Fótboltinn kominn heim og á toppinn í Bretlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2018 14:19 Stuðningsmaður enska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Moskvu. Vísir/Getty Eitt helsta stuðningslag breska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Three Lions, hefur náð fyrsta sæti á spilunarlistum í Bretlandi eftir sigur enska landsliðsins á Svíum síðastliðinn laugardag. Með sigrinum tryggðu Englendingar sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem haldið er í Rússlandi um þessar mundir. Samkvæmt frétt Independent var lagið, í flutningi Baddiel, Skinnar & the Lighning Seeds, spilað yfir milljón sinnum á streymisveitunni Spotify á laugardaginn. Þá trónaði lagið á toppi lagalista veitunnar eftir sigurinn. Þá náðu Ljónin þrjú einnig fyrsta sæti á hinum breska Big Top 40-vinsældarlista í kjölfar frækinnar frammistöðu liðsins og rauk þannig upp um 32 sæti. Lagið var samið árið 1996 í tilefni þess að Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu var haldið á Englandi það ár. Þá stimplaði það sig rækilega inn hjá enskum stuðningsmönnum eftir að Englendingar unnu Skota 2-0 á mótinu. Að því er segir í frétt Independent létu Ljónin þrjú lítið á sér kræla eftir laka frammistöðu liðsins gegn Úrúgvæ og Íslandi síðustu ár. Ensku stuðningsmennirnir hafa þó bersýnilega tekið lagið aftur í sátt, og það rækilega, eftir besta árangur landsliðsins á stórmóti í áraraðir. Næsti leikur liðsins er á morgun, miðvikudag, þegar England mætir Króatíu í seinni undanúrslitaleik mótsins. HM 2018 í Rússlandi Tónlist Tengdar fréttir Southgate lét enska liðið horfa á Íslandsleikinn fyrir HM Englendingar spila til undanúrslita á HM í Rússlandi annað kvöld. Fyrir tveimur árum síðan fékk enska liðið mikinn skell þegar Íslendingar slógu þá út í 16-liða úrslitum á EM. Gareth Southgate neyddi liðið til þess að horfa á Íslandsleikinn fyrir HM. 10. júlí 2018 07:00 Mandzukic: Enginn ótti í króatíska liðinu England og Króatía mætast í undanúrslitum HM í fótbolta á morgun, miðvikudag. Framherjinn Mario Mandzukic segir leikinn svokallaðan „50/50“ leik, bæði lið eigi jafna möguleika á sigri. 10. júlí 2018 06:00 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Eitt helsta stuðningslag breska karlalandsliðsins í knattspyrnu, Three Lions, hefur náð fyrsta sæti á spilunarlistum í Bretlandi eftir sigur enska landsliðsins á Svíum síðastliðinn laugardag. Með sigrinum tryggðu Englendingar sér sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu sem haldið er í Rússlandi um þessar mundir. Samkvæmt frétt Independent var lagið, í flutningi Baddiel, Skinnar & the Lighning Seeds, spilað yfir milljón sinnum á streymisveitunni Spotify á laugardaginn. Þá trónaði lagið á toppi lagalista veitunnar eftir sigurinn. Þá náðu Ljónin þrjú einnig fyrsta sæti á hinum breska Big Top 40-vinsældarlista í kjölfar frækinnar frammistöðu liðsins og rauk þannig upp um 32 sæti. Lagið var samið árið 1996 í tilefni þess að Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu var haldið á Englandi það ár. Þá stimplaði það sig rækilega inn hjá enskum stuðningsmönnum eftir að Englendingar unnu Skota 2-0 á mótinu. Að því er segir í frétt Independent létu Ljónin þrjú lítið á sér kræla eftir laka frammistöðu liðsins gegn Úrúgvæ og Íslandi síðustu ár. Ensku stuðningsmennirnir hafa þó bersýnilega tekið lagið aftur í sátt, og það rækilega, eftir besta árangur landsliðsins á stórmóti í áraraðir. Næsti leikur liðsins er á morgun, miðvikudag, þegar England mætir Króatíu í seinni undanúrslitaleik mótsins.
HM 2018 í Rússlandi Tónlist Tengdar fréttir Southgate lét enska liðið horfa á Íslandsleikinn fyrir HM Englendingar spila til undanúrslita á HM í Rússlandi annað kvöld. Fyrir tveimur árum síðan fékk enska liðið mikinn skell þegar Íslendingar slógu þá út í 16-liða úrslitum á EM. Gareth Southgate neyddi liðið til þess að horfa á Íslandsleikinn fyrir HM. 10. júlí 2018 07:00 Mandzukic: Enginn ótti í króatíska liðinu England og Króatía mætast í undanúrslitum HM í fótbolta á morgun, miðvikudag. Framherjinn Mario Mandzukic segir leikinn svokallaðan „50/50“ leik, bæði lið eigi jafna möguleika á sigri. 10. júlí 2018 06:00 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sjá meira
Southgate lét enska liðið horfa á Íslandsleikinn fyrir HM Englendingar spila til undanúrslita á HM í Rússlandi annað kvöld. Fyrir tveimur árum síðan fékk enska liðið mikinn skell þegar Íslendingar slógu þá út í 16-liða úrslitum á EM. Gareth Southgate neyddi liðið til þess að horfa á Íslandsleikinn fyrir HM. 10. júlí 2018 07:00
Mandzukic: Enginn ótti í króatíska liðinu England og Króatía mætast í undanúrslitum HM í fótbolta á morgun, miðvikudag. Framherjinn Mario Mandzukic segir leikinn svokallaðan „50/50“ leik, bæði lið eigi jafna möguleika á sigri. 10. júlí 2018 06:00