Rúrik um skiptinguna gegn Argentínu: Ég var tilbúinn en upphitunarsvæðið of langt frá Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. júlí 2018 07:00 Rúrik Gíslason var sérstakur gestur Sumarmessunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason krafðist svara um hvað hafi gerst í skiptingunni örlagaríku þegar Argentínumenn fengu vítaspyrnu í leiknum gegn Íslandi á HM.Hjörvar hefur áður gagnrýnt það hversu lengi Heimir Hallgrímsson og starfslið hans var að framkvæma skiptinguna þegar Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara af velli í fyrsta leik Íslands á HM gegn Argentínu. Rúrik var maðurinn sem kom inn fyrir Jóhann Berg en á þeim tíma sem Íslendingarnir voru aðeins tíu inn á vellinum fegnu Argentínumenn víti. „Ég heyrði að þið voruð að tala aðeins um þetta. Við fórum aðeins yfir þetta eftir leikinn,“ sagði Rúrik þegar Hjörvar krafði hann svara. „Málið er að upphitunarsvæðið var lengst frá þar sem maður fer inn á. Ég var klár í treyjunni, með legghlífarnar og allt klárt, en málið er að ég fæ ekki þessi skilaboð strax. Um leið og ég fæ skilaboðin um að fara inn á fer Helgi að sýna mér föst leikatriði, en þetta er bara eitthvað sem hefði mátt fara örlítið betur.“ „En ég held að aðal sökudólgurinn í þessu sé að upphitunarsvæðið sé það langt frá og við áttuðum okkur ekki á alvarleika meiðslanna hjá Jóa alveg strax svo við fáum kallið svolítið seint.“ Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnuna frá Lionel Messi eins og frægt er og bjargaði íslenska liðinu frá því að verr hefði farið. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sumarmessan: Hjörvar tók Heimi á teppið fyrir seinar skiptingar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik í leik Íslands og Argentínu á laugardag. Vítaspyrnan var dæmd á meðan Íslendingar voru einum færri og er sérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason ósáttur með skiptingar íslenska liðsins. 18. júní 2018 11:15 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Rúrik Gíslason var sérstakur gestur Sumarmessunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason krafðist svara um hvað hafi gerst í skiptingunni örlagaríku þegar Argentínumenn fengu vítaspyrnu í leiknum gegn Íslandi á HM.Hjörvar hefur áður gagnrýnt það hversu lengi Heimir Hallgrímsson og starfslið hans var að framkvæma skiptinguna þegar Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara af velli í fyrsta leik Íslands á HM gegn Argentínu. Rúrik var maðurinn sem kom inn fyrir Jóhann Berg en á þeim tíma sem Íslendingarnir voru aðeins tíu inn á vellinum fegnu Argentínumenn víti. „Ég heyrði að þið voruð að tala aðeins um þetta. Við fórum aðeins yfir þetta eftir leikinn,“ sagði Rúrik þegar Hjörvar krafði hann svara. „Málið er að upphitunarsvæðið var lengst frá þar sem maður fer inn á. Ég var klár í treyjunni, með legghlífarnar og allt klárt, en málið er að ég fæ ekki þessi skilaboð strax. Um leið og ég fæ skilaboðin um að fara inn á fer Helgi að sýna mér föst leikatriði, en þetta er bara eitthvað sem hefði mátt fara örlítið betur.“ „En ég held að aðal sökudólgurinn í þessu sé að upphitunarsvæðið sé það langt frá og við áttuðum okkur ekki á alvarleika meiðslanna hjá Jóa alveg strax svo við fáum kallið svolítið seint.“ Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnuna frá Lionel Messi eins og frægt er og bjargaði íslenska liðinu frá því að verr hefði farið. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sumarmessan: Hjörvar tók Heimi á teppið fyrir seinar skiptingar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik í leik Íslands og Argentínu á laugardag. Vítaspyrnan var dæmd á meðan Íslendingar voru einum færri og er sérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason ósáttur með skiptingar íslenska liðsins. 18. júní 2018 11:15 Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Sumarmessan: Hjörvar tók Heimi á teppið fyrir seinar skiptingar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik í leik Íslands og Argentínu á laugardag. Vítaspyrnan var dæmd á meðan Íslendingar voru einum færri og er sérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason ósáttur með skiptingar íslenska liðsins. 18. júní 2018 11:15