Dagskráin á Airwaves með jafnt kynjahlutfall Stefán Þór Hjartarson skrifar 17. júlí 2018 06:00 Áheyrendur á Airwaves hafa í mörg ár verið í jöfnum kynjahlutföllum. Í ár mun það vera endurspeglað á sviðinu. Iceland Airwaves hátíðin er meðlimur í Keychange átakinu, evrópskt átak til að breyta tónlistarbransanum og koma fleiri konum í sviðsljósið. Átakið snýst um að fá tónlistarhátíðir með og að þær nái að vera með að minnsta kosti helmingshlutfall kvenna á dagskránni hjá sér fyrir árið 2022. Iceland Airwaves hátíðin er í ár búin að ná þessu hlutfalli. „Okkur hjá Airwaves finnst það að vinna með Keychange ekki vera það að „uppfylla kvóta“. Tónlistin sem við völdum þetta árið og í framtíðinni er valin með gæði í huga og einnig það að passa inn í hátíðina. Vegna þessa erum við með heilan helling af tónlist sem er með konum í forgrunni: Fever Ray, Eivør og miklu, miklu fleiri. Fyrir utan íslensku böndin sem eru stútfull af konum eins og Bríet, Between Mountains, Cyber, Mammút, Mr. Silla og fleiri. Hlutirnir hafa breyst svo mikið upp á síðkastið hvað varðar konur í tónlist. Ég er frá Ástralíu og ég man vel eftir því að hafa verið sagt af útvarpsstöðvunum þar í landi að þær gætu aðeins spilað og stutt einn kvenkyns listamann í einu. Þessa dagana er þetta orðið allt öðruvísi sem betur fer og hellingur af spennandi dóti fær meiri og meiri athygli. Það er einnig gaman að segja frá því að kynjahlutfall tónleikagesta Airwaves hátíðarinnar hafa verið jöfn um árabil og því gaman að það endurspeglist nú á sviðinu hjá okkur,“ segir Will Larnach-Jones hjá Iceland Airwaves.Konur standa jafnfætis körlum á Iceland Airwaves í ár.VísirÞær tónlistarhátíðir sem taka þátt í verkefninu eru meðal annars Musikcentrum Öst, Reeperbahn Festival, BIME, Tallinn Music Week, Way Out West, Liverpool Sound City og Mutek. Einn hluti Keychange átaksins er sá að 60 listamenn og frumkvöðlar alls staðar að úr Evrópu munu taka þátt í tónlistarhátíðum um víða veröld þar sem þau munu koma fram, vinna með öðrum listamönnum og taka þátt í listasmiðjum. „Í ár verðum við hjá Airwaves með fimm frábæra listamenn sem taka þátt í því – þetta eru Kat Frankie frá Þýskalandi, Mueveloreina frá Spáni, Vaz dúó frá Svíþjóð, Mari Kalkun frá Eistlandi og Tawiah frá Bretlandi. Einnig kemur slatti af Keychange fulltrúum á hátíðina til að upplifa stemminguna og sjá íslenska listamenn. Keychange styrkir einnig íslenskar konur í að taka þátt í tónlistartengdum ráðstefnum og sýningum. Meðal annars eru þetta þær Anna Ásthildur, Hildur Maral, María Rut, Melina Rathjen og Steinunn Camilla. Og einnig eru styrkt nokkrar tónlistarkonur og bönd skipuð konum, meðal annars dj flugvél og geimskip, Fever Dream, Kría og Milkywhale.” Iceland Airwaves hátíðin fer fram 7. – 10. nóvember í ár. Um 120 sveitir hafa þegar verið kynntar til leiks. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Airwaves fær 22 milljónir Á borgarráðsfundi borgarinnar var lagður fram samningur við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves þar sem fjárstyrkur út árið 2019 var kynntur. Þar kennir ýmissa grasa eins og að hátíðin fái tugi milljóna. 26. maí 2018 06:00 Fimmtíu ný atriði kynnt á Airwaves Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gaf í dag út sína þriðju tilkynningu þegar forsvarsmenn Airwaves kynntu fimmtíu atriði sem koma fram. 24. maí 2018 15:15 Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Sjá meira
Iceland Airwaves hátíðin er meðlimur í Keychange átakinu, evrópskt átak til að breyta tónlistarbransanum og koma fleiri konum í sviðsljósið. Átakið snýst um að fá tónlistarhátíðir með og að þær nái að vera með að minnsta kosti helmingshlutfall kvenna á dagskránni hjá sér fyrir árið 2022. Iceland Airwaves hátíðin er í ár búin að ná þessu hlutfalli. „Okkur hjá Airwaves finnst það að vinna með Keychange ekki vera það að „uppfylla kvóta“. Tónlistin sem við völdum þetta árið og í framtíðinni er valin með gæði í huga og einnig það að passa inn í hátíðina. Vegna þessa erum við með heilan helling af tónlist sem er með konum í forgrunni: Fever Ray, Eivør og miklu, miklu fleiri. Fyrir utan íslensku böndin sem eru stútfull af konum eins og Bríet, Between Mountains, Cyber, Mammút, Mr. Silla og fleiri. Hlutirnir hafa breyst svo mikið upp á síðkastið hvað varðar konur í tónlist. Ég er frá Ástralíu og ég man vel eftir því að hafa verið sagt af útvarpsstöðvunum þar í landi að þær gætu aðeins spilað og stutt einn kvenkyns listamann í einu. Þessa dagana er þetta orðið allt öðruvísi sem betur fer og hellingur af spennandi dóti fær meiri og meiri athygli. Það er einnig gaman að segja frá því að kynjahlutfall tónleikagesta Airwaves hátíðarinnar hafa verið jöfn um árabil og því gaman að það endurspeglist nú á sviðinu hjá okkur,“ segir Will Larnach-Jones hjá Iceland Airwaves.Konur standa jafnfætis körlum á Iceland Airwaves í ár.VísirÞær tónlistarhátíðir sem taka þátt í verkefninu eru meðal annars Musikcentrum Öst, Reeperbahn Festival, BIME, Tallinn Music Week, Way Out West, Liverpool Sound City og Mutek. Einn hluti Keychange átaksins er sá að 60 listamenn og frumkvöðlar alls staðar að úr Evrópu munu taka þátt í tónlistarhátíðum um víða veröld þar sem þau munu koma fram, vinna með öðrum listamönnum og taka þátt í listasmiðjum. „Í ár verðum við hjá Airwaves með fimm frábæra listamenn sem taka þátt í því – þetta eru Kat Frankie frá Þýskalandi, Mueveloreina frá Spáni, Vaz dúó frá Svíþjóð, Mari Kalkun frá Eistlandi og Tawiah frá Bretlandi. Einnig kemur slatti af Keychange fulltrúum á hátíðina til að upplifa stemminguna og sjá íslenska listamenn. Keychange styrkir einnig íslenskar konur í að taka þátt í tónlistartengdum ráðstefnum og sýningum. Meðal annars eru þetta þær Anna Ásthildur, Hildur Maral, María Rut, Melina Rathjen og Steinunn Camilla. Og einnig eru styrkt nokkrar tónlistarkonur og bönd skipuð konum, meðal annars dj flugvél og geimskip, Fever Dream, Kría og Milkywhale.” Iceland Airwaves hátíðin fer fram 7. – 10. nóvember í ár. Um 120 sveitir hafa þegar verið kynntar til leiks.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Airwaves fær 22 milljónir Á borgarráðsfundi borgarinnar var lagður fram samningur við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves þar sem fjárstyrkur út árið 2019 var kynntur. Þar kennir ýmissa grasa eins og að hátíðin fái tugi milljóna. 26. maí 2018 06:00 Fimmtíu ný atriði kynnt á Airwaves Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gaf í dag út sína þriðju tilkynningu þegar forsvarsmenn Airwaves kynntu fimmtíu atriði sem koma fram. 24. maí 2018 15:15 Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Sjá meira
Airwaves fær 22 milljónir Á borgarráðsfundi borgarinnar var lagður fram samningur við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves þar sem fjárstyrkur út árið 2019 var kynntur. Þar kennir ýmissa grasa eins og að hátíðin fái tugi milljóna. 26. maí 2018 06:00
Fimmtíu ný atriði kynnt á Airwaves Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves gaf í dag út sína þriðju tilkynningu þegar forsvarsmenn Airwaves kynntu fimmtíu atriði sem koma fram. 24. maí 2018 15:15