Toddi tekur Fylki í gegn: Eins og appelsínugular keilur sem bara standa þarna Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júlí 2018 09:30 Fylkir tapaði sex stiga leik á móti Víkingi, 3-2, í Pepsi-deild karla í fótbolta og er fyrir vikið í fallsæti á meðan Víkingar fjarlægðust fallsvæðið um sinn. Víkingar lögðu gruninn að sigrinum mikilvæga með þremur mörkum gegn engu í fyrri hálfleik, þar af tveimur mörkum á fyrstu sjö mínútum leiksins þar sem Fylkismenn voru steinsofandi. Fyrra markið skoraði Davíð Örn Atlason eftir frábæran einleik og það síðara Bjarni Páll Linnett Runólfsson með föstu skoti úr teignum eftir að boltinn barst til hans í hornspyrnu. „Þetta er eins og að horfa mann í svigi framhjá keilum sem að standa þarna í appelsínugulum búningum. Hann fær að labba í gegn. Það fer enginn nálægt manninum. Ég veit ekki hvað Helgi segir þegar að hann sér þetta aftur,“ sagði Þorvaldur Örlygsson um fyrra markið og ekki var hann kátari með varnarleik Fylkis í öðru markinu. „Fylkir fékk á sig mark úr horni í fyrri leiknum á móti Víkingi og hér gerist það aftur. Hver er að dekka manninn fyrir utan? Það eru átta leikmenn Fylkis inn í markteignum en það fer enginn á móti skotinu. Það var ekki skrítið að þeir lentu 2-0 undir með svona spilamennsku,“ sagði Þorvaldur. Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, átti erfiðan dag á skrifstofunni og fékk rautt spjald í leiknum en hann var sérstaklega slæmur í fyrri hálfleik. „Honum til varnar stjórnaði hann vörninni betur í seinni hálfleik en það gekk allt á afturfótunum í fyrri hálfleik. Hann var að missa boltann, hleypa mönnum framhjá sér, gefur víti og margar hans ákvarðanir bara rangar,“ sagði Þorvaldur og Gunnar Jarl Jónsson tók undir orð hans: „Það er hrikalegt með alla þessa reynslu að fara á rassinn í þessari stöðu (vítaspyrnunni). Hann er góður spilari með góðar sendingar og var betri í seinni hálfleik en Helgi var afskaplega klaufalegur í fyrri hálfleik,“ sagði Gunnar Jarl Jónsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 2-3 | Víkingur sótti þrjú mikilvæg stig í Egilshöll Víkingur er kominn í sjötta sæti Pepsi deildarinnar eftir 2-3 sigur á Fylki í Egilshöll í kvöld. Víkingur var 3-0 yfir í hálfleik. 9. júlí 2018 22:30 Davíð Örn um markið sitt: Vissi ekki alveg hvað ég var að gera Davíð Örn Atlason átti góðan leik í vörn Víkings er liðið sigraði Fylki, 3-2, í hörkuleik í Egilshöllinni í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta. 9. júlí 2018 21:47 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Fylkir tapaði sex stiga leik á móti Víkingi, 3-2, í Pepsi-deild karla í fótbolta og er fyrir vikið í fallsæti á meðan Víkingar fjarlægðust fallsvæðið um sinn. Víkingar lögðu gruninn að sigrinum mikilvæga með þremur mörkum gegn engu í fyrri hálfleik, þar af tveimur mörkum á fyrstu sjö mínútum leiksins þar sem Fylkismenn voru steinsofandi. Fyrra markið skoraði Davíð Örn Atlason eftir frábæran einleik og það síðara Bjarni Páll Linnett Runólfsson með föstu skoti úr teignum eftir að boltinn barst til hans í hornspyrnu. „Þetta er eins og að horfa mann í svigi framhjá keilum sem að standa þarna í appelsínugulum búningum. Hann fær að labba í gegn. Það fer enginn nálægt manninum. Ég veit ekki hvað Helgi segir þegar að hann sér þetta aftur,“ sagði Þorvaldur Örlygsson um fyrra markið og ekki var hann kátari með varnarleik Fylkis í öðru markinu. „Fylkir fékk á sig mark úr horni í fyrri leiknum á móti Víkingi og hér gerist það aftur. Hver er að dekka manninn fyrir utan? Það eru átta leikmenn Fylkis inn í markteignum en það fer enginn á móti skotinu. Það var ekki skrítið að þeir lentu 2-0 undir með svona spilamennsku,“ sagði Þorvaldur. Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis, átti erfiðan dag á skrifstofunni og fékk rautt spjald í leiknum en hann var sérstaklega slæmur í fyrri hálfleik. „Honum til varnar stjórnaði hann vörninni betur í seinni hálfleik en það gekk allt á afturfótunum í fyrri hálfleik. Hann var að missa boltann, hleypa mönnum framhjá sér, gefur víti og margar hans ákvarðanir bara rangar,“ sagði Þorvaldur og Gunnar Jarl Jónsson tók undir orð hans: „Það er hrikalegt með alla þessa reynslu að fara á rassinn í þessari stöðu (vítaspyrnunni). Hann er góður spilari með góðar sendingar og var betri í seinni hálfleik en Helgi var afskaplega klaufalegur í fyrri hálfleik,“ sagði Gunnar Jarl Jónsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 2-3 | Víkingur sótti þrjú mikilvæg stig í Egilshöll Víkingur er kominn í sjötta sæti Pepsi deildarinnar eftir 2-3 sigur á Fylki í Egilshöll í kvöld. Víkingur var 3-0 yfir í hálfleik. 9. júlí 2018 22:30 Davíð Örn um markið sitt: Vissi ekki alveg hvað ég var að gera Davíð Örn Atlason átti góðan leik í vörn Víkings er liðið sigraði Fylki, 3-2, í hörkuleik í Egilshöllinni í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta. 9. júlí 2018 21:47 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Víkingur 2-3 | Víkingur sótti þrjú mikilvæg stig í Egilshöll Víkingur er kominn í sjötta sæti Pepsi deildarinnar eftir 2-3 sigur á Fylki í Egilshöll í kvöld. Víkingur var 3-0 yfir í hálfleik. 9. júlí 2018 22:30
Davíð Örn um markið sitt: Vissi ekki alveg hvað ég var að gera Davíð Örn Atlason átti góðan leik í vörn Víkings er liðið sigraði Fylki, 3-2, í hörkuleik í Egilshöllinni í kvöld í Pepsi deild karla í fótbolta. 9. júlí 2018 21:47