Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Karl Lúðvíksson skrifar 16. júlí 2018 09:00 Þorsteinn Stefánsson með rígvæna bleikju úr Þingvallavatni. Það hefur verið mjög fín bleikjuveiði í Þingvallavatni í sumar en veiðin fór hressilega af stað þegar aðeins var liðið á júní. Þjóðgarðurinn við Þingvallavatn hefur verið mikið sóttur í sumar og þegar fréttir af góðri veiði fóru að berast jókst heldur betur straumur veiðimanna að vatninu. Suma daga hefur verið svo mikið af veiðimönnum við vatnið að næsta vonlaust var að fá bílastæði við vinsælustu veiðistaðina. Veiðin hefur verið góð og upp úr miðjum júní var hún betri en hún verið verið í fjölda mörg ár og bleikjurnar hafa inná milli þessarar hefðbundnu stærðar um 2-3 pund verið mjög vænar. Það hafa verið að veiðast margar um 4-7 pund í sumar en sú stærsta sem við höfum frétt af og birt myndir af var veginn 9 pund og þykk eftir því. Veiðin heldur áfram að vera góð við vatnið og hún getur haldið þessum dampi fram í ágúst. Ef veðurspá næstu daga um sólskin og hlýindi rætist eiga enn fleiri eftir að mæta á bakkann því á svoleiðis dögum getur takan orðið enn betri en á blautum dögum og þá sérstaklega á morgnana og á kvöldin. Mest lesið Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Fjórar stangir með 100 birtinga í Eldvatni Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði 1100 laxar komnir upp fyrir Árbæjarfoss Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði
Það hefur verið mjög fín bleikjuveiði í Þingvallavatni í sumar en veiðin fór hressilega af stað þegar aðeins var liðið á júní. Þjóðgarðurinn við Þingvallavatn hefur verið mikið sóttur í sumar og þegar fréttir af góðri veiði fóru að berast jókst heldur betur straumur veiðimanna að vatninu. Suma daga hefur verið svo mikið af veiðimönnum við vatnið að næsta vonlaust var að fá bílastæði við vinsælustu veiðistaðina. Veiðin hefur verið góð og upp úr miðjum júní var hún betri en hún verið verið í fjölda mörg ár og bleikjurnar hafa inná milli þessarar hefðbundnu stærðar um 2-3 pund verið mjög vænar. Það hafa verið að veiðast margar um 4-7 pund í sumar en sú stærsta sem við höfum frétt af og birt myndir af var veginn 9 pund og þykk eftir því. Veiðin heldur áfram að vera góð við vatnið og hún getur haldið þessum dampi fram í ágúst. Ef veðurspá næstu daga um sólskin og hlýindi rætist eiga enn fleiri eftir að mæta á bakkann því á svoleiðis dögum getur takan orðið enn betri en á blautum dögum og þá sérstaklega á morgnana og á kvöldin.
Mest lesið Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Fjórar stangir með 100 birtinga í Eldvatni Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði 1100 laxar komnir upp fyrir Árbæjarfoss Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði