Einfalt og öflugt kerfi Kristján Þór Júlíusson skrifar 3. júlí 2018 07:00 Vorið 2016 samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp mitt sem þáverandi heilbrigðisráðherra um að koma á nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustuna. Frumvarpið byggði á tillögum nefndar sem leidd var af Pétri heitnum Blöndal. Um var að ræða grundvallarbreytingar – þær mestu sem gerðar höfðu verið á greiðsluþátttöku sjúklinga í áraraðir. Helstu markmið frumvarpsins voru að skapa einfaldara, gegnsærra og skiljanlegra greiðsluþátttökukerfi. Verja þá sem mest þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda fyrir háum útgjöldum. Draga úr útgjöldum barnafjölskyldna og styrkja hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar fólks í heilbrigðiskerfinu. Frumvarpið varð að lögum 2. júní 2016 og tók nýja kerfið gildi 1. maí 2017. Starfsfólk velferðarráðuneytisins ásamt Sjúkratryggingum Íslands undir stjórn Steingríms Ara Arasonar unnu vel að framkvæmd málsins og þá var samvinna við velferðarnefnd undir forystu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur til mikillar fyrirmyndar. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú tekið saman skýrslu um reynsluna af þessu nýja kerfi. Niðurstaðan er sérstaklega ánægjuleg en staðreyndirnar tala sínu máli: Markmið nýja kerfisins um að lækka verulega útgjöld þeirra sem mest þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda hefur náðst. l Þak á hámarksgreiðslur sjúklinga hefur varið þá sem veikastir eru fyrir miklum útgjöldum. l Útgjöld barnafjölskyldna í hinu nýja kerfi hafa lækkað. l Hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar í heilbrigðiskerfinu hefur styrkst. l Meðalútgjöld einstaklinga vegna allrar þjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið, bæði samningsbundinnar þjónustu SÍ, þjónustu á sjúkrahúsum og heilsugæslu, hafa lækkað um 19%. l Heildarútgjöld einstaklinga vegna allrar þjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið lækkuðu um rúmar 800 milljónir miðað við árið 2016. Það eru gleðitíðindi hversu vel hefur til tekist á fyrsta ári nýs kerfis. Við eigum að halda áfram á þessari braut og draga enn frekar úr greiðsluþátttöku sjúklinga líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Vorið 2016 samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp mitt sem þáverandi heilbrigðisráðherra um að koma á nýju greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustuna. Frumvarpið byggði á tillögum nefndar sem leidd var af Pétri heitnum Blöndal. Um var að ræða grundvallarbreytingar – þær mestu sem gerðar höfðu verið á greiðsluþátttöku sjúklinga í áraraðir. Helstu markmið frumvarpsins voru að skapa einfaldara, gegnsærra og skiljanlegra greiðsluþátttökukerfi. Verja þá sem mest þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda fyrir háum útgjöldum. Draga úr útgjöldum barnafjölskyldna og styrkja hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar fólks í heilbrigðiskerfinu. Frumvarpið varð að lögum 2. júní 2016 og tók nýja kerfið gildi 1. maí 2017. Starfsfólk velferðarráðuneytisins ásamt Sjúkratryggingum Íslands undir stjórn Steingríms Ara Arasonar unnu vel að framkvæmd málsins og þá var samvinna við velferðarnefnd undir forystu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur til mikillar fyrirmyndar. Sjúkratryggingar Íslands hafa nú tekið saman skýrslu um reynsluna af þessu nýja kerfi. Niðurstaðan er sérstaklega ánægjuleg en staðreyndirnar tala sínu máli: Markmið nýja kerfisins um að lækka verulega útgjöld þeirra sem mest þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda hefur náðst. l Þak á hámarksgreiðslur sjúklinga hefur varið þá sem veikastir eru fyrir miklum útgjöldum. l Útgjöld barnafjölskyldna í hinu nýja kerfi hafa lækkað. l Hlutverk heilsugæslunnar sem fyrsta viðkomustaðar í heilbrigðiskerfinu hefur styrkst. l Meðalútgjöld einstaklinga vegna allrar þjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið, bæði samningsbundinnar þjónustu SÍ, þjónustu á sjúkrahúsum og heilsugæslu, hafa lækkað um 19%. l Heildarútgjöld einstaklinga vegna allrar þjónustu sem fellur undir greiðsluþátttökukerfið lækkuðu um rúmar 800 milljónir miðað við árið 2016. Það eru gleðitíðindi hversu vel hefur til tekist á fyrsta ári nýs kerfis. Við eigum að halda áfram á þessari braut og draga enn frekar úr greiðsluþátttöku sjúklinga líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun