Jeremy Hunt nýr utanríkisráðherra Bretlands Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 9. júlí 2018 22:17 Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, var í kvöld skipaður utanríkisráðherra Bretlands. Vísir/ap Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag er Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. Hunt var í kvöld boðaður á fund May í ráðherrabústaðnum við Downingstræti 10 og var tilkynnt um skipun hans eftir fundinn. Þessi uppstokkun á ríkisstjórninni felur í sér að menningarmálaráðherrann Matt Hancock verður heilbrigðisráðherra og Jeremy Wright, ríkissaksóknari, tekur við embætti ráðherra menningarmála. Í viðtali við Sky News þakkaði nýr utanríkisráðherra forvera sínum, Boris Johnson, fyrir vel unnin störf. Hann hafi verið mikill drifkraftur fyrir bresk stjórnmál auk þess sem hann hafi staðið sig vel í sínum viðbrögðum við taugaefnaárás á Skripal-feðginin. Hunt segir að efst á blaði sé að standa þétt á bakvið forsætisráðherra. Hann segir að augu heimisins beinist nú að Bretlandi og að margir séu að velta því fyrir sér hvernig land Bretland verður eftir að það fer úr Evrópusambandinu. Hann segir að Bretland verði áreiðanlegur bandamaður annarra þjóða og muni hafa í hávegum þau gildi sem skipta bresku þjóðina máli.The new foreign secretary @Jeremy_Hunt say's he 'stands behind the prime minister' in a "time of massive importance"All of the latest politics news here: https://t.co/KglucxndnL pic.twitter.com/Zz10KvfBIv— Sky News (@SkyNews) July 9, 2018 Óreiðuástand er í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag. Uppreisn virðist vera í uppsiglingu innan Íhaldsflokksins gegn Theresu May, forsætisráðherra. Fyrir helgi fullyrti Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að ríkisstjórnin hefði komist að langþráðu samkomulagi um hvernig haga ætti útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sú samstaða rann út í sandinn í dag með afsögn David Davis Brexitmálaráðherra og síðar Boris Johnsons utanríkisráðherra. Ráðherrarnir fyrrverandi vildu að May tæki harðari afstöðu í málefnum Brexit en þrátt fyrir það stóð hún við afstöðu sína í breska þinginu í dag. „Á þeim tveimur árum sem eru liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslunni hefur átt sér þróttmikil umræða í samfélaginu þar sem kröftug skoðanaskipti hafa farið fram við ríkisstjórnarborðið sem og við morgunverðarborðið vítt og breitt um landið. Ég hef hlustað eftir öllum hugmyndum og öllum hugsanlegum útgáfum af Brexit. Herra forseti, þetta er rétta útgáfan af Brexit, sem sagt að ganga úr ESB þann 29. mars 2019.“Boris Johnson, sagði af sér í dag sem utanríkisráðherra Bretlands. Í hans stað kemur Jeremy Hunt.Vísir/APLeiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að svo virtist vera að innanflokksátökin í Íhaldsflokknum skiptu meira máli en hagsmunir þjóðarinnar og að ríkisstjórnin ætti að víkja fyrir einhverjum sem bæri þjóðarhag fyrir brjósti. „Það er ljós, herra forseti, að þessi ríkisstjórn getur ekki gengið frá samkomulagi um að tryggja efnahag landsins; um að tryggja störf og lífskjör. Það er ljóst að þessi ríkisstjórn getur ekki komist að góðu samkomulagi fyrir Bretland.“ Afsögn ráðherranna er sögð undanfari stærra uppgjörs innan Íhaldsflokksin og eru þingmenn hans sagðir safna undirskriftum til að lýsa yfir vantrausti á May. Talsmaður Downing strætis segir að forsætisráðherrann muni verjast vantraustsyfirlýsingu komi hún fram en stjórnmálaskýrendur telja að ekki sé meirihluti í þingflokki íhaldsmanna til að lýsa yfir vantrausti. David Davis segist ekki ætla að skora forsætisráðherrann á hólm fari svo að boðað verði til formannskosninga en Boris Johnson hefur ekki útilokað neitt í þeim efnum. Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Mitt í óreiðuástandinu sem er uppi í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag er Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Thereseu May, skipaður nýr utanríkisráðherra Bretlands. Hunt var í kvöld boðaður á fund May í ráðherrabústaðnum við Downingstræti 10 og var tilkynnt um skipun hans eftir fundinn. Þessi uppstokkun á ríkisstjórninni felur í sér að menningarmálaráðherrann Matt Hancock verður heilbrigðisráðherra og Jeremy Wright, ríkissaksóknari, tekur við embætti ráðherra menningarmála. Í viðtali við Sky News þakkaði nýr utanríkisráðherra forvera sínum, Boris Johnson, fyrir vel unnin störf. Hann hafi verið mikill drifkraftur fyrir bresk stjórnmál auk þess sem hann hafi staðið sig vel í sínum viðbrögðum við taugaefnaárás á Skripal-feðginin. Hunt segir að efst á blaði sé að standa þétt á bakvið forsætisráðherra. Hann segir að augu heimisins beinist nú að Bretlandi og að margir séu að velta því fyrir sér hvernig land Bretland verður eftir að það fer úr Evrópusambandinu. Hann segir að Bretland verði áreiðanlegur bandamaður annarra þjóða og muni hafa í hávegum þau gildi sem skipta bresku þjóðina máli.The new foreign secretary @Jeremy_Hunt say's he 'stands behind the prime minister' in a "time of massive importance"All of the latest politics news here: https://t.co/KglucxndnL pic.twitter.com/Zz10KvfBIv— Sky News (@SkyNews) July 9, 2018 Óreiðuástand er í breskum stjórnmálum eftir að utanríkisráðherra og brexitmálaráðherra sögðu af sér í dag. Uppreisn virðist vera í uppsiglingu innan Íhaldsflokksins gegn Theresu May, forsætisráðherra. Fyrir helgi fullyrti Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, að ríkisstjórnin hefði komist að langþráðu samkomulagi um hvernig haga ætti útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sú samstaða rann út í sandinn í dag með afsögn David Davis Brexitmálaráðherra og síðar Boris Johnsons utanríkisráðherra. Ráðherrarnir fyrrverandi vildu að May tæki harðari afstöðu í málefnum Brexit en þrátt fyrir það stóð hún við afstöðu sína í breska þinginu í dag. „Á þeim tveimur árum sem eru liðin frá þjóðaratkvæðagreiðslunni hefur átt sér þróttmikil umræða í samfélaginu þar sem kröftug skoðanaskipti hafa farið fram við ríkisstjórnarborðið sem og við morgunverðarborðið vítt og breitt um landið. Ég hef hlustað eftir öllum hugmyndum og öllum hugsanlegum útgáfum af Brexit. Herra forseti, þetta er rétta útgáfan af Brexit, sem sagt að ganga úr ESB þann 29. mars 2019.“Boris Johnson, sagði af sér í dag sem utanríkisráðherra Bretlands. Í hans stað kemur Jeremy Hunt.Vísir/APLeiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að svo virtist vera að innanflokksátökin í Íhaldsflokknum skiptu meira máli en hagsmunir þjóðarinnar og að ríkisstjórnin ætti að víkja fyrir einhverjum sem bæri þjóðarhag fyrir brjósti. „Það er ljós, herra forseti, að þessi ríkisstjórn getur ekki gengið frá samkomulagi um að tryggja efnahag landsins; um að tryggja störf og lífskjör. Það er ljóst að þessi ríkisstjórn getur ekki komist að góðu samkomulagi fyrir Bretland.“ Afsögn ráðherranna er sögð undanfari stærra uppgjörs innan Íhaldsflokksin og eru þingmenn hans sagðir safna undirskriftum til að lýsa yfir vantrausti á May. Talsmaður Downing strætis segir að forsætisráðherrann muni verjast vantraustsyfirlýsingu komi hún fram en stjórnmálaskýrendur telja að ekki sé meirihluti í þingflokki íhaldsmanna til að lýsa yfir vantrausti. David Davis segist ekki ætla að skora forsætisráðherrann á hólm fari svo að boðað verði til formannskosninga en Boris Johnson hefur ekki útilokað neitt í þeim efnum.
Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37
Boris Johnson segir af sér Boris Johnson hefur sagt af sér sem utanríkisráðherra Bretlands. 9. júlí 2018 14:05