Englendingar sjá fyrir sér „beina“ og „greiða“ leið inn í úrslitaleikinn á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2018 09:30 Harry Kane er líka í baráttunni um markakóngstitilinn. Vísir/Getty Englendingar voru bjartsýnir fyrir sextán liða úrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi eftir að þeir „tryggðu“ sér annað sætið í riðlinum en þeir eru enn bjartsýnni eftir úrslit helgarinnar. Þýskaland, Argentína, Portúgal og Spánn eru dæmi um öflugar knattspyrnuþjóðir sem eru farnar heim af HM og munu því ekki trufla leið enska landsliðsins í úrslitaleikinn. Spánverjar duttu úr keppni í gær og þar með er staðan þannig að engir fyrrum heimsmeistarar standa lengur í vegi fyrir enska landsliðinu og úrslitaleiknum á HM. Þýskaland, liðið sem hefur endað svo margar bestu keppnir enska landsliðsins á síðustu áratugum, hafði áður setið eftir í riðlakeppninni. Englendingar fögnuðu því ekki af ástæðulausu enda hafa þeir dottið út fyrir Þjóðverjum í vítakeppni í síðustu tveimur undanúrsltaleikjum liðsins (HM 1990 og EM 1996) Aðeins fimm þjóðir hafa slegið England út af HM þar af Þjóðverjar þrisvar (1970, 1990 og 2010). Hinar eru Brasilía (1962 og 2002), Argentína (1986 og 1998), Úrúgvæ (1954) og Portúgal (2006). Englandsmegin í útsláttarkeppninni eru því eftir England, Kólumbía, Svíþjóð, Sviss, Króatía og Rússland. Eitt af þessum liðum spilar til úrslita um heimsmeistaratitilinn í ár og HM-reynsla þeirra margra er af skornum skammti. BBC skoðaði stöðuna. Kólumbía hefur aðeins komist einu sinni í átta liða úrslit HM og það var fyrir fjórum árum síðan. Svisslendingar hafa líka komist lengst í átta liða úrslit.#ESP out #GER out #ARG out #POR out Are #ENG now the favourites to reach the #WorldCup final? Read in full https://t.co/9E2sNEd1GApic.twitter.com/Lql8v3aTdH — BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2018 Svíar hafa komist tvisvar í undanúrslit (1994 og 1958) og einu sinni í úrslitaleikinn en það var á heimavelli fyrir sextíu árum. Króatar fóru alla leið í undanúrslitin árið 1998 en hafa ekki náð því síðan og Rússar komust nú í fyrsta sinn upp úr riðlakeppninni eftir að Sovétríkin sundruðust árið 1991. Svisslendingar eru efstir á FIFA-listanum af þessum þjóðum en þeir eru í sjötta sæti. England er þar í 12. sæti, Kólumbía er í 16. sæti. Króatía er í 20. sæti og Svíar (24. sæti) og Rússar (70. sæti) eru fyrir neðan Ísland á listanum. Englendingar sjá því margir fyrir sér „beina“ og „greiða“ leið inn í úrslitaleikinn á HM. Fyrst á dagskrá er samt leikur við Kólumbíu í sextán liða úrslitunum annað kvöld. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Englendingar voru bjartsýnir fyrir sextán liða úrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi eftir að þeir „tryggðu“ sér annað sætið í riðlinum en þeir eru enn bjartsýnni eftir úrslit helgarinnar. Þýskaland, Argentína, Portúgal og Spánn eru dæmi um öflugar knattspyrnuþjóðir sem eru farnar heim af HM og munu því ekki trufla leið enska landsliðsins í úrslitaleikinn. Spánverjar duttu úr keppni í gær og þar með er staðan þannig að engir fyrrum heimsmeistarar standa lengur í vegi fyrir enska landsliðinu og úrslitaleiknum á HM. Þýskaland, liðið sem hefur endað svo margar bestu keppnir enska landsliðsins á síðustu áratugum, hafði áður setið eftir í riðlakeppninni. Englendingar fögnuðu því ekki af ástæðulausu enda hafa þeir dottið út fyrir Þjóðverjum í vítakeppni í síðustu tveimur undanúrsltaleikjum liðsins (HM 1990 og EM 1996) Aðeins fimm þjóðir hafa slegið England út af HM þar af Þjóðverjar þrisvar (1970, 1990 og 2010). Hinar eru Brasilía (1962 og 2002), Argentína (1986 og 1998), Úrúgvæ (1954) og Portúgal (2006). Englandsmegin í útsláttarkeppninni eru því eftir England, Kólumbía, Svíþjóð, Sviss, Króatía og Rússland. Eitt af þessum liðum spilar til úrslita um heimsmeistaratitilinn í ár og HM-reynsla þeirra margra er af skornum skammti. BBC skoðaði stöðuna. Kólumbía hefur aðeins komist einu sinni í átta liða úrslit HM og það var fyrir fjórum árum síðan. Svisslendingar hafa líka komist lengst í átta liða úrslit.#ESP out #GER out #ARG out #POR out Are #ENG now the favourites to reach the #WorldCup final? Read in full https://t.co/9E2sNEd1GApic.twitter.com/Lql8v3aTdH — BBC Sport (@BBCSport) July 1, 2018 Svíar hafa komist tvisvar í undanúrslit (1994 og 1958) og einu sinni í úrslitaleikinn en það var á heimavelli fyrir sextíu árum. Króatar fóru alla leið í undanúrslitin árið 1998 en hafa ekki náð því síðan og Rússar komust nú í fyrsta sinn upp úr riðlakeppninni eftir að Sovétríkin sundruðust árið 1991. Svisslendingar eru efstir á FIFA-listanum af þessum þjóðum en þeir eru í sjötta sæti. England er þar í 12. sæti, Kólumbía er í 16. sæti. Króatía er í 20. sæti og Svíar (24. sæti) og Rússar (70. sæti) eru fyrir neðan Ísland á listanum. Englendingar sjá því margir fyrir sér „beina“ og „greiða“ leið inn í úrslitaleikinn á HM. Fyrst á dagskrá er samt leikur við Kólumbíu í sextán liða úrslitunum annað kvöld.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira