Þarf að bæta umgengni við vötnin Karl Lúðvíksson skrifar 13. maí 2019 11:40 Umgengnin við sum veiðivötnin okkar er ekki til fyrirmyndar. Mynd úr safni Það er yndislegt að eiga góðann dag við fallegt vatn og veiða silung með fjölskyldunni og að sama skapi sorglegt að sjá umgengnina við sum vötnin. Því miður er það þannig að það eru ennþá til veiðimenn sem ganga ekki nægilega vel um vötnin og skilja eftir sig plastpoka, sígarettustubba, dósir og það sem verst er að girnisbúta má finna ansi víða en þeir eru fuglunum ansi skeinuhættir. Það vekur furðu að á tímum þar sem mikið er rætt um umhverfisvernd og góða umgengni við náttúruna að sjá svona umgengni en þetta er misjafnt eftir vötnum. Það er til dæmis átakanlegt að sjá hversu illa er gengið um náttúruna við Elliðavatn og svæðið til að mynda við brúnna bæði Helluvatnsmegin og Elliðavatnsmegin þannig að það er auðvelt að fylla poka af rusli á skömmum tíma. Vatnið er mikið stundað og þess vegna alveg ótrúlegt að það skuli vera svona illa gengið um það. Við veiðimenn verðum að ganga fram með góðu fordæmi og Veiðivísir hvetur ykkur til að taka með ykkur poka í næstu ferð upp að ykkar vatni og plokka upp það rusl sem þið sjáið. Það gæti hvatt aðra til að gera það sama. Mest lesið Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Fréttir úr Leirvogsá Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði
Það er yndislegt að eiga góðann dag við fallegt vatn og veiða silung með fjölskyldunni og að sama skapi sorglegt að sjá umgengnina við sum vötnin. Því miður er það þannig að það eru ennþá til veiðimenn sem ganga ekki nægilega vel um vötnin og skilja eftir sig plastpoka, sígarettustubba, dósir og það sem verst er að girnisbúta má finna ansi víða en þeir eru fuglunum ansi skeinuhættir. Það vekur furðu að á tímum þar sem mikið er rætt um umhverfisvernd og góða umgengni við náttúruna að sjá svona umgengni en þetta er misjafnt eftir vötnum. Það er til dæmis átakanlegt að sjá hversu illa er gengið um náttúruna við Elliðavatn og svæðið til að mynda við brúnna bæði Helluvatnsmegin og Elliðavatnsmegin þannig að það er auðvelt að fylla poka af rusli á skömmum tíma. Vatnið er mikið stundað og þess vegna alveg ótrúlegt að það skuli vera svona illa gengið um það. Við veiðimenn verðum að ganga fram með góðu fordæmi og Veiðivísir hvetur ykkur til að taka með ykkur poka í næstu ferð upp að ykkar vatni og plokka upp það rusl sem þið sjáið. Það gæti hvatt aðra til að gera það sama.
Mest lesið Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Fréttir úr Leirvogsá Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði Síðustu skiladagar fyrir hnýtingarkeppni framundan Veiði