Stórir urriðar að veiðast í Laxárdalnum Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2018 11:00 Það eru flottir urriðar í Laxárdalnum Mynd: Bjarni Höskuldsson Laxárdalurinn í Laxá í Þingeyjasýslu hefur lengi laðað að sér veiðimenn sem leita sér að áskorun í urriðaveiði. Að veiða urriða er oft mikil áskorun og þá sérstaklega þegar við erum að tala um stóra urriða en þeir eru klárlega sýnd veiði en ekki gefinn. Það eru nokkur mjög skemmtileg veiðisvæði fyrir stórann urriða á Íslandi og eitt af þeim mest krefjandi er Laxárdalurinn. Þar getur veiðimaður þurft að sitja fyrir stórum fiski þangað til hann gefur færi á sér og með nettum græjum og litlum flugum og mikilli kænsku er það oftar en ekki veiðimaðurinn sem hefur betur. Veiðin í Laxárdalnum hefur verið ágæt í sumar og það er eftir því tekið að fiskurinn sem er að veiðast er bæði stór og vel haldinn. Það er greinilegt að dalurinn er að taka vel við sér eftir nokkur mögur ár og veiðimenn sem voru þar við veiðar í gær gerðu góða veiði þegar ellefu stórum urriðum var landað úr einum og sama veiðistaðnum. Veiðistaðurinn er Birningsstaðaflói og eins og sést á myndunum er um feita og fallega urriða að ræða. Það eru reglulega góðar fréttir fyrir unnendur svæðisins að heyra af uppganginum þar núna enda fáir staðir jafn skemmtilegir að veiða þegar kemur að náttúrufegurð og dalurinn við Laxá. Mest lesið Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Lifnar yfir Syðri Brú Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði
Laxárdalurinn í Laxá í Þingeyjasýslu hefur lengi laðað að sér veiðimenn sem leita sér að áskorun í urriðaveiði. Að veiða urriða er oft mikil áskorun og þá sérstaklega þegar við erum að tala um stóra urriða en þeir eru klárlega sýnd veiði en ekki gefinn. Það eru nokkur mjög skemmtileg veiðisvæði fyrir stórann urriða á Íslandi og eitt af þeim mest krefjandi er Laxárdalurinn. Þar getur veiðimaður þurft að sitja fyrir stórum fiski þangað til hann gefur færi á sér og með nettum græjum og litlum flugum og mikilli kænsku er það oftar en ekki veiðimaðurinn sem hefur betur. Veiðin í Laxárdalnum hefur verið ágæt í sumar og það er eftir því tekið að fiskurinn sem er að veiðast er bæði stór og vel haldinn. Það er greinilegt að dalurinn er að taka vel við sér eftir nokkur mögur ár og veiðimenn sem voru þar við veiðar í gær gerðu góða veiði þegar ellefu stórum urriðum var landað úr einum og sama veiðistaðnum. Veiðistaðurinn er Birningsstaðaflói og eins og sést á myndunum er um feita og fallega urriða að ræða. Það eru reglulega góðar fréttir fyrir unnendur svæðisins að heyra af uppganginum þar núna enda fáir staðir jafn skemmtilegir að veiða þegar kemur að náttúrufegurð og dalurinn við Laxá.
Mest lesið Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Lifnar yfir Syðri Brú Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði