Kaflaskiptur dagur hjá Ólafíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 14. júlí 2018 19:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heltist úr lestinni í dag og á nær engan möguleika á að blanda sér í toppbaráttuna nema hún eigi framúrskarandi dag á morgun. vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukyflingur úr GR, lék þriðja hringinn á Marathon Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi á pari vallarins. Fyrir hringinn í dag var Ólafía jöfn í 16. sæti á fjórum höggum undir pari, fimm höggum frá efstu konum. Dagurinn byrjaði þokkalega og hún fékk par á fyrstu þremur holunum. Fyrsti skolli dagnsins kom á fjórðu holu en hún svaraði honum strax á fimmtu holu með fugli. Ólafía kláraði fyrri níu holurnar með fugli á 7. og 9. holu og var kominn á sex högg undir pari eftir fyrri níu holurnar og var jöfn í 12. sæti, aðeins örfáum höggum frá efstu konum. Seinni níu holurnar áttu hins vegar eftir að verða íþróttamanni ársins 2017 mjög erfiðar. Hún fékk þrjá skolla en náði að bjarga sér með fugli á 17. holu og kláraði hringinn í dag á pari vallarins og er því samtals á fjórum höggum undir pari í mótinu, líkt og í byrjun dags. Hún hefur hins vegar fallið niður töfluna frá því í upphafi dagsins og var jöfn í 38. sæti þegar hún kláraði. Þegar þessi frétt er skrifuð er hin kanadíska Brooke Henderson í forystu í mótinu á 11 höggum undir pari. Sýnt er frá mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukyflingur úr GR, lék þriðja hringinn á Marathon Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi á pari vallarins. Fyrir hringinn í dag var Ólafía jöfn í 16. sæti á fjórum höggum undir pari, fimm höggum frá efstu konum. Dagurinn byrjaði þokkalega og hún fékk par á fyrstu þremur holunum. Fyrsti skolli dagnsins kom á fjórðu holu en hún svaraði honum strax á fimmtu holu með fugli. Ólafía kláraði fyrri níu holurnar með fugli á 7. og 9. holu og var kominn á sex högg undir pari eftir fyrri níu holurnar og var jöfn í 12. sæti, aðeins örfáum höggum frá efstu konum. Seinni níu holurnar áttu hins vegar eftir að verða íþróttamanni ársins 2017 mjög erfiðar. Hún fékk þrjá skolla en náði að bjarga sér með fugli á 17. holu og kláraði hringinn í dag á pari vallarins og er því samtals á fjórum höggum undir pari í mótinu, líkt og í byrjun dags. Hún hefur hins vegar fallið niður töfluna frá því í upphafi dagsins og var jöfn í 38. sæti þegar hún kláraði. Þegar þessi frétt er skrifuð er hin kanadíska Brooke Henderson í forystu í mótinu á 11 höggum undir pari. Sýnt er frá mótinu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira