Getur Daniel Cormier skráð sig á spjöld sögunnar? Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. júlí 2018 15:30 Daniel Cormier þegar hann varði titilinn sinn síðast. Vísir/Getty Stærsta bardagakvöld ársins fer fram í kvöld í Las Vegas þar sem tveir ríkjandi meistarar mætast í sannkölluðum ofurbardaga. Daniel Cormier getur skráð sig á spjöld sögunnar með sigri en á erfitt verkefni í vændum. UFC er alltaf með stórt bardagakvöld í kringum þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4. júlí. Bardagakvöldin á þessum tíma eru iðulega með þeim stærstu á árinu en á undanförnum þremur árum hafa bardagasamtökin alltaf orðið fyrir óhöppum skömmu fyrir bardagakvöldið. Á því var engin undantekning í ár en seint á miðvikudaginn kom í ljós að Max Holloway væri ófær um að keppa en hann átti að verja fjaðurvigtartitil sinn gegn Brian Ortega. Aðalbardagi kvöldsins er ennþá á sínum stað en þar mætast þeir Daniel Cormier og Stipe Miocic um þungavigtartitilinn. Cormier er ríkjandi léttþungavigtarmeistari en fer nú upp í þungavigt til að skora á Miocic. Það hefur alltaf verið eitthvað sérstaklega áhugavert við þungavigtina í bardagaíþróttum. Fyrsti þyngdarflokkurinn sem settur var á laggirnar í UFC var einmitt þungavigtin og hefur þyngdarflokkurinn alltaf þótt áhugaverður frá því Mark Coleman varð fyrsti þungavigtarmeistari UFC árið 1997. Fáum hefur þó tekist að halda titlinum lengi en fyrr á árinu varð Stipe Miocic sá fyrsti til að verja þungavigtartitilinn oftar en tvisvar. Þrjár titilvarnir hans fölna þó í samanburði við 11 titilvarnir Demetrious Johnson í fluguvigt. Léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier fer nú aftur upp í þungavigt en fyrstu 13 bardagar hans á MMA ferlinum voru í þungavigt. Þar var hann ósigraður og varð meðal annars þungavigtarmeistari Strikeforce bardagasamtakanna. Cormier hefur sigrað sterka keppendur í þungavigt á borð við Frank Mir, Roy Nelson, Josh Barnett og Antonio ‘Big Foot’ Silva. Það væri magnað afrek ef Cormier tækist að vinna Miocic í kvöld. Þar með yrði hann annar maðurinn í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma en aðeins Conor McGregor hefur náð að leika það eftir. Einu töp Cormier í búrinu voru gegn Jon Jones í léttþungavigtinni. Jones hefur lengi talað um að fara upp í þungavigt og skora á stóru strákana þar. Vandamál hans utan búrsins hafa þó haldið honum á hliðarlínunni og væri það eflaust sárt fyrir vandræðagemlinginn að sjá erkióvin sinn Daniel Cormier ná markmiðinum sem Jones hefur svo lengi talað um. Með sigri kemst Daniel Cormier ofarlega á lista yfir þá bestu í sögu MMA. Til þess þarf hann þó að sigra Stipe Miocic sem er að margra mati besti þungavigtarmaður í sögu UFC. UFC 226 fer fram í nótt og verður sýnt á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 2. MMA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira
Stærsta bardagakvöld ársins fer fram í kvöld í Las Vegas þar sem tveir ríkjandi meistarar mætast í sannkölluðum ofurbardaga. Daniel Cormier getur skráð sig á spjöld sögunnar með sigri en á erfitt verkefni í vændum. UFC er alltaf með stórt bardagakvöld í kringum þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, 4. júlí. Bardagakvöldin á þessum tíma eru iðulega með þeim stærstu á árinu en á undanförnum þremur árum hafa bardagasamtökin alltaf orðið fyrir óhöppum skömmu fyrir bardagakvöldið. Á því var engin undantekning í ár en seint á miðvikudaginn kom í ljós að Max Holloway væri ófær um að keppa en hann átti að verja fjaðurvigtartitil sinn gegn Brian Ortega. Aðalbardagi kvöldsins er ennþá á sínum stað en þar mætast þeir Daniel Cormier og Stipe Miocic um þungavigtartitilinn. Cormier er ríkjandi léttþungavigtarmeistari en fer nú upp í þungavigt til að skora á Miocic. Það hefur alltaf verið eitthvað sérstaklega áhugavert við þungavigtina í bardagaíþróttum. Fyrsti þyngdarflokkurinn sem settur var á laggirnar í UFC var einmitt þungavigtin og hefur þyngdarflokkurinn alltaf þótt áhugaverður frá því Mark Coleman varð fyrsti þungavigtarmeistari UFC árið 1997. Fáum hefur þó tekist að halda titlinum lengi en fyrr á árinu varð Stipe Miocic sá fyrsti til að verja þungavigtartitilinn oftar en tvisvar. Þrjár titilvarnir hans fölna þó í samanburði við 11 titilvarnir Demetrious Johnson í fluguvigt. Léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier fer nú aftur upp í þungavigt en fyrstu 13 bardagar hans á MMA ferlinum voru í þungavigt. Þar var hann ósigraður og varð meðal annars þungavigtarmeistari Strikeforce bardagasamtakanna. Cormier hefur sigrað sterka keppendur í þungavigt á borð við Frank Mir, Roy Nelson, Josh Barnett og Antonio ‘Big Foot’ Silva. Það væri magnað afrek ef Cormier tækist að vinna Miocic í kvöld. Þar með yrði hann annar maðurinn í sögu UFC til að vera meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma en aðeins Conor McGregor hefur náð að leika það eftir. Einu töp Cormier í búrinu voru gegn Jon Jones í léttþungavigtinni. Jones hefur lengi talað um að fara upp í þungavigt og skora á stóru strákana þar. Vandamál hans utan búrsins hafa þó haldið honum á hliðarlínunni og væri það eflaust sárt fyrir vandræðagemlinginn að sjá erkióvin sinn Daniel Cormier ná markmiðinum sem Jones hefur svo lengi talað um. Með sigri kemst Daniel Cormier ofarlega á lista yfir þá bestu í sögu MMA. Til þess þarf hann þó að sigra Stipe Miocic sem er að margra mati besti þungavigtarmaður í sögu UFC. UFC 226 fer fram í nótt og verður sýnt á Stöð 2 Sport en bein útsending hefst kl. 2.
MMA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Sjá meira