Hilmar Árni um atvinnumennskuna: Markmiðin með Stjörnunni skipta mestu máli akkúrat núna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júlí 2018 19:45 Hilmar Árni Halldórsson hefur farið á kostum í liði Stjörnunnar í Pepsi deild karla í sumar. Hann er markahæstur í deildinni með 13 mörk. Síðasta sumar var mikið rætt um markaskorun Andra Rúnars Bjarnasonar í Grindavíkurliðinu en hann kláraði mótið með því að jafna markametið í deildinni sem er 19 mörk. Stjarnan á enn eftir 10 leiki í deildinni svo Hilmar Árni gæti vel bætt metið haldi hann áfram með sama hætti. Andri Rúnar hafði skorað 10 mörk á þessum tíma síðasta sumar. „Það eru margir í kringum mig sem eru að pæla í þessu en ég er með fókusinn á liðið og markmið okkar sem lið. Mér finnst það verðugra en hitt er bara bónus,“ sagði Hilmar Árni við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er ekkert íþyngjandi. Gaman að heyra þegar fólk er að pæla í þessu en það truflar mig ekki neitt.“ Það gengur vel í Garðabænum þessa dagana, liðið er á toppi Pepsi deildarinnar, spilar til undanúrslita í Mjólkurbikarnum og er í góðum séns að að komast áfram í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag. „Gott teymi í kringum okkur og þetta er allt vel undirbúið. Frábærir leikmenn og gott lið. Það þarf allt að spila saman ef við ætlum að gera hluti og halda því áfram. Það hefur gengið vel núna en það þýðir ekkert að slaka á.“ Hilmar Árni lék með Leikni frá árunum 2008-2015 og skoraði 31 mark í 115 leikjum. „Frábært félag sem ég elska. Frábærlega staðið að öllu þar og ég fékk virkilega góða þjálfun þar. Við vorum svolítil fjölskylda þar að komast upp í efstu deild í fyrsta skipti og það er eitt af því sem mér finnst hvað skemmtilegast á mínum ferli.“ Mikið hefur verið rætt um það hvort Hilmar Árni gæti farið út í atvinnumennsku. Hann sjálfur stefnir ekki sérstaklega þangað en möguleikinn er fyrir hendi banki rétta tækifærið á dyrnar. „Ég stefndi að því í langan tíma að fá að reyna mig á hærra leveli en akkúrat núna er ég bara ánægður hérna og líður vel. Við erum að spila vel og það eru markmiðin mín hérna sem skipta mig mestu máli,“ sagði Hilmar Árni Halldórsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira
Hilmar Árni Halldórsson hefur farið á kostum í liði Stjörnunnar í Pepsi deild karla í sumar. Hann er markahæstur í deildinni með 13 mörk. Síðasta sumar var mikið rætt um markaskorun Andra Rúnars Bjarnasonar í Grindavíkurliðinu en hann kláraði mótið með því að jafna markametið í deildinni sem er 19 mörk. Stjarnan á enn eftir 10 leiki í deildinni svo Hilmar Árni gæti vel bætt metið haldi hann áfram með sama hætti. Andri Rúnar hafði skorað 10 mörk á þessum tíma síðasta sumar. „Það eru margir í kringum mig sem eru að pæla í þessu en ég er með fókusinn á liðið og markmið okkar sem lið. Mér finnst það verðugra en hitt er bara bónus,“ sagði Hilmar Árni við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta er ekkert íþyngjandi. Gaman að heyra þegar fólk er að pæla í þessu en það truflar mig ekki neitt.“ Það gengur vel í Garðabænum þessa dagana, liðið er á toppi Pepsi deildarinnar, spilar til undanúrslita í Mjólkurbikarnum og er í góðum séns að að komast áfram í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudag. „Gott teymi í kringum okkur og þetta er allt vel undirbúið. Frábærir leikmenn og gott lið. Það þarf allt að spila saman ef við ætlum að gera hluti og halda því áfram. Það hefur gengið vel núna en það þýðir ekkert að slaka á.“ Hilmar Árni lék með Leikni frá árunum 2008-2015 og skoraði 31 mark í 115 leikjum. „Frábært félag sem ég elska. Frábærlega staðið að öllu þar og ég fékk virkilega góða þjálfun þar. Við vorum svolítil fjölskylda þar að komast upp í efstu deild í fyrsta skipti og það er eitt af því sem mér finnst hvað skemmtilegast á mínum ferli.“ Mikið hefur verið rætt um það hvort Hilmar Árni gæti farið út í atvinnumennsku. Hann sjálfur stefnir ekki sérstaklega þangað en möguleikinn er fyrir hendi banki rétta tækifærið á dyrnar. „Ég stefndi að því í langan tíma að fá að reyna mig á hærra leveli en akkúrat núna er ég bara ánægður hérna og líður vel. Við erum að spila vel og það eru markmiðin mín hérna sem skipta mig mestu máli,“ sagði Hilmar Árni Halldórsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Fleiri fréttir Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjá meira