Náðu mynd af nýfæddri reikistjörnu í fyrsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2018 13:04 Reikistjarnan kemur fram sem bjartur blettur hægra megin við svarta miðju myndarinnar. Vísindamennirnir notuðu svonefnda kórónusjá til þess að hylja ljósið frá stjörnunni í miðju nýja sólkerfisins til þess að þeir gætu séð efnisskífuna og reikistjörnuna sem annars hyrfu í glýju stjörnunnar. ESO/A. Müller et al. Stjörnufræðingar hafa náð því sem þeir telja fyrstu staðfestu myndinni af reikistjörnu í mótun á braut um nýja stjörnu. Mælingar benda til þess að reikistjarnan sé gasrisi með skýjaðan lofthjúp. Fjarreikistjarnan er á braut um PDS 70, unga dvergstjörnu, að því er segir í frétt á vef ESO, evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli. Stjarnan er svo ung að hún er enn umkringd ryk- og gasskífu sem reikistjarnan plægir sig í gegnum. Myndinni af reikistjörninni, sem hlotið hefur nafnið PDS 70b, náðu vísindamenn við Max Planck-stjörnufræðistofnunina í Þýskalandi, með SPHERE-reikistjörnuleitartækinu á VLT-sjónauka ESO í Síle. Þetta er í fyrsta skipti sem vísindamenn hafa getað staðfest að þeir hafi komið auga á reikistjörnu í myndun í rykskífu í kringum stjörnu. PDS 70b er um þrjá milljarða kílómetra frá móðurstjörnu sinni, um það bil jafnlangt og fjarlægðin á milli sólarinnar og Úranusar. Reikistjarnan er nokkrum sinnum efnismeiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Hitinn við yfirborð gasrisans er talinn um 1.000°C. Það er margfalt heitara en á Venusi, heitustu reikistjörnunni í okkar sólkerfi. Í frétt Space.com kemur fram að móðurstjarnan sé um 5,4 milljóna ára gömul. Hún er í um 370 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Athuganirnar geta hjálpað stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur myndast úr efnisskífum sem þessari. Eftir að vísindamennirnir komust að eiginleikum reikistjörnunnar gátu þeir prófað kennileg líkön sem skýra myndun reikistjarna. „Við urðum að gera mælingar á reikistjörnunni í skífunni til að skilja betur ferlin sem liggja að baki myndun hennar,“ segir André Müller, einn þeirra sem hafði umsjón með mælingunum. Vísindi Tengdar fréttir Vísbendingar um fyrsta fjartunglið í fjarlægu sólkerfi Fjartungl sem vísindamenn hafa séð vísbendingar um gæti verið á stærð við Neptúnus, margfalt stærri en nokkurt tungl í sólkerfinu okkar. Tungl eru talin mikilvæg fyrir lífvænleika reikistjarna en ekkert slíkt hefur fundist utan sólkerfis okkar enn sem komið er. 28. júlí 2017 15:37 Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00 Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00 Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa náð því sem þeir telja fyrstu staðfestu myndinni af reikistjörnu í mótun á braut um nýja stjörnu. Mælingar benda til þess að reikistjarnan sé gasrisi með skýjaðan lofthjúp. Fjarreikistjarnan er á braut um PDS 70, unga dvergstjörnu, að því er segir í frétt á vef ESO, evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli. Stjarnan er svo ung að hún er enn umkringd ryk- og gasskífu sem reikistjarnan plægir sig í gegnum. Myndinni af reikistjörninni, sem hlotið hefur nafnið PDS 70b, náðu vísindamenn við Max Planck-stjörnufræðistofnunina í Þýskalandi, með SPHERE-reikistjörnuleitartækinu á VLT-sjónauka ESO í Síle. Þetta er í fyrsta skipti sem vísindamenn hafa getað staðfest að þeir hafi komið auga á reikistjörnu í myndun í rykskífu í kringum stjörnu. PDS 70b er um þrjá milljarða kílómetra frá móðurstjörnu sinni, um það bil jafnlangt og fjarlægðin á milli sólarinnar og Úranusar. Reikistjarnan er nokkrum sinnum efnismeiri en Júpíter, stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Hitinn við yfirborð gasrisans er talinn um 1.000°C. Það er margfalt heitara en á Venusi, heitustu reikistjörnunni í okkar sólkerfi. Í frétt Space.com kemur fram að móðurstjarnan sé um 5,4 milljóna ára gömul. Hún er í um 370 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Athuganirnar geta hjálpað stjörnufræðingum að skilja betur hvernig reikistjörnur myndast úr efnisskífum sem þessari. Eftir að vísindamennirnir komust að eiginleikum reikistjörnunnar gátu þeir prófað kennileg líkön sem skýra myndun reikistjarna. „Við urðum að gera mælingar á reikistjörnunni í skífunni til að skilja betur ferlin sem liggja að baki myndun hennar,“ segir André Müller, einn þeirra sem hafði umsjón með mælingunum.
Vísindi Tengdar fréttir Vísbendingar um fyrsta fjartunglið í fjarlægu sólkerfi Fjartungl sem vísindamenn hafa séð vísbendingar um gæti verið á stærð við Neptúnus, margfalt stærri en nokkurt tungl í sólkerfinu okkar. Tungl eru talin mikilvæg fyrir lífvænleika reikistjarna en ekkert slíkt hefur fundist utan sólkerfis okkar enn sem komið er. 28. júlí 2017 15:37 Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00 Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00 Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Sjá meira
Vísbendingar um fyrsta fjartunglið í fjarlægu sólkerfi Fjartungl sem vísindamenn hafa séð vísbendingar um gæti verið á stærð við Neptúnus, margfalt stærri en nokkurt tungl í sólkerfinu okkar. Tungl eru talin mikilvæg fyrir lífvænleika reikistjarna en ekkert slíkt hefur fundist utan sólkerfis okkar enn sem komið er. 28. júlí 2017 15:37
Hefja leit að fjarreikistjörnum í bakgarði okkar Geimvísindastofnun Bandaríkjanna og SpaceX munu í kvöld skjóta sjónaukanum Transiting Exoplanet Survey Satellite eða Tess á braut um Jörðu. 16. apríl 2018 17:00
Bæta tæknina til að finna fjarlægar jarðir Guðmundur Kári Stefánsson vinnur að því að gera mælitæki nákvæmari svo hægt verði að finna lífvænlega hnetti á braut um aðrar stjörnur. 26. september 2017 21:00
Mögulega lífvænlegur hnöttur í rólegu hverfi Fjarreikistjarnan Ross 128b er á stærð við jörðina og á braut um stjörnu sem gæti hentað betur fyrir möguleikann á lífi en margar aðrar sem fundist hafa fram að þessu. 16. nóvember 2017 16:00