Omega 3 gagnast ekki gegn hjartasjúkdómum samkvæmt umfangsmikilli rannsókn Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. júlí 2018 10:25 Ekki víst að allir Íslendingar verði sáttir viður niðurstöðurnar þrátt fyrir stórt úrtak sem nemur tæpum þriðjungi þjóðarinnar Vísir/Getty Ný rannsókn bendir til þess að lýsi eða fiskiolía með omega-3 fitusýrum geri ekkert til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma. Líkurnar á því að omega-3 fiskiolía leiði til bættrar hjartaheilsu séu einn á móti þúsund. Meiri líkur séu á að fitusýrurnar komi að gagni ef þær eru fengnar beint úr fiski. Niðurstöðurnar eru þvert á það sem áður var talið en þær koma frá rannsóknarmiðstöðinni Cochran í Bretlandi. Það er sjálfseignarstofnun með það markmið að efla sjálfstæðar vísindarannsóknir. Teknar voru saman niðurstöður 79 rannsókna með samtals 112,059 þátttakendur frá Norður-Ameríku, Evrópu, Ástralíu og Asíu. Þeir sem tóku hylki með omega-3 fitusýrum voru engu líklegri til að vera lausir við hjartasjúkdóma eða lifa lengur en þeir sem aldrei tóku hylkin. Lee Hooper, sem fór fyrir rannsókninni við University of East Anglia, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að fyrir vikið séu niðurstöðurnar mjög áreiðanlegar. Fylgst hafi verið með heilsu mikils fjölda yfir langan tíma án þess að nokkuð kæmi fram sem benti til þess að omega-3 væri gott fyrir hjartað. Þá hafi olía með omega-3 fitusýrum heldur ekki sýnt neina virkni gegn heilablóðföllum eða ótímabærum dauðsföllum almennt. Mikið hefur verið fjallað um omega-3 fitusýrur í ýmsum fjölmiðlum síðustu ár og þær oft nefndar í sömu andrá og svonefnd ofurfæða. Þær hafa meðal annars verið sagðar góðar fyrir hjarta- og æðakerfi. Þrátt fyrir þessar niðurstöður eru margar aðrar ástæður fyrir því að fólk tekur omega-3 og lýsi yfir höfuð. Því hefur verið haldið fram að neyslan hafi jákvæð áhrif á andlega heilsu, dragi úr liðverkjum og sé góð fyrir heila og miðtaugakerfið. Þá hafa vísindamenn lengi rannsakað tengsl á milli mikillar fiskneyslu og langlífis, t.d. í Japan og öðrum eyjasamfélögum. Svo virðist sem omega-3 fitusýrurnar gegni hins vegar ekki lykilhlutverki hvað það varðar eins og margir töldu. Vísindi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Ný rannsókn bendir til þess að lýsi eða fiskiolía með omega-3 fitusýrum geri ekkert til að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma. Líkurnar á því að omega-3 fiskiolía leiði til bættrar hjartaheilsu séu einn á móti þúsund. Meiri líkur séu á að fitusýrurnar komi að gagni ef þær eru fengnar beint úr fiski. Niðurstöðurnar eru þvert á það sem áður var talið en þær koma frá rannsóknarmiðstöðinni Cochran í Bretlandi. Það er sjálfseignarstofnun með það markmið að efla sjálfstæðar vísindarannsóknir. Teknar voru saman niðurstöður 79 rannsókna með samtals 112,059 þátttakendur frá Norður-Ameríku, Evrópu, Ástralíu og Asíu. Þeir sem tóku hylki með omega-3 fitusýrum voru engu líklegri til að vera lausir við hjartasjúkdóma eða lifa lengur en þeir sem aldrei tóku hylkin. Lee Hooper, sem fór fyrir rannsókninni við University of East Anglia, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að fyrir vikið séu niðurstöðurnar mjög áreiðanlegar. Fylgst hafi verið með heilsu mikils fjölda yfir langan tíma án þess að nokkuð kæmi fram sem benti til þess að omega-3 væri gott fyrir hjartað. Þá hafi olía með omega-3 fitusýrum heldur ekki sýnt neina virkni gegn heilablóðföllum eða ótímabærum dauðsföllum almennt. Mikið hefur verið fjallað um omega-3 fitusýrur í ýmsum fjölmiðlum síðustu ár og þær oft nefndar í sömu andrá og svonefnd ofurfæða. Þær hafa meðal annars verið sagðar góðar fyrir hjarta- og æðakerfi. Þrátt fyrir þessar niðurstöður eru margar aðrar ástæður fyrir því að fólk tekur omega-3 og lýsi yfir höfuð. Því hefur verið haldið fram að neyslan hafi jákvæð áhrif á andlega heilsu, dragi úr liðverkjum og sé góð fyrir heila og miðtaugakerfið. Þá hafa vísindamenn lengi rannsakað tengsl á milli mikillar fiskneyslu og langlífis, t.d. í Japan og öðrum eyjasamfélögum. Svo virðist sem omega-3 fitusýrurnar gegni hins vegar ekki lykilhlutverki hvað það varðar eins og margir töldu.
Vísindi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira