Fyrrum samherjar hjá Man United eru nú andstæðingar í norsku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2018 15:00 Henning Berg og Ole Gunnar Solskjær fagna titli með Manchester United. Vísir/Getty Þeir spiluðu saman með stórliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á tíunda áratugnum en eru núna orðnir andstæðingar nú þegar þeir nálgast fimmtugsafmælið. Við erum að tala um norsku knattspyrnugoðsagnirnar Ole Gunnar Solskjær og Henning Berg sem eru 45 ára og 48 ára gamlir í dag. Henning Berg var í gær ráðinn sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk en þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. Ole Gunnar Solskjær hefur þjálfað lið Molde frá 2015 og áður frá 2011 til 2014.Henning Berg ny Stabæk-trener. Les mer her: https://t.co/AQv0bdyYlapic.twitter.com/l4u31LPKDx — Stabæk Fotball (@Stabaek) July 4, 2018 Stabæk er í bullandi fallbaráttu í norsku úrvalsdeildinni og rak spænska þjálfarann Antoni Ordinas í lok júní. Nú er Henning Berg ætlað að tryggja sæti liðsins í deildinni,. Molde nálgaðist á sama tíma titilbaráttuna með 4-0 stórsigri á toppliði Brann í síðustu umferð. Solskjær hefur tvisvar unnið norsku úrvalsdeildina með Molde en síðast árið 2012. Þetta er fyrsta starf í Noregi síðan að hann þjálfaði lið Lilleström SK árið 2011. Hann stýrði einnig Lyn frá 2005 til 2008 eða áður en hann færði sig yfir til Lilleström. Frá 2011 hefur hann stýrt liði í Englandi (Blackburn), Póllandi (Legia Varsjá) og Ungverjalandi (Videoton) þar sem hann starfaði síðast. „Það er mitt mat að Stabæk hafi í mörg ár gert mikið úr litlu. Þar þora menn að hugsa stórt þótt að félagið sé lítið. Félaginu er vel stjórnað, það er sókndjarft og jákvætt og fer sínar eigin leiðir,“ sagði Henning Berg við heimasíðu Stabæ. Henning Berg og Ole Gunnar Solskjær spiluðu saman í þrjú tímabil með Manchester United og þar á meðal er 1998-99 tímabilið þegar félagið vann þrefalt. Enski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Þeir spiluðu saman með stórliði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á tíunda áratugnum en eru núna orðnir andstæðingar nú þegar þeir nálgast fimmtugsafmælið. Við erum að tala um norsku knattspyrnugoðsagnirnar Ole Gunnar Solskjær og Henning Berg sem eru 45 ára og 48 ára gamlir í dag. Henning Berg var í gær ráðinn sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Stabæk en þetta er staðfest á heimasíðu félagsins. Ole Gunnar Solskjær hefur þjálfað lið Molde frá 2015 og áður frá 2011 til 2014.Henning Berg ny Stabæk-trener. Les mer her: https://t.co/AQv0bdyYlapic.twitter.com/l4u31LPKDx — Stabæk Fotball (@Stabaek) July 4, 2018 Stabæk er í bullandi fallbaráttu í norsku úrvalsdeildinni og rak spænska þjálfarann Antoni Ordinas í lok júní. Nú er Henning Berg ætlað að tryggja sæti liðsins í deildinni,. Molde nálgaðist á sama tíma titilbaráttuna með 4-0 stórsigri á toppliði Brann í síðustu umferð. Solskjær hefur tvisvar unnið norsku úrvalsdeildina með Molde en síðast árið 2012. Þetta er fyrsta starf í Noregi síðan að hann þjálfaði lið Lilleström SK árið 2011. Hann stýrði einnig Lyn frá 2005 til 2008 eða áður en hann færði sig yfir til Lilleström. Frá 2011 hefur hann stýrt liði í Englandi (Blackburn), Póllandi (Legia Varsjá) og Ungverjalandi (Videoton) þar sem hann starfaði síðast. „Það er mitt mat að Stabæk hafi í mörg ár gert mikið úr litlu. Þar þora menn að hugsa stórt þótt að félagið sé lítið. Félaginu er vel stjórnað, það er sókndjarft og jákvætt og fer sínar eigin leiðir,“ sagði Henning Berg við heimasíðu Stabæ. Henning Berg og Ole Gunnar Solskjær spiluðu saman í þrjú tímabil með Manchester United og þar á meðal er 1998-99 tímabilið þegar félagið vann þrefalt.
Enski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira