Allt í rétta átt hjá sveitarfélögunum Elvar Orri Hreinsson og Sölvi Sturluson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Rekstur sveitarfélaganna var nokkuð góður á síðasta ári. Afgangur sem hlutfall af tekjum A-hluta nam fjögur prósent og hefur það hlutfall farið vaxandi. Í áætlunum sveitarfélaganna er gert ráð fyrir að sú þróun haldi áfram og að hlutfall rekstrarniðurstöðu á móti tekjum verði orðið um sex prósent árið 2021. Skýringin á betri rekstrarniðurstöðu felst meðal annars í lægri fjármagnsgjöldum sökum lægri skuldsetningar og hagstæðara lánaumhverfis ásamt því að tekjur jukust umfram gjöld.Meiri áhersla á fjárfestingar Undanfarin ár hefur áhersla sveitarfélaganna í ríkum mæli verið á að lækka skuldir og stendur rekstur langflestra sveitarfélaga nú vel undir skuldsetningu sinni. Skuldir sem hlutfall af eignum sveitarfélaganna hafa lækkað frá því það náði hámarki í 73 prósentum árið 2009. Hlutfallið var 56 prósent árið 2017 og hefur ekki verið lægra frá árinu 2007.Sölvi Sturluson, viðskiptastjóri mannvirkja og innviða hjá ÍslandsbankaSveitarfélögin hafa lækkað langtímaskuldir sínar á hverju ári frá 2009, samtals um 193 milljarða króna. Samhliða áherslu sveitarfélaganna á að lækka skuldir má segja að myndast hafi ákveðin fjárfestingarþörf líkt og sást á liðnu ári þar sem fjárfesting á sveitarstjórnarstiginu óx töluvert umfram væntingar. Þá eru umtalsverðar fjárfestingar einnig ráðgerðar á þessu ári. Svigrúm til skattalækkana? Skatttekjur eru helsti tekjuöflunarþáttur sveitarfélaganna og leika útsvarstekjur þar stærsta hlutverkið. Langflest þeirra innheimta hámarksútsvar (14,52%) og eru álögur íbúa þeirra því með hæsta móti. Einungis þrjú sveitarfélög innheimta lágmarksútsvar (12,44%) og 15 sveitarfélög eru þar á milli. Það er því ljóst að heilt yfir er svigrúm sveitarfélaganna til lækkunar á útsvari meira en til hækkunar. Í ljósi uppsafnaðrar fjárfestingarþarfar munu sveitarfélögin að öllum líkindum frekar leggja áherslu á að mæta þeirri þörf áður en til skattalækkana kemur.Höfundar starfa hjá Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Rekstur sveitarfélaganna var nokkuð góður á síðasta ári. Afgangur sem hlutfall af tekjum A-hluta nam fjögur prósent og hefur það hlutfall farið vaxandi. Í áætlunum sveitarfélaganna er gert ráð fyrir að sú þróun haldi áfram og að hlutfall rekstrarniðurstöðu á móti tekjum verði orðið um sex prósent árið 2021. Skýringin á betri rekstrarniðurstöðu felst meðal annars í lægri fjármagnsgjöldum sökum lægri skuldsetningar og hagstæðara lánaumhverfis ásamt því að tekjur jukust umfram gjöld.Meiri áhersla á fjárfestingar Undanfarin ár hefur áhersla sveitarfélaganna í ríkum mæli verið á að lækka skuldir og stendur rekstur langflestra sveitarfélaga nú vel undir skuldsetningu sinni. Skuldir sem hlutfall af eignum sveitarfélaganna hafa lækkað frá því það náði hámarki í 73 prósentum árið 2009. Hlutfallið var 56 prósent árið 2017 og hefur ekki verið lægra frá árinu 2007.Sölvi Sturluson, viðskiptastjóri mannvirkja og innviða hjá ÍslandsbankaSveitarfélögin hafa lækkað langtímaskuldir sínar á hverju ári frá 2009, samtals um 193 milljarða króna. Samhliða áherslu sveitarfélaganna á að lækka skuldir má segja að myndast hafi ákveðin fjárfestingarþörf líkt og sást á liðnu ári þar sem fjárfesting á sveitarstjórnarstiginu óx töluvert umfram væntingar. Þá eru umtalsverðar fjárfestingar einnig ráðgerðar á þessu ári. Svigrúm til skattalækkana? Skatttekjur eru helsti tekjuöflunarþáttur sveitarfélaganna og leika útsvarstekjur þar stærsta hlutverkið. Langflest þeirra innheimta hámarksútsvar (14,52%) og eru álögur íbúa þeirra því með hæsta móti. Einungis þrjú sveitarfélög innheimta lágmarksútsvar (12,44%) og 15 sveitarfélög eru þar á milli. Það er því ljóst að heilt yfir er svigrúm sveitarfélaganna til lækkunar á útsvari meira en til hækkunar. Í ljósi uppsafnaðrar fjárfestingarþarfar munu sveitarfélögin að öllum líkindum frekar leggja áherslu á að mæta þeirri þörf áður en til skattalækkana kemur.Höfundar starfa hjá Íslandsbanka
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar