Harry Kane væri í B-deildinni ef Gummi Ben hefði rétt fyrir sér Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júlí 2018 12:00 Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason hafa leiðst hönd í hönd í gegnum enska boltann á Stöð 2 Sport í mörg ár í Messunni og hafa þeir félagararnir rifist um ýmislegt. Stundum hefur Gummi rétt fyrir sér og stundum Hjörvar en þegar kom að framtíð Harry Kane verður að segjast að Gummi hafi ekki beint hitt naglann á höfuðið eins og kom fram í Sumarmessunni í gærkvöldi. Hjörvar rifjaði upp þriggja ára gamla klippu úr ensku Messunni þar sem að Guðmundur var ekki sannfærður um ágæti Harry Kane þrátt fyrir að hann væri á þeim tíma markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er hræðilegt að segja þetta en ég hef samt þá tilfinningu að Harry Kane spili í Championship-deildinni með Nottingham Forest eða Sheffield United eftir tvö og hálft til þrjú ár,“ sagði Guðmundur í febrúar árið 2015. „Ég get lofað þér að svo verður ekki. Það er margt í þessum strák. Hann er stór, mjög sterkur og svo er hann svolítið klár. Mér finnst hann vera með mikla fótboltagreind,“ svaraði Hjörvar. Kane átti eftir að verða markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar næstu tvö tímabil og fá silfurskóinn til viðbótar við það auk þess sem að hann er nú markahæsti leikmaður HM. „Við vorum alltaf að rífast um ágæti Harry Kane. Það var bara eitthvað skrítið við útlitið á Harry Kane sem blekkti Guðmund,“ sagði Hjörvar í Sumarmessunni í gær. Gamla myndbrotið og umræðuna úr Sumarmessunni í gær má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúrik um skiptinguna gegn Argentínu: Ég var tilbúinn en upphitunarsvæðið of langt frá Rúrik Gíslason var sérstakur gestur Sumarmessunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason krafðist svara um hvað hafi gerst í skiptingunni örlagaríku þegar Argentínumenn fengu vítaspyrnu í leiknum gegn Íslandi á HM. 11. júlí 2018 07:00 Rúrik: Kompany skólaði mig til í lyftingasalnum Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var gestur Sumarmessunnar í gærkvöldi og bauð að sjálfsögðu upp á eina góða bransa sögu í þættinum. 11. júlí 2018 10:30 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Sjá meira
Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason hafa leiðst hönd í hönd í gegnum enska boltann á Stöð 2 Sport í mörg ár í Messunni og hafa þeir félagararnir rifist um ýmislegt. Stundum hefur Gummi rétt fyrir sér og stundum Hjörvar en þegar kom að framtíð Harry Kane verður að segjast að Gummi hafi ekki beint hitt naglann á höfuðið eins og kom fram í Sumarmessunni í gærkvöldi. Hjörvar rifjaði upp þriggja ára gamla klippu úr ensku Messunni þar sem að Guðmundur var ekki sannfærður um ágæti Harry Kane þrátt fyrir að hann væri á þeim tíma markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er hræðilegt að segja þetta en ég hef samt þá tilfinningu að Harry Kane spili í Championship-deildinni með Nottingham Forest eða Sheffield United eftir tvö og hálft til þrjú ár,“ sagði Guðmundur í febrúar árið 2015. „Ég get lofað þér að svo verður ekki. Það er margt í þessum strák. Hann er stór, mjög sterkur og svo er hann svolítið klár. Mér finnst hann vera með mikla fótboltagreind,“ svaraði Hjörvar. Kane átti eftir að verða markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar næstu tvö tímabil og fá silfurskóinn til viðbótar við það auk þess sem að hann er nú markahæsti leikmaður HM. „Við vorum alltaf að rífast um ágæti Harry Kane. Það var bara eitthvað skrítið við útlitið á Harry Kane sem blekkti Guðmund,“ sagði Hjörvar í Sumarmessunni í gær. Gamla myndbrotið og umræðuna úr Sumarmessunni í gær má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Rúrik um skiptinguna gegn Argentínu: Ég var tilbúinn en upphitunarsvæðið of langt frá Rúrik Gíslason var sérstakur gestur Sumarmessunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason krafðist svara um hvað hafi gerst í skiptingunni örlagaríku þegar Argentínumenn fengu vítaspyrnu í leiknum gegn Íslandi á HM. 11. júlí 2018 07:00 Rúrik: Kompany skólaði mig til í lyftingasalnum Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var gestur Sumarmessunnar í gærkvöldi og bauð að sjálfsögðu upp á eina góða bransa sögu í þættinum. 11. júlí 2018 10:30 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Sjá meira
Rúrik um skiptinguna gegn Argentínu: Ég var tilbúinn en upphitunarsvæðið of langt frá Rúrik Gíslason var sérstakur gestur Sumarmessunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason krafðist svara um hvað hafi gerst í skiptingunni örlagaríku þegar Argentínumenn fengu vítaspyrnu í leiknum gegn Íslandi á HM. 11. júlí 2018 07:00
Rúrik: Kompany skólaði mig til í lyftingasalnum Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var gestur Sumarmessunnar í gærkvöldi og bauð að sjálfsögðu upp á eina góða bransa sögu í þættinum. 11. júlí 2018 10:30