Skoða sölu á íslenskum heyrúllum til Noregs Sveinn Arnarsson skrifar 7. júlí 2018 10:12 Heyfengur er víðast hvar með besta móti, sér í lagi norðanlands, og bætist við góða uppskeru í fyrra. Fréttablaðið/Stefán Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur hafið forkönnun á því hvort bændur vilji selja umframhey sem þeir gætu átt til suðurhluta Noregs þar sem miklir þurrkar hafa verið og heyfengur rýr. Fjölmargir bændur hafa haft samband við Ráðgjafarstöðina og sagst opnir fyrir því að selja hey. Guðfinna Harpa Árnadóttir, ráðunautur hjá RML, segir bændur á Norður- og Norðausturlandi eiga mikið til af fyrningum síðasta árs og líkur séu á afar góðri heyuppskeru á þessu ári. Á móti kemur að markaður er fyrir hey erlendis og þá helst í suðurhluta Noregs. „Við vildum vekja athygli bænda á þessu þar sem eftirspurn er eftir heyi þar. Því gætu bændur nýtt stöðuna og selt hey,“ segir Guðfinna Harpa. „Þetta er aðeins forkönnun núna en við eigum eftir að fara í gegnum matvælastofnanir beggja þjóða til að fara áfram með málið. En ef allt yrði okkur hagfellt þá gætu bændur fengið eitthvað fyrir heyið.“ Spretta í fyrra var með besta móti þar sem margir bændur byrjuðu heyskap snemma og voru að heyja fram eftir öllu hausti. Margir bændur eiga því fyrningar frá því í fyrra auk þess sem sprettan í ár gæti orðið mun meiri en bændur þurfa fyrir sinn búskap. Því er mikilvægt fyrir þá að geta fengið upp í þann kostnað sem fylgir heyskap. Nú þegar hefur þó nokkur hópur sett sig í samband við RML. „Það er töluvert til af heyi og á listanum hjá okkur núna erum við með seljendur upp á nokkur þúsund heyrúllur. Hins vegar skiptir miklu máli að heyið sé af túnum sem falla að ákveðnum reglum, svo sem að það má ekki vera á beittum túnum og ekki á túnum sem borinn er skítur á,“ segir Guðfinna Harpa. „Einnig er mikilvægt að heyið sé ekki af svæðum þar sem greinst hefur garnaveiki síðasta áratuginn eða af svæðum þar sem riða hefur komið upp síðustu tuttugu ár. Það lokar auðvitað ákveðnum svæðum,“ bætir Guðfinna Harpa Árnadóttir við. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur hafið forkönnun á því hvort bændur vilji selja umframhey sem þeir gætu átt til suðurhluta Noregs þar sem miklir þurrkar hafa verið og heyfengur rýr. Fjölmargir bændur hafa haft samband við Ráðgjafarstöðina og sagst opnir fyrir því að selja hey. Guðfinna Harpa Árnadóttir, ráðunautur hjá RML, segir bændur á Norður- og Norðausturlandi eiga mikið til af fyrningum síðasta árs og líkur séu á afar góðri heyuppskeru á þessu ári. Á móti kemur að markaður er fyrir hey erlendis og þá helst í suðurhluta Noregs. „Við vildum vekja athygli bænda á þessu þar sem eftirspurn er eftir heyi þar. Því gætu bændur nýtt stöðuna og selt hey,“ segir Guðfinna Harpa. „Þetta er aðeins forkönnun núna en við eigum eftir að fara í gegnum matvælastofnanir beggja þjóða til að fara áfram með málið. En ef allt yrði okkur hagfellt þá gætu bændur fengið eitthvað fyrir heyið.“ Spretta í fyrra var með besta móti þar sem margir bændur byrjuðu heyskap snemma og voru að heyja fram eftir öllu hausti. Margir bændur eiga því fyrningar frá því í fyrra auk þess sem sprettan í ár gæti orðið mun meiri en bændur þurfa fyrir sinn búskap. Því er mikilvægt fyrir þá að geta fengið upp í þann kostnað sem fylgir heyskap. Nú þegar hefur þó nokkur hópur sett sig í samband við RML. „Það er töluvert til af heyi og á listanum hjá okkur núna erum við með seljendur upp á nokkur þúsund heyrúllur. Hins vegar skiptir miklu máli að heyið sé af túnum sem falla að ákveðnum reglum, svo sem að það má ekki vera á beittum túnum og ekki á túnum sem borinn er skítur á,“ segir Guðfinna Harpa. „Einnig er mikilvægt að heyið sé ekki af svæðum þar sem greinst hefur garnaveiki síðasta áratuginn eða af svæðum þar sem riða hefur komið upp síðustu tuttugu ár. Það lokar auðvitað ákveðnum svæðum,“ bætir Guðfinna Harpa Árnadóttir við.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira