Danmörk 3-1: „Króatar hafa heillað mig meira en nokkuð annað lið í mótinu. Ég hef fylgst vel með þeim þar sem þeir voru í riðli Íslands og það er margt sem heillar. Með Luka Modric og Ivan Rakitic við stjórnvöllinn á miðjunni eru þeir með mjög mikið jafnvægi og ættu að vera of sterkir fyrir þetta danska lið.“Brasilía - Mexíkó 2-2: „Mexíkó voru frábærir gegn Þýskalandi í fyrsta leiknum og ef þeir mæta aftur eins í þennan leik þá gæti þetta orðið frábær leikur. Þrátt fyrir að Brasilía hafi ekki heillað ennþá, þá veistu að þeir geta skipt um gír þegar hlutirnir fara að skipta meira máli.“Belgía - Japan 2-0: „Belgar eru með of mikil gæði fyrir þetta duglega japanska lið og ég sé fram á nokkuð auðveldan sigur. Það er frábært að horfa á þá og 8-liða úrslitin bíða.“Svíþjóð - Sviss 0-0: „Vörnin er lykillinn hér og ég býst við mjög taktískum leik. Ég dáðist að því hvernig Sviss kom til baka gegn Serbum og sú þrautsegja gæti verið nóg til þess að koma þeim áfram.“Kólumbía - England 1-1: „England hefur heillað mig. Þeir virka ferskir, fullir af orku og virðast hafa gaman af þessu. Gareth Southgate stýrir liðinu mjög vel og þetta boðar gott. Kólumbía er með góða leikmenn innanborðs og það gladdi mig að sjá þá fara áfram. Ef þeir hefðu ekki fengið þetta rauða spjald snemma leiks gegn Japan þá hefðu þeir líklega farið áfram með þrjá sigra. Þessi leikur gæti farið alla leið og kannski munu Englendingar loksins vinna vítaspyrnukeppni.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann og sjá hvað gerist“ Leiknir selur táning til Serbíu Leik lokið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Leik lokið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Sjá meira