Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. júlí 2018 10:08 Heimir Hallgrímsson kveður eftir sjö ára starf. Fréttablaðið/Eyþór Heimir Hallgrímsson verður ekki áfram landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta en þetta staðfestir KSÍ með fréttatilkynningu til fjölmiðla. Samningur Heimis við KSÍ rann út eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi en vitað var að hann myndi gefa sér að minnsta kosti tvær vikur til að ákveða næstu skref. Heimir varð aðstoðarlandsliðsþjálfari Lars Lagerbäck árið 2011 og samþjálfari hans árið 2014 en hann hefur stýrt íslenska liðinu sem aðalþjálfari síðan 2016 og náð ótrúlegum árangri.Heimir hefur verið í þjálfarateyminu og þjálfað liðið síðan árið 2011.vísir/vilhelmHeimir var fyrsti kostur KSÍ fer nú í það að finna eftirmann Heimis en frekar verður greint frá málum á fréttamannafundi sem fram fer í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13.15. Knattspyrnusambandið má ekki vera of lengi að ráða eftirmann Heimis því liðið mætir Belgíu í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar 11. september. „Heimir var auðvitað okkar fyrsti kostur í starfið, enda hefur hann unnið frábært starf á þessum árum sem hann hefur verið með liðið. Íslensk knattspyrna hefur aldrei staðið jafn framarlega og aldrei áður notið jafn mikillar athygli hérlendis sem erlendis,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. „Við bundum miklar vonir við að Heimir yrði áfram, en niðurstaðan er þó sú að Heimir hættir með liðið að eigin ósk og vil ég fyrir hönd KSÍ þakka honum kærlega fyrir samstarfið og óska honum alls hins besta í framtíðinni. KSÍ mun nú taka næstu skref í ráðningu nýs landsliðsþjálfara,“ segir Guðni.Hvað tekur við?Vísir/GettyÞakkar öllum „Eftir sjö góð ár hjá Knattspyrnusambandi Íslands hef ég ákveðið að halda ekki áfram með A-landslið karla,“ segir Heimir í fréttatilkynningunni. „Ég skil sáttur og þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hluti af þessari sterku liðsheild sem þessi hópur hefur fyrst og fremst staðið fyrir. Hluti af hópi sem hefur rutt leiðina fyrir komandi kynslóðir og gert svo ótal margt í fyrsta skipti í sögunni. Það eru forréttindi að geta yfirgefið verkefnið á tímapunkti eins og í dag. Leikmenn á toppi síns ferils og hópurinn með mikla reynslu.“ „Umgjörð, vinnuumhverfi og verkferlar í föstum skorðum. Góður árangur hefur tryggt okkur sæti meðal þeirra bestu næstu ár. Árangurinn og frammistaðan hefur skapað virðingu fyrir íslenskri knattspyrnu. Þó leikmenn eigi heiðurinn og stærsta þáttinn í velgengninni þá er þáttur starfsfólksins í kringum liðið ómetanlegur.“ „Verkefnin framundan eru stór og spennandi. Um leið og ég þakka öllu samstarfsfólki, leikmönnum og stuðningsmönnum fyrir samstarfið, þá óska ég ykkur öllum velgengni næstu árin því ferðalagið er rétt að hefjast,“ segir Heimir Hallgrímsson.Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu af blaðamannafundi Heimis á Nordica.
Heimir Hallgrímsson verður ekki áfram landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta en þetta staðfestir KSÍ með fréttatilkynningu til fjölmiðla. Samningur Heimis við KSÍ rann út eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi en vitað var að hann myndi gefa sér að minnsta kosti tvær vikur til að ákveða næstu skref. Heimir varð aðstoðarlandsliðsþjálfari Lars Lagerbäck árið 2011 og samþjálfari hans árið 2014 en hann hefur stýrt íslenska liðinu sem aðalþjálfari síðan 2016 og náð ótrúlegum árangri.Heimir hefur verið í þjálfarateyminu og þjálfað liðið síðan árið 2011.vísir/vilhelmHeimir var fyrsti kostur KSÍ fer nú í það að finna eftirmann Heimis en frekar verður greint frá málum á fréttamannafundi sem fram fer í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 13.15. Knattspyrnusambandið má ekki vera of lengi að ráða eftirmann Heimis því liðið mætir Belgíu í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar 11. september. „Heimir var auðvitað okkar fyrsti kostur í starfið, enda hefur hann unnið frábært starf á þessum árum sem hann hefur verið með liðið. Íslensk knattspyrna hefur aldrei staðið jafn framarlega og aldrei áður notið jafn mikillar athygli hérlendis sem erlendis,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. „Við bundum miklar vonir við að Heimir yrði áfram, en niðurstaðan er þó sú að Heimir hættir með liðið að eigin ósk og vil ég fyrir hönd KSÍ þakka honum kærlega fyrir samstarfið og óska honum alls hins besta í framtíðinni. KSÍ mun nú taka næstu skref í ráðningu nýs landsliðsþjálfara,“ segir Guðni.Hvað tekur við?Vísir/GettyÞakkar öllum „Eftir sjö góð ár hjá Knattspyrnusambandi Íslands hef ég ákveðið að halda ekki áfram með A-landslið karla,“ segir Heimir í fréttatilkynningunni. „Ég skil sáttur og þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hluti af þessari sterku liðsheild sem þessi hópur hefur fyrst og fremst staðið fyrir. Hluti af hópi sem hefur rutt leiðina fyrir komandi kynslóðir og gert svo ótal margt í fyrsta skipti í sögunni. Það eru forréttindi að geta yfirgefið verkefnið á tímapunkti eins og í dag. Leikmenn á toppi síns ferils og hópurinn með mikla reynslu.“ „Umgjörð, vinnuumhverfi og verkferlar í föstum skorðum. Góður árangur hefur tryggt okkur sæti meðal þeirra bestu næstu ár. Árangurinn og frammistaðan hefur skapað virðingu fyrir íslenskri knattspyrnu. Þó leikmenn eigi heiðurinn og stærsta þáttinn í velgengninni þá er þáttur starfsfólksins í kringum liðið ómetanlegur.“ „Verkefnin framundan eru stór og spennandi. Um leið og ég þakka öllu samstarfsfólki, leikmönnum og stuðningsmönnum fyrir samstarfið, þá óska ég ykkur öllum velgengni næstu árin því ferðalagið er rétt að hefjast,“ segir Heimir Hallgrímsson.Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu af blaðamannafundi Heimis á Nordica.
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti