Skutull og pína Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. júlí 2018 10:00 Eiga Íslendingar að stunda hvalveiðar? Svarið er flóknara en ætla mætti, eins og svo oft er raunin þegar siðfræði og líffræði mætast. Við, sem ein þriggja þjóða í heiminum sem stundar hvalveiðiiðnað, ættum hins vegar ekki að veigra okkur við því að svara henni. Stuðningsmenn hvalveiða hafa í gegnum tíðina vísað í þjóðhagslegt hagkvæmi þeirra. Á árunum 1973 til 1985 svaraði hvalvinnsla til um 0,07 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands taldi árið 2010 að veiðar á 150 langreyðum og jafn mörgum hrefnum myndi skila 750 milljónum króna í launagreiðslur og um milljarði í virðisauka. Önnur rök taka til afráns. Að því gefnu að hvalir éti úr þeim fiskistofnum sem Íslendingar nýta má ætla að með því að stunda sjálfbærar hvalveiðar megi auka þann hagnað sem hafa má af veiðum á þeim fiskistofnum. Hafa ber í huga að samspil afráns hvala og fiskistofna eru flókin vísindi sem erfitt er að túlka. Þetta er annar kostur. Sá þriðji er síðan meint menningarlegt gildi veiðanna og rökin að þær séu svo samofnar íslenskri menningu að ómögulegt sé að hætta þeim. Hvort að það sé þjóðhagslega skynsamlegt að stunda hvalveiðar verður að meta í víðara samhengi alþjóðlegra skuldbindinga, ásýndar landsins og uppgangs í ferðaþjónustu. Orðspor Íslands er eitthvað sem tekur áratugi að móta, en augnablik að tapast og verður ekki metið til fjár. Þeir sem stunda hvalveiðar núna virðast átta sig á því að heldur þunn rök séu til staðar sem styðja við veiðarnar. Núna eru veiðarnar stundaðar undir þeim formerkjum að hvalkjötið verði nýtt til að vinna á járnskorti mannkyns. Blóðleysi er sannarlega alvarlegt og hnattrænt heilbrigðisvandamál en það verður að teljast ólíklegt að hvaladráp séu þægilegasta og hvað þá óumdeildasta leiðin til að vinna á því. Hvað sem þjóðhagslegu hagkvæmi líður eru öflugustu rökin gegn hvalveiðum líklega þau að ómögulegt er að tryggja að þær séu stundaðar með mannúðlegum hætti. Hvalir geta upplifað meiriháttar þjáningar eftir að þeir eru skotnir með sprengiskutli og dregnir til hafnar. Mannúðarsjónarmið eiga sannarlega erindi í umræðuna um hvalveiðar. Bæði vegna þess að manneskjan getur seint verið eina tegundin á Jörðinni sem nýtur réttinda og vegna þess að enn er mörgum spurningum ósvarað um líf og vitsmuni hvala. Þegar við veltum upp spurningunni um vitsmuni hvala ættum við ekki að spyrja hvort þeir geti hugsað eða talað, heldur hvort þeir geti þjáðst. Sem þeir sannarlega geta gert. Núna sem aldrei fyrr en þörf á heilbrigðri rökræðu um hvalveiðar. Svar hefur þegar fengist við pólitískri hlið málsins. Sjávarútvegsráðherra telur enga ástæðu til að breyta um stefnu. Spurningin um hvalveiðar tekur hins vegar ekki aðeins til pólitískrar afstöðu og staðreynda um hvala- og fiskistofna. Sé vilji til staðar til að komast að niðurstöðu sem sæmir upplýstri þjóð á 21. öldinni þurfum við að hafa tækin og tólin til að meta það hvort það sé dyggð fólgin í því að veiða hvali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Eiga Íslendingar að stunda hvalveiðar? Svarið er flóknara en ætla mætti, eins og svo oft er raunin þegar siðfræði og líffræði mætast. Við, sem ein þriggja þjóða í heiminum sem stundar hvalveiðiiðnað, ættum hins vegar ekki að veigra okkur við því að svara henni. Stuðningsmenn hvalveiða hafa í gegnum tíðina vísað í þjóðhagslegt hagkvæmi þeirra. Á árunum 1973 til 1985 svaraði hvalvinnsla til um 0,07 prósentum af vergri landsframleiðslu. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands taldi árið 2010 að veiðar á 150 langreyðum og jafn mörgum hrefnum myndi skila 750 milljónum króna í launagreiðslur og um milljarði í virðisauka. Önnur rök taka til afráns. Að því gefnu að hvalir éti úr þeim fiskistofnum sem Íslendingar nýta má ætla að með því að stunda sjálfbærar hvalveiðar megi auka þann hagnað sem hafa má af veiðum á þeim fiskistofnum. Hafa ber í huga að samspil afráns hvala og fiskistofna eru flókin vísindi sem erfitt er að túlka. Þetta er annar kostur. Sá þriðji er síðan meint menningarlegt gildi veiðanna og rökin að þær séu svo samofnar íslenskri menningu að ómögulegt sé að hætta þeim. Hvort að það sé þjóðhagslega skynsamlegt að stunda hvalveiðar verður að meta í víðara samhengi alþjóðlegra skuldbindinga, ásýndar landsins og uppgangs í ferðaþjónustu. Orðspor Íslands er eitthvað sem tekur áratugi að móta, en augnablik að tapast og verður ekki metið til fjár. Þeir sem stunda hvalveiðar núna virðast átta sig á því að heldur þunn rök séu til staðar sem styðja við veiðarnar. Núna eru veiðarnar stundaðar undir þeim formerkjum að hvalkjötið verði nýtt til að vinna á járnskorti mannkyns. Blóðleysi er sannarlega alvarlegt og hnattrænt heilbrigðisvandamál en það verður að teljast ólíklegt að hvaladráp séu þægilegasta og hvað þá óumdeildasta leiðin til að vinna á því. Hvað sem þjóðhagslegu hagkvæmi líður eru öflugustu rökin gegn hvalveiðum líklega þau að ómögulegt er að tryggja að þær séu stundaðar með mannúðlegum hætti. Hvalir geta upplifað meiriháttar þjáningar eftir að þeir eru skotnir með sprengiskutli og dregnir til hafnar. Mannúðarsjónarmið eiga sannarlega erindi í umræðuna um hvalveiðar. Bæði vegna þess að manneskjan getur seint verið eina tegundin á Jörðinni sem nýtur réttinda og vegna þess að enn er mörgum spurningum ósvarað um líf og vitsmuni hvala. Þegar við veltum upp spurningunni um vitsmuni hvala ættum við ekki að spyrja hvort þeir geti hugsað eða talað, heldur hvort þeir geti þjáðst. Sem þeir sannarlega geta gert. Núna sem aldrei fyrr en þörf á heilbrigðri rökræðu um hvalveiðar. Svar hefur þegar fengist við pólitískri hlið málsins. Sjávarútvegsráðherra telur enga ástæðu til að breyta um stefnu. Spurningin um hvalveiðar tekur hins vegar ekki aðeins til pólitískrar afstöðu og staðreynda um hvala- og fiskistofna. Sé vilji til staðar til að komast að niðurstöðu sem sæmir upplýstri þjóð á 21. öldinni þurfum við að hafa tækin og tólin til að meta það hvort það sé dyggð fólgin í því að veiða hvali.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun