Oliver: Flottasta mark sem ég hef skorað Magnús Ellert Bjarnason skrifar 16. júlí 2018 21:22 Oliver skoraði sigurmarkið í dag. vísir/bára Oliver Sigurjónsson var hetjan á Kópavogsvelli í kvöld þegar hann tryggði sínu liði, Breiðablik, dramatískan 2-1 sigur gegn Fjölni með glæsilegu aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Með sigrinum heldur Breiðablik í við topplið Stjörnunnar og Vals og var markið því gríðarlega mikilvægt. Oliver gat því ekki verið annað en ánægður í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. „Það var rosa sætt að klára þetta í blálokin, þó að ég hafi ekki viljað hafa þetta svona tæpt.” „Við stjórnum leiknum algjörlega í fyrri hálfleik en mér fannst við aðeins missa taktinn í þeim seinni. Þeir komust þar af leiðandi miklu meira inn í leikinn og voru hættulegri en við á köflum.” „Ég veit ekki hvort við gátum gert eitthvað í markinu sem þeir skora. Þetta var gott langskot frá Birni og lítið svosem við því að segja. En sem betur fer náðum við að koma tilbaka og tryggja stigin þrjú í lokin.” „Í það heila myndi ég segja að þetta hafi verið ágætis frammistaða en við þurfum að skoða betur hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik og bæta það. “ sagði Oliver í leikslok. Þetta var fyrsta mark Olivers í deildinni í sumar. Var þetta hans flottasta mark í Blika treyjunni? „Já, kannski. Ég skoraði reyndar flott mark gegn Fjölni 2015 og svipað aukaspyrnumark í fyrra. En þetta var lengra frá og örugglega flottasta mark sem ég hef skorað fyrir Breiðablik.” Danski sóknarmaðurinn Thomas Mikkelsen lék sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í kvöld og tók það hann einungis 13 mínútur að skora fyrsta mark sitt í Pepsi-deildinni. Hvernig líst Oliver á danann? „Ég er mjög ánægður með hann. Hann hefur skorað mörk eins og hann skoraði hér í kvöld á hverri einustu æfingu, ekta framherjamark. Hann var þreyttur undir lokin en hann var baráttuglaður og góður að halda boltanum. Núna erum við tvo frábæra framherja, sem er góð staða til að vera í, ” sagði Oliver. Líkt og áður sagði var þessi sigur Blika gríðarlega mikilvægur og munar nú einungis þrem stigum á Breiðablik og toppliðunum tveimur, Stjörnunni og Val. Hvernig líst Oliver á toppbaráttuna? „Við vorum að koma okkur nær, en við viljum fara ennþá hærra. Toppbaráttan er spennandi. Þetta eru frábær lið og þetta er bara survival of the fittest; hverjir eru tilbúnir að fórna sér mest og klára þessa deild,” sagði Oliver brosandi að lokum áður en hélt inn í klefa. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 2-1 | Aukaspyrna Olivers í uppbótartíma munurinn Oliver Sigurjónsson tryggði Blikum sigur með aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Blikarnir eru því með 22 stig en Fjölnismenn ellefu. 16. júlí 2018 22:15 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Oliver Sigurjónsson var hetjan á Kópavogsvelli í kvöld þegar hann tryggði sínu liði, Breiðablik, dramatískan 2-1 sigur gegn Fjölni með glæsilegu aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Með sigrinum heldur Breiðablik í við topplið Stjörnunnar og Vals og var markið því gríðarlega mikilvægt. Oliver gat því ekki verið annað en ánægður í leikslok þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum. „Það var rosa sætt að klára þetta í blálokin, þó að ég hafi ekki viljað hafa þetta svona tæpt.” „Við stjórnum leiknum algjörlega í fyrri hálfleik en mér fannst við aðeins missa taktinn í þeim seinni. Þeir komust þar af leiðandi miklu meira inn í leikinn og voru hættulegri en við á köflum.” „Ég veit ekki hvort við gátum gert eitthvað í markinu sem þeir skora. Þetta var gott langskot frá Birni og lítið svosem við því að segja. En sem betur fer náðum við að koma tilbaka og tryggja stigin þrjú í lokin.” „Í það heila myndi ég segja að þetta hafi verið ágætis frammistaða en við þurfum að skoða betur hvað fór úrskeiðis í seinni hálfleik og bæta það. “ sagði Oliver í leikslok. Þetta var fyrsta mark Olivers í deildinni í sumar. Var þetta hans flottasta mark í Blika treyjunni? „Já, kannski. Ég skoraði reyndar flott mark gegn Fjölni 2015 og svipað aukaspyrnumark í fyrra. En þetta var lengra frá og örugglega flottasta mark sem ég hef skorað fyrir Breiðablik.” Danski sóknarmaðurinn Thomas Mikkelsen lék sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í kvöld og tók það hann einungis 13 mínútur að skora fyrsta mark sitt í Pepsi-deildinni. Hvernig líst Oliver á danann? „Ég er mjög ánægður með hann. Hann hefur skorað mörk eins og hann skoraði hér í kvöld á hverri einustu æfingu, ekta framherjamark. Hann var þreyttur undir lokin en hann var baráttuglaður og góður að halda boltanum. Núna erum við tvo frábæra framherja, sem er góð staða til að vera í, ” sagði Oliver. Líkt og áður sagði var þessi sigur Blika gríðarlega mikilvægur og munar nú einungis þrem stigum á Breiðablik og toppliðunum tveimur, Stjörnunni og Val. Hvernig líst Oliver á toppbaráttuna? „Við vorum að koma okkur nær, en við viljum fara ennþá hærra. Toppbaráttan er spennandi. Þetta eru frábær lið og þetta er bara survival of the fittest; hverjir eru tilbúnir að fórna sér mest og klára þessa deild,” sagði Oliver brosandi að lokum áður en hélt inn í klefa.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 2-1 | Aukaspyrna Olivers í uppbótartíma munurinn Oliver Sigurjónsson tryggði Blikum sigur með aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Blikarnir eru því með 22 stig en Fjölnismenn ellefu. 16. júlí 2018 22:15 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Fjölnir 2-1 | Aukaspyrna Olivers í uppbótartíma munurinn Oliver Sigurjónsson tryggði Blikum sigur með aukaspyrnumarki í uppbótartíma. Blikarnir eru því með 22 stig en Fjölnismenn ellefu. 16. júlí 2018 22:15